Vikan


Vikan - 22.02.1968, Qupperneq 31

Vikan - 22.02.1968, Qupperneq 31
BEZTIJ FiRnmoAR RJAFIRMR Hjálpið æskunni til þess að ferðast um land- ið. - Gefið fermingarbörnunum ferðaútbúnað frá Belgjagerðinni. Athugið að við veitum full- komna viðgerðaþjónustu á öllum okkar fram- leiðsluvörum. BELGJAGERÐIN, REYKJAVÍK að þetta hefði verið vinaleg aftur- ganga, eiginlega Ijómandi snotur. Honum var það Ijóst að ef hann sæi hana aftur, yrði hann örugg- lega ekki hræddur. Hann var ekk- ert syfjaður og sat hugsandi þang- að til fyrsta dagskfman lýsti inn um gluggana. Þó var það að Tim fékk alveg stórkostlega hugmynd, svo stórkost- lega að hann var hólflamaður þang- að til klukkan sló sjö, og það var komið mól að byrja nýjan dag . . . Tim kom út ó tröppurnar fyrir framan gamla Herragarðshótelið, sem nú hafði breytt um svip, 6 síðustu tveim órum. Nú bar allt þarna vott um velgengni, jafnvel hann sjálfur, sem var farinn að fitna svolítið og glaðlegt andlit hans bar vott um ánægju og glað- værð. Sex stórir, glæsilegir bílar stóðu við innganginn. Bréfið frá bróðurnum kom í huga hans, svarið við bréfinu sem hann hafði skrifað honum morguninn eftir vökunótt- ina. Hann brosti þegar hann hugs- aði um orð Jacks: — Að gera óþægindi ákjósanleg, — það getur verið sniðugt í við- skiptum. Láttu gamminn geysa, ég skal sjá um það sem hægt er að gera, hérna megin við hafið. Og það hafði hann gert, góði, gamli Jack ... Janet kom inn um hliðið með hóp af gestum. Augu hennar Ijóm- uðu og hún var Ijómandi lagleg og vel klædd. Karlmennirnir voru með Panamahatta og í skrautlegum skyrtum. Þeir reyktu stóra vindla. Konurnar voru glæsilega klæddar, á ameríska vfsu. Tim heyrði einn manninn segja við Janet: — Já, frú, ég sá auglýsinguna frá ykkur í blaði heima, svo ég sagði við sjálfan mig: — Silas, þú verður að komast á þetta litla enska hótel, þótt það verði þín síðasta ferð. Já, ég man greinilega hvernig auglýsingin var: — Enskt herragarðs- hótel, gamaldags þægindi, tákn- rænt brezkt sveitasetur, með þrjár afturgöngur sem fastagesti. Já, frú, ég ætla að sjá þessar afturgöng- ur, áður en ég fer aftur til Ame- rfku .... ☆ /------------------------------------------------>> Gott . . . já, en ekki eins bragðgott og hjá mömmu! V______________________j Hin UOTH GRÖF Framhald af bls. 19 holdugra lagi, en holdin voru eins og hraustleikamerki á henni. Þau töluðu um eitt og annað og hann kom henni til að brosa oft, og gazt vel að brosinu. Þeg- ar þau höfðu snætt, og settust út á barinn til að fá sér kaffi, var hann tekinn að finna fyrir áhrifum frá henni, að sjá í ýms- um smáatriðum eins og staðsetn- ingu eyrans, lögun úlnliðsins, ávala hnés, hörundsins á hálsin- um, óumdeilanlega fegurð, sem ekki verður uppskátt um í fljótu bragði. Hann sagði henni frá tilgát- um Nile læknis um það hvers- vegna Lucille hefði verið í upp- námi. — Það kemur að nokkru leyti heim við bréfið. Herra Kimber- ton myndi vera A og hann trúði henni fyrir leyndarmáli ........ svo komst hún að því hjá B eða C að það var öðruvísi en Kim- berton hafði útskýrt fyrir henni. — Ég á eftir að tala við fleira fólk. — Og við eigum eftir að kom- ast að því að hún var .......... Hann sá sorgina grípa hana aftur, sá undrunarsvipinn á andliti hennar. Hún reis snöggt á fæt- ur og fór inn í snyrtiherbergið og var þar í tíu mínútur. Hún var föl og tvíátta, þegar hún kom aftur. — Fyrirgefðu, sagði hún. — Það er orðið framorðið. Við ættum líklega að koma okkur til baka. Á leiðinni til baka sat hún hljóð við hlið hans. Hann nam staðar fyrir framan móteldyrn- ar hennar og gekk umhverfis bílinn, til að hleypa henni út. — Bart, sagði hún. — Ég veit hvað þú ert að reyna að gera og ég er þér þakklát. Þú gerir allt miklu auðveldara. — Geturðu útvegað mér eitt- hvað að gera, til að hjálpa þér? —- Ekki núna. Kannski seinna. Hún snéri sér við og leit upp í næturhimininn. Hún var eins og skuggamynd móti bílljósun- um, vangasvipurinn skýr og dapurlegur og afar ungur. Húr. andvarpaði og rétti honum hönd- ina. — Og þakka þér fyrir að bjóða mér út Eftir að liún hafði læst dyrun- um og kveikt ljósið inni, ók hann yfir að hinni álmu mótelsins. Þegar hann var kominn upp í 8. tbi. VIICAN 31

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.