Vikan - 22.02.1968, Page 26
„ViS slculum byrja á skrifborðinu hans,"
sagSi Jasmin.
„Ég óska ekki eftir að gera athugasemd við neitt af því, sem þú hefur
sagt."
„Mundir þú segja að skipulagskort þetta af SDECE væri hárnókvæmt?"
„Ef til vill."
„Eða saknarðu einhvers?"
André grandskoðaði uppdráttinn smástund, en svaraði ekki spurning-
unni.
„Dálítið vantar enn," hélt Kúsnetof áfram. „Það er hluti af leyniað-
gerðadeild Roberts Prousts, sem verður sett undir stjórn Ferdinands Fau-
chets. Hún verður látin heita Deild P og samanstanda að miklu leyti af
frönskum vfsindamönnum, sem nú er verið að þjálfa og munu fá stöður
við rannsóknastarfsemi og iðnað í Bandaríkjunum."
„Bandaríkjamenn eru samherjar okkar. Við höfum stöðugt skipti á vís-
indamönnum."
„En Deild P hefur allt annan tilgang."
„Hvaða?"
„Ekki aðeins eftirlit, eins og hvert land hefur jafnvel með vinum sfn-
um, heldur beinlfnis njósnir. Deild P á að sjá um njósnir f Bandarfkjunum
á sviði iðnaðar og vísinda."
André fann að aðrir nærstaddir hvesstu á hann augun. „Þetta er lýgi,"
sagði hann hóglátlega.
„Deild P mun njósna um Bandaríkin eins og þau væru óvinur Frakk-
lands," staðhæfði Kúsnetof.
„Þú segir mér að atriði f pólitfskri stefnu frönsku stjórnarinnar 1962 sé
að skipuleggja vísvitandi flokk manna til að njósna um Bandaríkin?"
„Já."
„Þetta er lýgi," endurtók André. „Þetta er óhugsandi."
„Góður njósnari hefur einnig hið óhugsandi f huga."
Auðmýking Andrés frammi fyrir vinum hans og starfsbræðrum gat nú
varla meiri orðið. Sú þjakandi hugsun leitaði á hann að upplýsingar Bór-
isar Kúsnetofs hefðu fram að þessu reynzt pottþéttar.
„Má ég halda áfram," spurði Kúsnetof.
„Auðvitað."
„Þegar þú skreppur næst til Parísar, mun annað hvort Robert Proust
eða einhver af æðstu mönnum SDECE segja þér frá Deild P og skipa þér
að virkja hana gegnum embætti þitt í Washington."
„Ef þú ferð með rétt mál, þá vita allir félagar mínir f París hver við-
horf mfn eru."
„Einmitt. Þér er fullkomlega treyst. Það er þess vegna að Deild P
getur orðið óvenju hugvitsamlega gerð svikamylla. Og þeir f KGB í
Moskvu eru svo hrifnir af þessum aðgerðum að þeir hafa f hyggju að
26 VIKAN 8 *>•
nota þær sem lykil að eigin iðnaðarnjósnum í Bandaríkjunum."
[ fyrsta sinn f tvo áratugi missti André Devereaux nú stjórn á sér
frammi fyrir andstæðingi. Hann blánaði í framan og lamdi krepptum
hnefa í borðið. „Þú reynir að niðurlægja Frakkland! Þú dirfist að ákæra
föðurland mitt fyrir samkrull við Sovétríkin! Þú lýgur!" André þagnaði
skyndilega, hræddur við hljóm eigin raddar. Hann hafði hlaupið hörmu-
lega á sig í viðurvist manna af sinu sauðahúsi. „Þetta er ímyndun," sagði
hann hranalega.
„ímyndanir tilheyra starfi okkar, eða hvað?" sagði Kúsnetof, tók af
sér gleraugun, setti þau á borðið og nuddaði sér um augun. Hreyfingar
hans voru þreytulegar. Hann tók sér nærri að gera André Devereaux
þetta. Hann setti aftur á sig gleraugun og horfði rannsakandi f andlit
Bandaríkjamannanna. Þeir sátu klumsa,- trúðu naumast eigin eyrum.
„Ég er Bóris Kúsnetof," sagði hann og rödd hans var nánast hvískur.
„Þegar ég strauk, var ég yfirmaður deildar einnar í KGB, sem ýtrasta
leynd hvíldi yfir, Gagn-Nató-deildinni. Upplýsingarnar sem Deild P safn-
ar, munu skila sér til Moskvu sömu leið og skjölin frá Nató. Topaz er
dulnefni Frakka þeirra í innsta hring stjórnarvaldanna, sem eru erind-
rekar Sovétríkjanna. Þeir eru alls staðar, í hverri grein hersins, í hverju
ráðuneyti. Þeir tröllríða SDECE. Félagar í Topazi eru f stjórninni sjálfri.
Topaz númer eitt ber leyninafnið Columbine. Ef þið komizt að því hver
Columbine er, hafið þið afhjúpað mann, sem er meðal hinna áhrifamestu
í persónulegu aðstoðarliði Pierre La Croix forseta og nýtur áheyrnar hans."
„Ertu að halda því fram að forseti Frakklands hafi sovézkan njósnara
fyrir fulltrúa og ráðunaut?"
„Einmitt," sagði Bóris Kúsnetof, „einmitt."
SJÖTTI KAFLI
Marcel Steinberger, rannsóknarfulltrúi hjá Sureté, lét bíða að hefjast
handa þangað til helgi eina, er Henri Jarré, hagfræðingur hjá Nató, og
kona hans brugðu sér út úr París. Þá réðist Steinberger f eigin persónu
til inngöngu f íbúð hjónanna og kíkti þar í hverja smugu.
Ekkert var skilið eftir órannsakað, ekki bók, pípuhreinsari, skápur, flík,
Ijósaútbúnaður, rúm, borð eða miðstöðvarofn. Steinberger kom haglega
gerðum leynihljóðnemum fyrir í hverju herbergi og tengdi hlerunartæki
við símann. En ekkert kom í Ijós. Jarré var eltur dag og nótt, en ekki
stoðaði það heldur.
Kvöld eitt er Marcel var að dýfa brauði í súpuna sína, hætti hann snæð-
ingnum skyndilega. „Auðvitað," hvíslaði hann að sjálfum sér. „Fífl get
ég verið!" Hann hringdi í skyndi til Jasmins kólónela, yfirmanns öryggis-