Vikan - 22.02.1968, Qupperneq 45
# Ein er sú, sem uppgötuð var fyrir nokkrum árunr0g er nú tekin af
um allan heim. . . . @ Önnur er til að taka öðruiverju, þegar svo
þriðja á eftir að valda byltingu í þessum málum, þvjð hýn er aðeins
oft ekki fyrr en vitað er að konan sé vanfær....
meira en tólf milljónum kvenna
ber undir, og þá eftir á.... # Sú
tekin einu sinni í mánuði og þá
í æ m
VIKAN OG HEIMILIÐ
lfc/ ritstjori:
Gudridur Gisladóttir.
í Svíþjóð er nú verið að gera
tilraunir með nýtt getnaðar-
varnarlyf, sem tekur öllu öðru
áður þekktu fram. Ein tafla á
mánuði, hvítt duft í rauðu hylki,
það er allt og sumt. Reyndar
er það missögn, að kalla það
getnaðarvarnarlyf, því að áhrif
þess eiga að koma fram eftir
að frjóvgun hefur átt sér stað,
meira að segja eftir að konan
er komin allt að mánuð á leið.
Sem sagt nokkurs konar fóst-
ureyðing, en án þess að kon-
an verði þess á nokkurn hátt
vör. Hún getur tekið lyfið einu
sinni í mánuði um það leyti,
sem von er á tíðum, og veit hún
þá ekki hvort hún hefur verið
ófrísk eða ekki, því að tíðir
koma eins og ekkert hafi ískor-
izt í báðum tilfellum. Hún get-
ur líka beðið jafnvel í tíu daga
og séð hvort tíðum seinkar og
tekið lyfið þá, og eftir þrjá daga
hefjast tíðir á eðlilegan hátt.
Lyfið eyðileggur lífsmöguleika
fóstursins og það skolast síð-
an út með tíðunum.
44 VIKAN 8'tbl-
Lyfið hefur verið nefnt F 6103 og er enn á til-
raunastigi. Þó Hefur það verið leyft og viðurkennt
af sænskum yfirvöldum og er nú reynt á nokkr-
um tugum sænskra háskólastúlkna, og stendur
Karolinska sjúkrahúsið i Stokkhólmi fyrir þeim
tilraunum. Þessar stúlkur og konur hafa tekið að
sér í þágu vísindanna að verða eins oft ófrískar
og náttúran leyfir, aðeins til þess að eyða fóstr-
inu jafnóðum með F 6103. I Svíþjóð eru svipuð
lög um fóstureyðingar og gilda hér á landi, sem
sagt bannaðar, nema læknar sjái knýjandi nauð-
syn til annars, en þann 5. aprrl 1967 var leyfi
til þessara tilrauna bætt við lögin, leyfi til að
hindra að fóstur þroskist áfram í móðurlífi, þótt
frjóvgun hafi átt sér stað. Eins og áður er sagt,
getur fóstrið verið orðið fjögurra vikna, þegar
lyfið er tekið. Þá er það aðeins sex millimetra
langt, lítið stærra en títuprjónshaus, en þó hafa
staðið um það deilur viða um heim, hvort leyfa
ætti þessa eyðingu eða ekki, og verður vikið að
þeim skoðunum, sem látnar hafa verið í Ijós um
það efni síðar í þessari grein.
Líkaminn gabbaður
á þrjá vegu
Hér á eftir verður þessum þrem aðferðum, og
fleiru í því sambandi, lýst nánar. Allar þessar
pillur innihalda hormóna eða efni, sem stjórna
hormónastarfinu, og hefur verið komizt svo að
orði, að með þeim sé líkami konunnar í raun-
inni gabbaður á þrjá vegu. Ef ekkert er gert, er
eðlilegur gangur málsins þessi: Tíðirnar eru ein
allsherjar hreingerning; fjóra til fimm daga losar
legið sig við allt, sem þar á ekki að vera. Um
leið fá eggjastokkarnir boð um að búa til full-
þroska egg, sem þeir gera á tíu dögum. Það fer
síðan hægt áleiðis eftir legpípunum og er um 4
til 6 daga á leiðinni. Einhvers staðar á þessari
leið getur það frjóvgazt, hitti sáðfruma karl-
mannsins það fyrir. Þá verður það að tveim
frumum eftir u. þ. b. 30 klukkustundir, og fær-
ast þær hægt niður legpípuna á leið til legsins.
Eftir 72 stundir er það orðið að 32 frumum,
ósýnilegt með berum augum. Eftir 120—140
stundir er þessa litla kúla komin í legið og festir
sig þar í slímhúðina. Þrem vikum seinna hefur
fóstrið fengið einhverja lögun, sem gefur til
kynna framtíðarsköpulag þess, t.d. vísi að kroppi
og tvo dökka depla þar sem augun koma síðar.
En þá er það aðeins sex millimetra langt.
Nái eggið ekki að frjóvgast, er það einskis
nýtt og hreinsast út, en eggjastokkarnir byrja á
ný að framleiða egg og allt endurtekur sig. Þetta
er tuttugu og átta daga hringferðin.
Tvö hormónaefni eru þarna að verki, kynhor-
mónaefnið Ostrogen og þungunarhormónið
Progesteron. Þau sjá um að allt gangi í réttri
röð. Bandaríkjamaðurinn Gregory Pincus og fé-
lagi hans Chang, kínverskur að uppruna, fengu
þá hugmynd, að maðurinn gæti kannski stýrt
þessu sjálfur með nútíma efnafræði, þar sem
vitað var að þetta stjórnaðist af hormónum, en
þá má framleiða á rannsóknarstofum. Þannig
varð fyrsta pillan til — sú sem núna er almennt
notuð
Fyrsta pillan
Hún er sú eina, sem við höfum aðgang að hér
á landi, og reyndar sú eina, sem mikil reynsla
er af og geysilegri útbreiðslu hefur náð. Hún
hefur að vísu tekið nokkrum breytingum frá í
upphafi, m. a. eru pillurnar ekki lengur eins
sterkar og áður, þar sem það kom í Ijós, að ekki
þurfti jafnmikið hormónamagn og reiknað var
með í byrjun. Þar að auki eru til margar mismun-
andi tegundir, þótt áhrif þeirra í því sem máli
skiptir séu þau sömu. Þetta hvort tveggja hefur
auðveldað notkun þeirra. Konum verður ekki
nærri eins illt af þeim og oft kom fyrir í fyrstu,
þar sem styrkleiki þeirra minnkaði og um leið
óþægileg aukaáhrif, og svo kemur það oft fyrir,
að konan þolir eina tegundina betur en aðra,
svo að þær sem gáfust upp vegna lasleika, reyna
nú aðra tegund í samráði við lækni sinn og
hitta þa oft a þa réttu. Mér er ekki alveg kunn-
ugt um hve margar tegundir lyfjabúðirnar hér
hafa á boðstólum, en líklega er ekki um færri
en tólf gerðir að velja.
Fullkomið öryggi.
Hugmyndin er, eins og allar stórkostlegar og
frumlegar hugmyndir, einkennilega einföld. —
Dæmið gæti verið sett þannig upp: Eftir að egg-
ið er frjovgað hættir starfsemi eggjastokkanna,
konan verður ekki þunguð aftur fyrr en það egg
er orðið að barni eða hefur farið úr líkama henn-
ar á annan hátt. Ástæðan er sú, að sérstakir hor-
mónar taka til starfa, sem skapa aðstöðu fyrir
fóstrið og senda eggjastokkunum boð um um að
hætta starfseminni. Sé nú konunni gefnir sams-
konar hormónar, þótt hún sé ekki þunguð, hlýt-
ur það að hafa sömu áhrif; hún yrði ómóttæki-
leg. Hormónarnir senda eggjastokkunum boð um
að konan sé ófrísk og engin þörf sé fyrir starf-
semi þeirra lengur — fölsk boð að vísu, en þeir
hlýða þeim.
Þetta tokst, árangurinn varð fullkomlega ör-
8. tbi. vjkAN 45