Vikan


Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 34

Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 34
kortér yfir tíu. Það voru óform- leg boð um upphæðina, sem skattstofumennirnir ætluðu að samþykkja. Hann þakkaði vini sínum og lagði á. Bak við lokaðar skrif- stofudyr hans, fram í skrifstof- una, suðaði og small í bókhalds- vélunum. Gus Hernandez þurrk- aði sér um lófana á vasaklútnum. Nú var ekki annað eftir en að sannfæra Skip um að eina leið- in til að fá þá peninga sem með þyrfti væri að selja Weston- ströndina, sem hann hafði hald- ið í, í svo mörg ár. Hrein við- skipti. Ekkert fáránlegt eða við- sjárvert eins og reyna að láta eitt fyrirtæki sitt selja það öðru fyrirtæki sínu. Gus dró andann djúpt, svo djúpt að honum sortnaði fyrir augum. Draumadísin beið í skýj- unum. Hann hringdi í Skip Kimberton. Jezzie Jackman svaraði og sagði: — Ég veit ekki hvar hann er, Gus. Hann var hérna á skrif- stofunni, áður en ég kom í morg- un. Ég sé það á því að hann hef- ur undirritað nokkur bréf sem ég skildi eftir handa honum, en hann hlýtur að hafa farið út. Nokkra síðustu dagana hefur hann verið skæður með að láta skrifstofuna ekki vita hvar hann er. — Jezzie. Um leið og þú nærð sambandi við hann skaltu færa honum þessi skilaboð. Þau eru trúnaðarmál! Segðu honum að lokaupphæðin sé 6.300 dollarar yfir því sem ég gat mér síðast til. — Það er gott er það ekki? — Jezzie, samanborið við það sem hefði getað gerzt er það stórkostlegt. Ég verð hér í all- an dag við að hafa annan hluta tilbúinn til yfirlits, svo þú getur sagt honum að hafa samband við mig. Ef það hentar honum, væri heppilegt fyrir mig að við færum saman yfir framtíðarskipulagið, klukkan fimm í dag. — Ég veit ekki hvort ég næ tali af honum fyrir þann tíma. Bart Breckenridge sat í stóru skrifstofunni í einum af hæg- indastólunum upp við vegginn. Meðan stóra stúlkan talaði í sím- ann, fór eldri konan frá með fangið fullt af möppum. Þessi stóra stúlka vakti at- hygli hans. Þegar hann kom inn í skrifstofuna hélt hann að hún væri einhverskonar skreyting, skrifstofuleikfélagi, sem valin hefði verið í réttu hlutfalli við hina frægu 196 sentimetra Skip Kimbertons. Jafnvel á lágum hælum var hún að minnsta kosti fimm sentimetrum hærri en Breckenridge, sem var 179. Og allt hennar vaxtarlag var í full- komun jafnvægi. Hún var eins og sæt, lítil stúlka sem hefði ver- ið færð upp í eina og hálfa eðli- lega stærð. Og þá var orðið sæt ekki lengur viðeigandi. Hún var til þess að bera lotn- ingu fyrir. Hún var rúmlega tví- tug gat hann sér til. Dökkgullið hár, greitt í liðlega lokka sem fjöðruðu, þegar hún gekk. Grátt ullarpils, ermalöng, hvít, plísser- uð blússa. Hún var að minnsta kosti sextíu kíló, en hreyfingam- ar ótrúlega snöggar og hraðar. Engir hringir, engir skartgripir, ofurlítill varalitur og ferskur ilm- ur af sápu og blómum, þegar hún var nálægt. Þrátt fyrir kraftinn og þroskann í líkama hennar var samt eitthvað barnalegt við hana. Hann áleit að það væri vegna þess hve röddin var skær og vegna þess hve hún var hátíðleg og niðursokkin, þegar hún var að gera eitthvað sérstakt. Þegar hann horfði á hana vinna gerði hann sér ljóst að hún var miklu meira en bara skreyting. Hún tók á móti símtölunum, hratt og örugglega og var fljót að taka ákvarðanir. Hún vélritaði af ó- trúlegum hraða. Við öll sín störf eyddi hún ekki einni einustu hreyfingu til ónýtis. Þegar stúlkan iagði á sagði hann: — Kimberton hlýtur að hafa í mörgu að snúast. Hann ræður yfir mörgum fyrirtækjum. Hún leit á hann: — Við notum mismunandi bréfhausa. Það eru ýmis undirfyrirtæki sem sjá um mismunandi hluti, en það er ekki mikið að gera núna. — Er Kimberton að draga úr framkvæmdum? Hann sá á andliti hennar að hann hefði gengið of langt. — Ég gæti ef til vill forðað yður frá langri bið, herra Breck- enridge. Ég fór í gegnum spjald- skrá húsbónda míns. Við höfum aldrei átt nein viðskipti við Tryggingasambönd Norðurríkj- anna. Og ef þér hafið hugsað yð- ur að selja honum eitthvað er það algjörlega til ónýtis. — Ég hefði sjálfsagt átt að segja yður það, ungfrú Jackman. Þetta er aðeins venjuleg trygg- ingaeftirgrennslan. Hún starði á hann með ró í svipnum. — Ef það er eitthvað venjulegt gæti einhver annar sjálfsagt hjálpað yður... — Nei. . . Þetta er persónulegt. Hún reis á fætur, gekk yfir til hans, stóð og horfði niður á hann með aðra höndina á þessari stóru, sterku mjöðm. Um þessa Phelps? -—• Ég verð að tala við Kimber- ton. — Ég býst varla við að hann vilji tala. — Þá verður skýrsla mín varð- andi hann neikvæð. Hún var hugsi á svipinn og ofurlítið fýluleg. — Já, hún verð- ur áreiðanlega neikvæð. Hún hafði enga þýðingu fyrir hann. — Það er annað en ég hef heyrt. — Það er hægt að heyra eitt og annað barnalegt í borginni, herra Breckenridge. Kannski hef- ur hún haldið að hún hefði ein- hverja þýðingu fyrir hann. En hún var ekki annað en leikfang. — Það er að heyra að þér haf- ið haft andstyggð á henni. — Ég greini rétt frá röngu. En þetta hafði enga þýðingu fyrir mig og nú er því lokið. Hann syrgir hana um hríð, en það end- ist ekki lengi. Hann vill áreiðan- Framhald á bls. 39. lega ekki tala um hana við ó- kunnuga. Bart stóð upp: — Ég hringi þá seinna. Ég verð að hitta fleiri að máli. — Eins og eiginmann hennar? Kannski þurfið þér þá ekki að hitta Kimberton. 34 VfKAN 8- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.