Vikan


Vikan - 22.02.1968, Page 27

Vikan - 22.02.1968, Page 27
lögreglunnar í aðalstöðvum Nató, og innan fárra mínútna var hann á hraðri ferð út úr París í áttina til Rambouillet, sem er þrjátíu og þrjár mílur suður af höfuðborginni. Jasmin var í húsi sínu [ jaðri Nató-svæðis- ins og heilsaði Steinberger óþýðlega. ,,Jæja, hvern eltir Sureté í dag?" „Jarré," svaraði Steinberger stuttur í spuna. „Og hversvegna? Hefur hann reynzt lélegur ráðunautur?" „Rússneskur strokumaður hefur sagt Bandaríkjamönnum að einhver sjái Sovétmönnum fyrir Nató-skjölum. Þrír eru grunaðir og Jarré er einn þeirra." „Það er ekki nema eðlilegt að Jarré sé grunaður. Eg hef aldrei skilið hvernig jafn ofsafenginn andstæðingur Bandaríkjanna og hann er, getur staðið í stykkinu sem fremsti hagfræðingur Nató." „Jarré fær að sjálfsögðu að sjá ótal skjöl, sem misjafnlega mikil leynd hvílir yfir?" „Já." „Og hann er svo háttsettur embættismaður að engum dettur í hug að fetta fingur út í ferðir hans frá bækistöðvunum eða til þeirra. Formlega séð gæti hann ekið bíl sínum og skjalatösku fullri af leyniskjölum gegn- um hliðin án þess að nokkur skipti sér af." „Aðeins samkvæmt forminu," árétfi Jasmin. „Hann verður að kvitta fyrir móttöku hvers flokkaðs skjals og skila því í öryggisgeymslurnar áð- ur en deginum lýkur. Og fari hann frá áður en vinnutími er á enda ein- hvern daginn, verður hann einnig að skila skjölunum á meðan." „En kólóneli minn góður, setjum nú svo að Henri' Jarré taki afrit af þessum skjölum í eigin skrifstofu, skili frumritunum í öryggisgeymslurnar og beri afritin með sér út?" Jasmin lyfti símtólinu og skipaði svo fyrir að lyklarnir að byggingu fjármáladeildarinnar yrðu sendir til hans án tafar. Orskammri stund síðar voru mennirnir tveir komnir inn í skrifstofu Jarrés. A borðinu voru hrúgur af ýmiss konar dóti og herbergið fullt af bókum og húsgögnum úr elli- legu leðri. Þjálfuð augu Steinbergers hvörfluðu frá gólfi til lofts, svo sem þau væru að svipast um eftir einhverju sérstöku. „Við skulum byrja á skrifborðinu hans," sagði Jasmin. „Nei. Hann er áreiðanlega ekki svo greiðugur að hafa skilið myndavél hérna eftir handa okkur." Steinberger tók í snerilinn á hurðinni að skrifstofu einkaritara Jarrés. Dyrnar voru ólæstar. Skrifstofan var lítil, en smekklega búin og að því leyti gerólík vinnuherbergi Jarrés. Aftur benti Steinberger og ( þetta sinn á afkima sem tjald var dregið fyrir. „Þarna er það," sagði hann og brosti. Rannsóknarfulltrúinn dró tjaldið til hliðar og benti á fjölritunarvélina, sem þá blasti við. Þetta var ein af þessum einföldu vélum sem milljónir af skrifstofum hvarvetna í heiminum nota til að afrita frumrit. „Hugvitsamlegt," tautaði Jasmin. „Við hljótum að hafa hundruð sllkra véla í þessari sambyggingu." „Jæja, en nú verðum við að uppgötva hvort ritarinn hans er í vitorði með honum. Hafi hún hreinan skjöld, þá hjálpar hún. Hafi hún ekki hreinan skjöld, þá verður hún okkur hjálpleg til að bjarga eigin skinni." Þennan dag í október hafði forsetinn flutt ræður í þremur ríkja höfuð- borgum til styrktar frambjóðendum flokks sins, og síðan snúið til Hvita hússins með þyrilvængju. En á meðal fagnaðarlátanna varð hann var við aukinn þunga í kröfunum um aðgerðir vegna hervæðingarinnar á Kúbu. Á einu spjaldinu stóð: MORE COURAGE — LESS PROFILE*; hann kom auga á það og varð hverft við. Nú var lcomið fram yfir miðnætti og hann sat f náttfötum og morgunsloppi á rúmstokknum heima hjá sér og leit gegnum kvöldblöðin, sem lágu eins og hráviði umhverfis hann. Tveir nánustu trúnaðarmenn hans, Lovenstein og McKittrick sátu framan við kaffiborðið með síðustu U-2-myndirnar, voteygðir af að rýna i þær. Skap forsetans fór versnandi. „Haldið þið að njósnaupplýsingarnar, sem við fengum frá André Devereaux, séu nógu pottþéttar til að við get- um sett hnefann í borðið hjá Krúséf?" * Hér er greinilega sneitt að bók Kennedys, Proliles of Courage, sem komið hefur út í íslenzkri þýðingu. Þýð. „Þú dirfist a3 ákæra föðuriand mitt fyrir samkrull vi8 Sovétríkin! Þú lýg- ur!" André þagnaði skyndiiega . . . „Það held ég nú," svaraði McKittrick. „Og myndirnar frá í dag sýna, að það er verið að reisa tjaldborg við Finca San José. Þessar rákir í jörð- ina sýna, að það er haldið áfram að rýma til. Hingað til hafa þær oft bent réttilega til þess, að verið væri að koma upp bækistöðvum fyrir sovézkar eldflaugar." Nú, þegar komið var að því að taka þyrfti ákvörðun, var forsetinn ungi rólegur og einbeittur. „Lovenstein," sagði hann, „þú afturkallar ekki eitt einasta af viðtölunum, sem ég er búinn að lofa. Ég vil að allt líti eins eðlilega út og mögulegt er. Mac. þú kemur til mín öllum nýjum njósnafréttum jafnharðan og þær berast. Ég er sammála þér. Skýrslan frá Devereaux gerir það pottþétt. Nú fáum við að sjá hve góður Krúséf er í póker." Andlit Marshalls McKittricks breikkaði í brosi. „Þessa vikuna," sagði forsetinn, „ætla ég að vinna fyrir kaupinu minu." Þeir Michael Nordstrom og André Devereaux voru á hægum akstri frá heimili hins síðarnefnda í Georgetown. Báðir voru þeir að hugsa um sið- asta fundinn með Bórisi Kúsnetof, rússneska strokumanninum. Kúsnetof hafði afhjúpað þær merkilegu staðreyndir að rússneskur njósnahringur, sem dularfull persóna að nafni Columbine stjórnaði, starfaði í Frakklandi undir leyninafninu Topaz, og að franska leyniþjónustan hefði stofnsett nýja deild, auðkennda með bókstafnum P, til að njósna um Bandaríkin, svo sem væru þau óvinur Frakklands. Hún krosslagði fótleggina ginnandi til að sannprófa, hvort hún nyti fullkominnar athygli . . . „André," sagði Mike að lokum, „ég sat langan fund með mínu fólki i gær. Við trúum því allir að þú hafir ekki vitað um þessa deild P eða til- veru Topazar. Þetta á líka við um McKittrick." André rumdi eitthvað óheyranlegt i svars stað. „Það sem ég á við er, að þú eigir að sitja sem fastast i þínu embætti, hvað svo sem Kúsnetof kemur með upp á diskinn. Vertu kyrr, hvað sem í skerst." „Er þetta skipun?" spurði André fúll. „Ég var að segja að við treystum þér." „Ég er Frakki. Það er mín heilagasta skylda. Gleymdu því ekki, Mike." Vingjarnleikinn, sem til þessa hafði einkennt fundina í yfirheyrsluher- berginu, var horfinn. Þess í stað var komið beint að efninu á formlegan hátt og kuldalegan. Þegar Bórisi var ekið inn, leit hann snögglega til Andrés og kinkaði kolli, gripinn sektartilfinningu þeirri er bardagamenn stundum finna til þegar þeir hafa lumbrað helzt til rækilega á andstæð- ingum sínum. Eftir að auðsýndur hafði verið þessi vottur um gagnkvæma vanlíðan, sneru menn sér að segulbandsskýrslunum. „Þegar ég var kallaður frá Berlín, þar sem ég hafði gengt stöðu sendi- fulltrúa," hóf Bóris máls, „og var falið að móta Gagn-Nató-deildina í KGB, varð mitt fyrsta verk að fyrirskipa nákvæma rannsókn allra aðstæðna í Nató-ríkjunum, á pólitískum háttum þeirra, leiðtogum, herjum, leyni- þjónustu. Deild mín er fáliðuð, en skipuð úrvalsmönnum." „Hve mörgum?" „I Moskvu eru þeir eitthvað á milli sjötíu og hundrað." „Og í Nató-ríkjunum?" „Þar beittum við einungis fyrir okkur sovézkum sendifulltrúum í höfuð- borgunum og njósnakerfum þeim, er þeir höfðu komið sér upp." s. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.