Vikan


Vikan - 22.02.1968, Side 28

Vikan - 22.02.1968, Side 28
„Topaz er sá níðhöggur er nagar undirstöður Frakklands. Það er barnaleikur fyrir sovézkan sendi- fulltrúa í París að afla sér upplýs- inga með njósnum . . ." „Þú veizt ekki hverjir neinir þeir voru, sem njósnuðu um Nató utan Moskvu?" „Nei." „Þú þekkir engan í Topaz-hringnum?" „Engan." ,,Þú hefur enga hugmynd um hver hann er, þessi aðalmaður þeirra, Columbine?" „Nei. Það er viðtekin venja að vfirmaður hverrar njósnadeildar þekki ekki undirmenn sína, eða hvað? I KGB gætum við þeirrar reglu jafnvel enn betur en þið hér vestra. Nató er trúlega öflugasta hernaðarbandalag, sem nokkurn tíma hefur verið myndað. Að kljúfa þann skjöld gengur fyrir öllu í hugsun góðra Sovétmanna, því svo lengi sem Nató stendur óhaggað, eiga Sovétríkin sér einskis frekari framgangs von í Vestur- Evrópu. Megintilgangur rannsóknastarfs míns var að finna veikan hlekk í Nató-keðjunni. Sá hlekkur er Frakkland." Bóris leit sem snöggvast f brennandi augu Devereaux. „Eg harma þetta þín vegna, Devereaux. En sannleikurinn er sá, að Frakkland mun valda niðurbroti Nató, enda höfum við greitt allar atlögur okkar að bandalag- inu gegnum það land með Topaz að vopni. Rannsóknir mínar færðu mér heim sanninn um, að pólitísk óreiða er erfðavenja í Frakklandi, og að Frakkar eru engum trúir nema sjálfum sér. Hroki þeirra á sér engin tak- mörk. Draumur Frakka um yfirburði og endurheimt stórdýrðar fyrri tíma verkar á þá líkt og eiturlyf þau er ofsjónum valda. Víkjum þá að forsetanum þeirra, Pierre La Croix. Til hinztu stundar verður hann þrunginn beiskju vegna auðmýktarinnar, sem fylgdi ósigri Frakka í stríðinu. Niðurlæging sú, sem Frakkland hefur orðið fyrir af hálfu Bandaríkjanna, hefur gert hann auðvelda bráð þeim, er hagnýta vilja beiskju hans. Veikleik La Croix er Rússum sérlega handhægt áhald. Auð- vitað er hann ekki kommúnisti, en hann vinnur verkin fyrir Moskvu." Auðmýking Frakklands var staðreynd, sem enginn þurfti að minna André Devereaux á, því að hann hafði verið í liði Frjálsra Frakka frá því að til þess var stofnað. „Frakkland beið ósigur í Víetnam, Marokkó, Túnis og að lokum í Alsír, þann skaðvænlegasta af þeim öllum. La Croix tók að erfðum pappírs- tígur, þjóð mædda af blóðrás og heillar aldar styrjaldarósigrum. En La Croix þekkir sitt fólk. Nefndu orðið „heiður" í viðræðu við Frakka, og þú hefur komið við hjartað í honum. Þvílíkt orð." Kúsnetof hóf sig upp úr hjólastólnum, rétti úr sér og stikaði hægt með- fram borðinu. „En um styrk La Croix má deiia. Billjónum er varið til að gera kjarn- orkuveldi úr Frakklandi. Eins og þið bezt megið vita, herrar mínir, þá tekur enginn force de frappe alvarlega. La Croix verður að fá sínu fram- gengt með pólitískum þvingunum. í þeim leik er enginn hans maki. Kjarni stefnunnar í utanríkispólitík Frakka er að verjast yfirgnæfandi áhrifum Bandaríkjamanna. Hvað gæti komið Moskvu betur?" Rússinn tók sér sæti á ný og tók bók upp af borðinu. A hliðarkápunni gat að lesa titilinn: Stríðsminningar Pierre La Croix. Hann fletti upp á fremstu málsgreininni, sem merkt hafði verið við. „Ég skal lesa ykkur hans eigin orð." Bóris hagræddi á sér gleraugun- um, leit hvatlega á kappana úr ININ og síðan aftur niður á bókina. „Bandaríkin héldu sig vera í aðstöðu til að ráða ferð frönsku þjóðarinnar þrátt fyrir þá reynslu, sem Frakkland hefur aflað sér um ótaldar aldir. Rússland skildi aðstöðu hins stríðandi Frakklands fullkomlega og heiðr- aði það með því að viðurkenna stjórnarnefnd Frjálsra Frakka." Kúsnetof lokaði bókinni. „Tengsli Pierre La Croix við Rússland eiga sér langa sögu, og að mörgu leyti þykir honum sem Frakkar, sem eins og Rússar búa á meginlandi Evrópu, séu nátengdari þeim en Englendingum og Ameríkönum." Bóris tók af sér gleraugun og lék við þau hnúskóttum fingrum. „Jafn- skjótt og þið hafið gert ykkur Ijósa þá staðreynd, að La Croix hefur Frakkland undir nöglinni, og jafnskjótt og þið hafið skilið hatrið á Bret- um og Bandaríkjamönnum, sem er aðall huga hans, þá er ekki erfitt að spá í það sem framundan er. Hann hefur þreifað fyrir sér varðandi þá reginvitleysu að koma á fót þriðja aflinu í heiminum, sem Frakkland ætlar að ríkja yfir. Hann hefur haft í hótunum við félaga sína í Markaðs- bandalaginu, sem Frakklandi hefur lánazt að gína yfir. Hann ætlar Frakk- landi brakúnshlutverk í þeirri viðleitni að koma á fót al-evrópsku banda- lagi, sem sameini núverandi vestur- og austur-blökk. En Sovétríkin eru ekki leikfang fyrir neinn. Við höfum hugsað okkur að nota þessa veik- leika okkur í hag. Eg spái því að innan fimm ára muni La Croix persónu- lega drífa Frakkland úr Nató, því eitrið í hans beinum er Bandaríkja- maðurinn, sem hann heldur að rænt hafi Frakkland þeirri dýrð, sem for- lögin hafi ætlað því. Topaz er sá níðhöggur er nagar undirstöður Frakklands. Það er barna- leikur fyrir hvern sovézkan sendifulltrúa, staðsettan í París, að afla sér upplýsinga með njósnum. La Croix hefur gert hrossakaup við franska kommúnista til að halda sér við völd, í þeirri fánýtu von að með því móti komist hann hjá úrslitahríðinni við þá. En stjórnleysi, og stórfenglegt stjórnleysi, það er draumur þeirra sem skipuleggja í Moskvu. Þegar La Croix deyr er gert ráð fyrir fyrir að Frakkland verði rokið úr Nató og franskir kommúnistar komnir í örugga höfn. Þess háttar ástand ætti að skapa algera ringulreið í landinu. Endalok þeirrar ringulreiðar verða þau, herrar mínir, að kommúnistar brjótast til valda í Frakklandi." Marcel Steinberger, rannsóknafulltrúi, lét fara vel um sig á gljúpum legubekk og horfði könnunaraugum á Justine de Vore, sem sat gengt honum í herberginu. Hún var öklagrönn og fótleggirnir lögulegir, annar þeirra skreyttri örmjórri gullkeðju. Hún krosslagði þá ginnandi til að sannprófa, hvort hún nyti fullkominnar athygli að hálfu þeirra Jasmins og Steinbergers. Hún naut hennar. „Okkur leikur hugur á nokkrum upplýsingum varðandi öryggismál og förum fram á, að þér verðið okkur hjálpleg við að afla þeirra," sagði Jasmin. „Svo fremi, auðvitað, að þér hafið ekkert á móti því að svara spurningum okkar . . ." „Vissulega hef ég það ekki," svaraði hún. Steinberger þeytti sér á fætur, klóraði sér um skallann og óð um. — „Mademoiselle de Vore," sagði hann, „hve lengi hafið þér verið einka- ritari Henris Jarrés?" „Yfir þrjú ár," svaraði hún. Hann tók möppuna með upplýsingunum um hana upp af borði Jasmins, las þær yfir og hóf síðan að yfirheyra hana á grundvelli þeirra. Hún var af ágætri fjölskyldu af efri millistétt; voru frændur hennar flestir opin- berir starfsmenn. Hún hafði verið í Svartaskóla. Hún var sjálfstæð, vel- launuð og skýrslan um hana leiddi ekkert óvenjulegt í Ijós. Steinberger nam skyndilega staðar á spani sínu um gólfið. „Fellur yður vel við Henri Jarré?" spurði hann hvatlega. Til þessa hafði hún svarað viðstöðulaust, en nú vafðist henni tunga um tönn. „Hvers konar spurning er þetta?" „Geðjast yður að honum sem persónu, sem manni, eða vinnuveitanda? Finnst yður hann viðkunnanlegur, vinsamlegur eða erfiður viðfangs? —■ Geðjast yður að persónulegu hátterni hans?" Hún dró sig í hlé á bakvið hlífðargerði atvinnulegrar hollustu. „Mon- sieur Jarré er yfirmaður minn. Aðstaða mín er slík að ég vildi fremur komast hjá að svara spurningum af þessu tagi." „Hmmmm," rumdi í Steinberger, „hmmm." Jasmin kólóneli var venju fremur lengi að kveikja í stórsígarnum, sem hann hafði fingrað upp. „Mademoiselle de Vore," sagði hann gætilega, „ég gerði Ijóst þegar í upphafi að æskilegast væri að þér gæfuð af frjáls- um vilja þær upplýsingar, sem við leitum eftir. Ef til þess skvldi koma einhvern tíma við þessa yfirheyrslu að þér telduð hyggilegast að svara ekki, eða af einhverjum ástæðum gæla við þá hugmynd að svara rangt, þá tel ég vissara að benda yður á þau réttindi, sem þér hafið lögum sam- kvæmt. Er þetta Ijóst.?" „Fullkomlega," hvíslaði hún. „Jæja, og hvað hafið þér þá hugsað yður að gera, Mademoiselle?" „Ég skal vera samvinnuþýð." „Geðjast yður að Henri Jarré?" endurtók Steinberger. „Ég fyrirlít hann," svaraði hún. „Vilduð þér útskýra það nánar?" „Hann er fullur haturs og beiskju." „Já?" Framhald í næsta blaði. 28 VIKAN R-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.