Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 15
Stórtyrkjans. Síðan hafði hann komið sér upp þvi fyrirtæki, sem óð-
ur en varði gerði nafn hans að einu mesta nafni meðal sjóræningja
Miðjarðarhafsins ..... Hann hafði lifað fjöldan allan af heillandi og
spennandi stundum og ævintýrum, og á hverjum degi hafði síþyrstur
hugur hans öðlazt meiri þekkingu. Hann iðraðist sannarlega ekki þess
lífs sem hann hafði að baki, jafnvel ekki mistakanna og tapanna.
Allt sem hann haíði tekið sér fyrir hendur eða orðið að þola virtist
athyglisvert og hafa einhvern tilgang, i svo ríkum mæli að hann vildi
fús upplifa það allt aftur. Óviss framtíðin virtist einnig bjóða upp á
jafn mikið af ioforðum og áskorunum. Maður verður þess nafns, á
heima mitt í ævintýrunum, jafnvel mitt í hrakförunum.
Hugur mannsins er harður af sér, það er fátt sem hann kemst ekki
yfir.
Hugur konunnar er viðkvæmari, jafnvel þótt hún geti brugðizt við
af hugrekki við áfalli og hræðslu. E!n aðdáun hennar á lifinu getur
spillzt að eilifu yfir glataðri ást eða dauða barns.
Því konur eru kyndugar verur, bæði auðsæranlegar og grimmar.
Þær eru grimmar þegar þær segja ósatt, en þó enn miskunnarlaus-
ari í einlægni sinni, eins og Angelique daginn áður, þegar hún hreytti
úr sér framan í hann: Ég hata yður ....... Það hefði verið betra að
þér hefðuð dáið ......
16. KAFLI
Þetta hafði allt verið rauðhærða barninu að kenna. Þvi varð ekki neit-
að að þetta var eftirtektarverður krakki með andlitsdrætti móður sinnar
og bros. Hún var munnstærri og andlitið því ekki eins vel formað, en
svipurinn var svo líkur að þrátt fyrir mismunandi háralit og þessi
svörtu augu ;— þessi litlu, ofurlítið skásettu augu — móti augum Angeli-
que sem voru stjór og djúp eins og vatnsuppspretta — þegar hann
sá barnið fyrst var hann ekki í neinum vaía um að það væri barn
út af Angelique komið.
Hún var hold af hennar holdi og annars karlmanns. Angelique hafði
haldið öðrum manni i örmum sér og andvarpað undan atlotum hans
með þennan heillandi og ljúfa svip, sem hún hafði óafvitandi sýnt
honum fyrsta kvöidið um borð í Gouldsboro.
Hann hafði staðið í felum bak við eitt veggteppið og séð hana
vakna og lúta yfir barnið. Allt I einu varð hann gripinn ákafri af-
brýðisemi, þvi hann sá að hún var fegurri, en hann hafði haldið, þar
sem hún lá þarna í síðustu geislum kvöldsólarinnar og vegna þess að
hpnum fiaug í liug að hún væri að leita að eftirmynd elskhuga sins
i andliti litlu stúlkunnar sem svaf við hlið hennar. Hann hafði ætlað
að fara til hennar og taka af sér grímuna, en hann var eins og lam-
aður frammi íyrir þessum vegg sem allt í einu hafði risið milli þeirra.
Hann hafði hlustað á hana hvísla ljúfum gæluyrðum og tala mjúkt
og af ástúð við barnið. Hann hafði aldrei séð hana haga sér þannig
gagnvart Florimond, syni hans svo hann lét hana vera, án þess að
gera uppskátt um návist sína.
Hann setti aftur á sig grímuna, tók sexkantinn og fór út á brúna.
Hann sá að mótmælendurnir voru horfnir af þilfarinu og sálmasöngur-
inn hljóðnaður. Feginleiki hans var ofurlítið blandaður vonbrigðum.
Hann vafði um sig skikkjunni og var í þann mund að leggja af stað
upp á aftur þiljurnar, þegar hann tók eftir þvi að Márinn Abdullah
var eitthvað að bauka. Þessi marokkóanski þjónn, sem síðustu tíu
árin hafði að fullu og öllu lotið vilja húsbónda síns, virtist ekki taka
eftir návist hans. Hann hallaði sér upp að gylltu grindverkinu, framan
við dyrnar, sem lágu inn í einkaibúð Rescators og horfði beint fram-
fyrir sig með stórum, dökkum augum. Joffrey de Peyrac, sem var
löngu vanur að sjá með nokkurri vissu innri átök þessa kynþáttar,
sem var í senn hlédrægur og ástriðuheitur, sá að þrátt fyrir kæru-
leysislega stellinguna brutust nú ákafar kenndir í Abdullah. Hann var
eins og villidýr sem býr sig til stökks og þykkar, dökkrauðar varnirnar
skulfu I dimmu andlitinu.
Hann sá allt i einu að húsbóndi hans fylgdist með honum og leit
flóttalega undan. Svo var eins og hann róaðist og yrði næstum undir
eins hlédrægur og æðrulaus á ný, eins og honum hafði verið kennt i
assku, þegar hann hafði verið þjálfaður til að vernda soldáninn Mulai
Ismail. Hann hafði orðið einn af glæsilegustu mönnum og ein bezta
skyttan í varaliði soldánsins, og sá síðarnefndi hafði gefið hann Jafar
el Khaldun, til marks um vináttu þeirra. Siðan hafði hann fylgt hús-
bónda sinum yfir heimshöfin. Hann hellti upp á kaffi fyrir hann
mörgum sinnu á. dag. Þegar maður hefur siglt um austurslóðir og
vanizt kaffi i langan tima getur hann illa verið án þess. Þrællinn
svaf endilangur fyrir framan dyrnar hans eða við fótagaflinn hans.
Hann fylgdi honum alltaf þétt eftir með hlaðna múskettu og Abdullah
hafði mörgum sinnum í orrustum í skærum eða samsærum bjargað
lifi hins mikla, hvita manns.
— Ég fylgi þér, husbóndi minn, sagði hann.
En honum leið illa, því hann vissi af reynslu að Jafar el Khaldun
(þýðir nánast djöfullinn, þýð.) hafði augu sem gátu lesið hugsanir
mannanna.
Já, eins og hann hafði óskað dvöldu nú augu húsbónda hans, þar
sem hann hafði sjálfur starað rétt í þessu. Myndi Rescator sjá það
sem hann hafði séð og sem hafði kveikt eld i lendum hans, þrátt
íyrir beiskan kuldann.
— Liggur þér svo mjög á að ná í áfangastað, Abdullah? spurði
Rescator. •
—Það skiptir ekki máli fyrir mig hvar við erum, muldraði Arabinn
tjáningarlausri röddu. — Laillaha ilallah Muhammadu, rasul ullah....
Hann dró pung undan klæðum sínum. 1 honum var hvitt duft, sem
hann tók á visifingurgóminn og gerði mark á enni sitt og kinnar.
Rescator virti hann fyrir sér.
— Af hverju ertu svo dapur, gamli vinur og af hverju skartar þú svo?
Það glampaði á tennur Márans í brosi.
— Ö, herra minn hve góður þér eruð að meðhöndla mig sem jafn-
ingja. Megi Allah koma í veg fyrir að ég valdi þér nokkurntímann
óánægju, og ef ég á að deyja, bið ég að það verði fyrir yðar hendi,
því í Kóranlnum stendur: Þegar húsbóndinn heggur höfuðið af þræli
sínum, skal hann fara til Paradísar hinnar tryggu....
Abdullah hafði nú náð sér og tók sér stöðu fyrir aftan húsbónda
sinn, en i stað þess að ganga upp á aíturþiljurnar, gekk Rescatór.
fáein skref niður og lagði af stað eftir göngubrúnni, sem lá fram'á
framþiljur.
Það fór hrollur um Abdullah, þvi einu sinni enn hafðl húsbóndi
hans iesið hugsanir hans, og hann fylgdi honum með sámblöndu af
óþolinmæði og skelfingu forlagatrúarmannsins, þvi hann vissi að end-
irinn var í nánd.
17. KAFLI.
Á framþiljunum voru konur mótmælendanna að þvo. Þessar hvítu
skuplur minntu helzt á veiðibjöllur á lítilli strönd. Þegar Rescator
kom til þeirra hneigði hann sig djúpt fyrir Madame Manigault, Madame
Mercelot, önnu frænku, gömlu piparjómfrúnni, sem hann virti vegna
menntunar hennar, fyrir Abigail sem roðnaði og fyrir ungu stúlkunúrii,
sem þorðu ekki að líta upp og flissuðu eins og ;skólastúlkur.
Svo tók hann sér stöðu gegnt aðalsiglunni, og tók að stilla sex-
kantinn.
En áður en varði fann hann að hún var fyrir aftan -hann og sneri
sér við.
Áreynslan gerði Angelique föla:
— Ég lét hræðilega hluti út úr mér í gær, súgði hún. — Telpán
mín hafði gert mig svo hrædda að ég var ekki með sjálfri mér og
mig langar að segja yður hvað mér þykir þetta- léitt.
Hann hneigði sig og svaraði: — Þakka yður fyrir kurteisina, hún
er algjör óþarfi. Skyldurækni yðar kom ýður til að þiðjast afsökunar,
þótt þessi afsökunarbeiðni sé ekki nægileg til að þurrka út það sem
þér sögðuð, en það bjó að minnsta kosti ýfir dyggð 'sanqleikans. Verið
þess fullviss að ég misskildi yður ekki.
Hún leit á hann með óræðu augnaráði og í svip hennar blandaðist
saman þjáning og reiði.
— Þér hafið misskilið mig svo gersamlega,; sagði hún svo lágt að
það var nánast hvískur.
Svo leit hún undan, óumræðilega þreytulega.
— Hún hörfaði aldrei þannig undan í gariila daga, hugsaði hann.
— Jafnvel þegar hún var hrædd var upplitið djarft. Það væri gaman
að vita hvort hún væri farin að drépa tittlinga svóná' af' hraésni eða
af Húgenottahógværð. Hvort sem er verð ég að viðurkenna að það
er afar áhrifaríkt.... Að minnsta kosti er eitt sem ekki hefur breytzt
við hana: þessi hugmynd um þrótt og góða heilsu, sem geislar af henni
eins og sumarsólinni. Og það veit guð að handleggir hennar eru sannar-
lega fallegir.
Angelique fannst hún deyja þúsund sinum undir nístandi augna-
ráði hans.
Hana langaði að mótmæla, en tíminn og staðurinn leyfðu það
ekki, því konurnar sem stóðu við þvottinn gátu séð til þeirra og sömu-
leiðis áhöfnin sem hafði ekki augun af húsbónda sínum, hvenær
sem hann sást á þiljum.
Ilana hafði dauðlangað til þess siðan um morguninn, að tala við
hann, en hafði haldið aftur af sér með samblandi af stolti og ótta. Nú
var hún einu sinni enn eins og lömuð af ótta, stóð þarna fyrir framan
hann og néri handleggina vandræðalega.
— Líður stúlkunni betur? spurði hann.
Hún sagði að svo væri og sneri svo aftur að þvottabalanum.
Svona var lífið! Það þurfti að þvo þvott. og það var afar slæmt ef
Monsieur de Peyrac mislíkaði það, sagði Angelique við sjálfa sig. Ef
til vill myndi hann gera sér það ljóst núna, þar sem hann stóð og
glápti á hana að hún hafði eytt meiri tíma í það að vinna hörðum
höndum, en að dansa við hirð konungsins. Og ef að karlmaðurinn vill
að konan haldi allri sinni fegqrð og geymi þokka sinn handa honum
einum, verður hann að leggja eitthvað á sig til að vernda hana.
Hann hafði gert henni fullljóst að þau voru orðin ókunnug, dag
nokkurn gætu þau vel orðið óvinir. Hún var farin að hata þessa
kuldalegu, spunastuttu framkomu og þörf hans til að auðmýkja hana.
Hefðu þau hitzt á landi hefði hún vafalitið reynt að komast eins
langt frá honum og mögulegt væri, aðeins til að sýna honum að hún
væri ekki af þeirri gerðinni að hún væri að hengja sig á hann, sem
væri búinn að vísa henni frá sér.
Sem betur fer, hélt hún þankaganginum áfram og þjösnaðist á þvott-
inum, voru þau á sama skipi og sluppu ekki hvort undan öðru.
Að þessu sinni fann hún bæði til hamingju og kvalar, þvi þrátt
fyrir allt var hann þarna, maður af holdi og blóði. Það var kraftaverk
í sjálfu sér að hún skyldi geta séð hann og talað við hann; úr því
þetta kraftaverk hafði gerzt gátu fleiri allt eins bætzt við.
Hún leit upp og sá aftan á hann. Breiðar herðarnar undir flauels-
kápunni, mit.tið grannt, en þó kraftalegt, undir breiðu leðurbeltinu og
hulstrið með silfursleginni pistólunni á mjöðminni.
— Þetta var sannarlega hann. Hve hræðilegt það var að vera í senn
svo nærri honum og fjarri. — Og þó hef ég sofið við þetta hjarta og
það var í örmum hans sem ég varð kona. Og í Candia, þar sem hann
vissi hver ég var, tók hann um axlir mér og talaði til mín með ósegjan-
legri blíðu. En í Candia var ég önnur en ég er nú. Hvað get ég gert að
hvernig lífið hefur farið með mig eða hvernig kóngurinn lét? Hann
sakar mig um að hafa orðið hjákona konungsins og notar það sem
ástæðu til að fyrirlíta mig og vísa mér frá sér. Og þó, meðan ég var að
berjast við konunginn vafði hann aðrar konur örmum. Ég veit hvaða
orð fór af honum á Miðjarðarhafinu. Hann lá ekki andvaka út af mér
og nú er ég honum ekki annað en fjötur um fót. Hann óskar þess að
ég hefði dáið í eyðimörkinni, þegar snákurinn beit mig. En ég hafði
sízt í hyggju að deyja ekki fremur en hann. Okkur svipar saman í því
tilliti. Er það hugsanlegt að allt geti verið horfið og ást okkar geti
ekki kviknað á ný, úr þvi við erum bæði lifandi?
Hana sveið í augun af því að horfa alltaf á það sama.
Hver hreyfing hans verkaði svo djúpt á hana að hún hríðskalf öjl.
— Þér verður ekkl hálft gagn af löðrinu ef þú hamast svona, sagði
Marcelle Carrére. — Það er ekki eins og við eigum sápu aflögu....
Angelique heyrði ekki einu sinni til hennar.
Hún horfði á hann lyfta sexkantinum, snúa grímuklæddu andliti
Framhald á bls. 50.
s. tbi. viKAN 15