Vikan


Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 36

Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 36
Þannig mun Kennedy-minnismerkið líta út, svo fremi það verði einhvern tíma reist. Dallas - íiópum árum eílir Þegar eftir morðið á John F. Kennedy ákvað tuttugu og fimm manna nefnd í Dallas að heiðra minningu hans með því að reisa honum minnismerki. Var verk- efnið fengið arkítekt einum í New York í hendur. En ennþá er minnismerkið órisið, þótt svo að rúmlega fjög- ur ár séu síðan morðið var fram- ið. Það eina, sem frá opinberri hálfu minnir á að forsetinn hafi mætt dauða sínum í Dallas er marmarahella við Dealey Plaza, nálægt staðnum þar sem forset- inn var skotinn. Engu að síður hefur morðið orðið borginni talsverð túrista- beita. Leigubílstjórar aka ferða- mönnum dag hvern til skóla- vörugeymslunnar, sem Lee Harvey Oswald á að hafa skot- ið frá, á staðinn þar sem J. D. Tippit lögreglumaður var skot- inn og í bíóið þar sem Oswald var handtekinn. Mrs. A. C. John- son í Beckley Street 1026 tekur ennþá dollara í greiðslu af hverj- um gesti, sem hún sýnir herberg- ið, sem Oswald leigði hjá henni vikurnar fyrir forsetamorðið. Einnig sækja ferðamenn all- mjög fatafelluklúbbinn Carousel Club, sem Jack heitinn Ruby rak á sínum tíma. Þar hefur Dallas- lögreglan nú komið upp æfinga- stöð til að þjálfa unglinga í hnefaleikum. Vaxmyndasafnið í Fair Park dregur þó enn fleiri að. Þar eru myndir af öllum helstu persónum þessa sannsögu- lega sorgarleiks. Marina, ekkja Oswalds, heitir nú Mrs. Kenneth Porter og reka þau hjónin bar í útjaðri borgar- innar. Hann er einnig fjölsóttur af ferðamönnum. Móðir Oswalds, Marguerite, býr í Fort Worth þar skammt frá og selur „söfn- urum“ bréfapressur á hvorki meira né minna en tólf þúsund krónur stykkið. Bróðir Oswalds, Robert, sem býr í Wichita Falls, líka í Texas, hefur nýlega skrif- að bók um litla bróður sinn, hann Lee Harvey. LokiO ðdýrum fóstyreyðinoum Átrúnaðargoð sumra Austur- Evrópuríkja, einkum Rúmeníu, er nú orðin ímynd bossamikillar móður með sæg af börnum í kringum sig. Því fleiri börn, því betra, þetta er slagorð dagsins í þessum ríkjum. Áður voru Rúmenar manna frjálslyndastir er um hömlur á fóstureyðingar, hjónaskilnaði og getnaðarverjur var að ræða. Óléttar konur voru hvattar til að láta eyða fóstrinu svo að þær þyrftu ekki að hætta þátttöku í framleiðslunni. Þegar hömlur á fóstureyðingum voru afnumdar í landinu um miðjan síðasta ára- tug, hrökk fæðingartalan úr 25,6 á þúsund niður í 14,5. Nú hefur stjórnin í • Búkarest gerbreytt um stefnu í þessu máli. Innflutningur á pilium til getn- aðarvarna hefur verið bannaður, og aðrar venjulegar verjur fást aðeins út á lyfseðla. Fóstureyð- ingar hafa verið bannaðar nema fyrir konur, sem þegar hafa eign- azt fjögur börn, eru yfir fjörutíu og fimm ára eða hafa orðið fyr- ir nauðgun. Hjónaskilnaðir eru ekki leyfðir nema sérstaklega gildar ástæður liggi fyrir. Dóm- urum, sem um skilnaði fjalla, er heimilt að neyðn hjón, sem vilja skilja, að búa saman í átján mán- uði til viðbótar. Þessi róttæka breyting stafar einfaldlega af því, að ríkið þarfn- ast fleiri bama til að gera úr þeim góða verkamenn. Menn hafa uppgötvað að iðnaðarþróunin og bætt lífskjör eru í nánu sambandi við háa fæðingartölu. Rúmensk- ar konur, sem vilja láta eyða fóstri, læðast nú yfir til Júgó- slavíu — en þar í landi kvað nú auðveldara að fá fóstureyðingu framkvæmda en nokkursstaðar annars staðar, meira að segja í Póllandi. Einn mesti þjóðarleyndardómur Skota hefur löngum verið sá, hvort þeir gangi í buxum undir kiltunum eða ei. Jafnvel Viktoría drottning kvað hafa ígrundað þetta mikið meðan hún var og hét, en engar sögur fara af því hvort hún kannaði betta sjálf. En það gerði aftur á móti drengurinn hérna á myndinni. Hann gekk rakleið- is að skota, sem lék á sekkjarpípu úti í garði, og kíkti uppundir hann. Frá fornu fari mun það hafa verið siður að engar buxur væru hafðar undir Skotapilsunum, enda hafa nærbrækur ekki þótt svo sjálfsagður fatnaður á öllum öldum eins og sumir halda. Rómverjar töldu til dæmis heyra undir meiriháttar dónaskap og villimennsku að klæðast þessháttar fatnaði, og sumir segja að kiltin hafi uppruna- lega verið stæld eftir hermannabúningi þeirra. En nú þykir engin skömm að buxum, svo að kannski halda ekki allir Skotar jafn fast við fornar venjur og þessi hér á myndinni. 36 VIKAN 8 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.