Vikan


Vikan - 22.02.1968, Side 43

Vikan - 22.02.1968, Side 43
er ekkert, sem það kostar efnið í þetta. — Hvað notaðirðu? — Bara ger og sykur og vatn. En það er suðan, sem gildir. Og hvað snertir þessa óveru, sem ég bruggaði, var ég allra manna lengst að sjóða það. Því ég er alveg viss um það, að eftir því sem maður sýður þetta hægar, þeim mun betra verður það. Það er enginn efi. Nú varð þögn. Konráð fékk sér í nefið, og þá mundi ég hvað það var, sem rak mig fyrst á hans fund: — Ég sá mynd af þér að skera tóbak upp á gamla mátann, með tóbaksjárni á fjöl. — Já, en það var verst, að hin myndin skyldi ekki takast. því það er ekkert gagn í því að skera tóbak, nema láta það í punginn og nudda hann. Og það gerði ég. En sú mynd varð ónýt. Þegar ég er að skera, rekur mig alltaf minni til ræðunnar, sem séra Bjami á að hafa haldið yfir karl- inum: Hann nuddaði punginn fram í andlátið. — Skerðu allt þitt tóbak sjálf- ur? — Ég gerði það, en nú er bú- ið með það, maður fær ekki rjól. Ég lumaði á þessu og brúkaði eins og þegar krakkarnir spara við sig gottirí. Og notaði það saman við hitt. En sonur minn, sem er búsettur á Hvammstanga, náði í svolítinn bita hjá Sigurði Davíðssyni, kaupmanni þar. — Margra ára gamlan. Sonur minn sagðist ekki vilja kaupa þetta fyrir mikið, það væri eldgamalt, auðséð á því, að það væri kol- mórauður pappírinn. — Jæja, það er bezt þú hafir það, segði Siggi. Annars eru þeir hættir að flytja inn rjól, segja, að verksmiðjan sé alveg búin. Þetta var sko danskt. En nokkuð er það, að íslendingur, sem ég þekki og var lengi búsettur í Kanada en er nú kominn heim, fær alltaf rjól með einhverjum fossinum, í pappadósum, og á þeim stendur Copenhagen. Og eins er lyktin af því. Hann gaf mér eina dós. Mér fannst eins og mér hefði verið gefin heil jörð. Þetta er svo miklu betra tóbak. Það er nú fyrst og fremst það, að það rennur ekkert úr nefinu. Af þessu, sem nú fæst, er maður alltaf eins og kolbíldótt skepna. Þetta er úti um kjaft og alls staðar. Svo hugkvæmdist mér það í vor leið, að í gamla daga þegar baðað var við kláðanum, voru notaðar tóbaksblöðkur, og karlarnir þurrkuðu þetta þegar búið var að baða og skáru það í nefið. Svo datt mér í hug að fara í tóbakseinkasöluna, og vita hvort ég fengi ekki blöðkur hjá þeim, og vita hvemig þær væru. Óbleyttar og óbaðaðar. Ég var sendur frá Heródesi til Pílatusar, og á endanum komst ég til for- stjórans. Hinir þorðu ekki að láta mig hafa það, þótt þeir væru tveir við það. Ég sagði honum að ég væri að útrétta þetta fyrir son minn fyrir norðan, hann ætl- aði að nota þetta í smyxsl á kláðabletti. Þá leit forstjórinn á mig svona heldur glettnislega og sagði: Ájá, er kláðinn enn að stinga sér niður? Svo spurði hann hvort ég þyrfti mikið og sendi einhvern mann með mér að vigta þetta út handa mér, ég sagðist harðánægður með kíló. Svo hringir maðurinn til forstjórans og spurði hvað hann ætti að láta mig^ borga, en hann sagðist ekki geta verið að selja þessa óveru. En þetta var bara alveg prýði- legt tóbak. Konráð fór inn í næsta her- bergi og kom aftur með plast- krús af kláðalyfstóbakinu til að lofa mér að þefa. Mér fannst lyktin minna á píputóbak og lét þess getið. — Já, sagði Konráð, þeir settu þetta í pípu sumir — en þótti sterkt. Það var orðið aldimmt úti, þegar Konráð fylgdi mér til dyra. Hann var á förum norður til son- ar síns, sem býr á Vatnsnesi, ■— hann sagðist kunna betur við sig fyrir norðan. Hann tók þétt í hönd mína í kveðjuskyni, um leið og hann sagði: Það var verst, að ég skyldi ekki geta sagt þér eitt- hvað skemmtilegt. Sínum augum lítur hver silfrið, Konráð minn, og þakka þér fyrir rabbið. ☆ ÞEIR HLUSTA Á WAT^IIO Þótt atómöldin hafi komið með margar nýungar og merkilegar, og vísindamenn láti hafa eftir sér, að ekki burfi annað en að láta sér detta í hug hvað hluturinn eigi að gera til þess að hægt sé að búa hann til, verður gamli móðurinn samt lengi beztur ó sumum sviðum. Þannig er til dæmis með hlustunarpípur, sem notaðar eru til að hlera eftir vatnsleka með. Þar hefur engin elektróník komizt í hálf- kvisti við gömlu prikin. sem notuð hafa verið um áraraðir. Þetta eru einfaldlega prik úr aski með hlustunarskífu úr beyki. Endinn á stafnum er settur á stéttina, bar sem grunur leikur á að vatn leki undir, og svo næmur er askurinn, að hann segir ekki aðeins til um, hvort þar leltur undir, heldur hvort lekinn er mikill eða lílill. Hér sjást þrír félagar fró vatnsveitunni í London að störfum. ÁGENGNI Maður nokkur var að kvarta undan frænda sínum, sem hafði setzt upp hjá honum: — Ég læt mér fátt um finnast þótt hann noti fötin mín, reyki vindlana mína og drekki viskíið mitt, jafnvel þótt hann taki bílinn minn traustataki á hverju kvöldi. En þegar hann sezt við borðið á móti mér og' brosir, svo skín í mínar eigin tennur, er mér nóg boðið! s- »i. VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.