Vikan


Vikan - 22.02.1968, Qupperneq 48

Vikan - 22.02.1968, Qupperneq 48
Pillumar brlár Sé tekið mark á erfðafræðinni, mætti ætla að gáfaðar og mikilhæfar konur eignuðust börn með þá eiginleika í ríkum mæli. Það væri því mikil sóun hjá sænsku þióðinni, ef hún með þessu eyði- legði möguleika á fæðingu og eðlilegu lífi barna þessara kvenna. Venjulega hafa slík lyf sem þessi verið reynd á þeim, sem ekki áttu annars úrkosta, samanber stúlkurnar í Chicago, sem áð- ur var minnzt á, og konurnar í fátækrahverfum í Puerto Rico. Með þessu lyfi verður konan ekkert vör við, að hún noti neinar varnir. Einu sinni í mánuði tekur hún lyfið, án þess að vita hvort hún hefur verið ófrísk eða ekki, og þannig losnar hún við heilabrot eða samvizkubit vegna þessa verknað- ar — enginn getur sagt um hvað gerzt hefur, eðlilegar tíðir eða fóstureyðing. Hins vegar getur hún líka beðið og séð, hvort ástæða er til að óttast þungun og tekið lyfið þá, án þess að finna nokkur óþægileg áhrif. Áhrifin koma á legiS sjálft. Eftir að eggið kemur frjóvgað úr legpípunni, hreiðrar það um sig og festir sig í leginu. Þar með myndast sambandið milli móðurlíkamans og fóstursins, og þaðan af er fóstrið háð móðurinni hvað allan vöxt og næringu snertir. Þungunar- hormón Progesteron býr allt í haginn fyrir fóstrið í leginu, og hætti framleiðsla þess, getur fóstrið ekki haldizt þar lengur við. Svíþjóðarpillan send- ir nú boð um stöðvun á framleiðslu Progesteron. Engin lífsskilyrði eru þá lengur f leginu fyrir fóstrið, það er svelt út, ef svo mætti að orði kom- ast, veslast upp og skolast síðan hægt og hljóða- laust út með tíðunum. Þetta eru falsboð — efnið segir: „Konan er ekki ófrísk,' enga framleiðslu lengur á Progesteron, það er áþarfi." Líkaminn hlýðir og legið heldur áfram starfsemi sinni eins og aldrei hafi verið þar fóstur — tíðir koma á eðlilegan hátt. Þar sem fyrsta pillan gerir líkam- anum upp þungun, afneitar þessi þeirri stað- reynd. Fyrsta pillan þvingar líkamann í óeðlilegt ástand meiri hluta mánaðarins, því að þótt þung- un sem slík sé ekki óeðlileg, er hún óeðlileg stanzlaust — hún hindrar eggjastokkana í starf- semi þeirra mánuð eftir mánuð, jafnvel árum saman. Þessi pilla gerir ekkert slíkt. Hún grípur aðeins inn í líkamsstarfsemina 1—2 daga í hvert skipti, stundum mánaðarlega, stundum ekki nema þegar á þarf að halda öðru hverju. Pilluna má taka í síðasta lagi eftir að tíðum hefur seinkað um tíu daga. Þá getur verið að fóstrið sé orðið fjögurra vikna gamalt og sé búið að vera í leginu rúmar þrjár vikur, (auðvitað er það yngra, sé pillan tekin um það leyti og von er á tíðum). Venjuleg fóstureyðing, lögleg eða óleyfileg, fer oft fram þegar fóstrið er 2V2 mán- aða gamalt, helmingi eða þrisvar sinnum eldra og þroskaðra en þessi örlitla kúla þarna ( sllm- himnunni. Dr. Lars Engström, þekktur kvenlæknir við hina heimsþekktu stofnun, Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, stjórnar þessum tilraunum á sænsku háskólastúlkunum. Þrír möguleikar Þarna er þá aðallega um þrjár leiðir að ræða: Q Hvort eggið er látið þrosk- ast eða hvort komið er í veg fyrir eggmyndun. Q Hvort þroskað og frjóvgað egg kemst áfram í legið, eða hvort það er hindrað. Q Hvort fóstur, sem búið hef- ur um sig í leginu fær að þroskast og verða að barni í fyllingu tímans, eða hvort lífsmöguleikar þess eru eyðilagðir með því að gera legið óbyggilegt. Plastlykkjur Áður en ég lýk við almennar upplýsingar um getnaðarvarnir, er rétt að minnast á eina tegund þeirra, sem töluverðri útbreiðslu hefur náð síð- ustu árin. Það eru plasthlutirnir, sem látnir eru liggja í leginu. Eg veit nú ekki hver fyrsta lögun þeirra var, en þekktastur hefur plastgormurinn orðið. Hann reyndist misvel, sumar þoldu hann illa eða jafnvel misstu hann. Nú er annað lag algengara og miklu heppilegra, að því að talið er, en það er svokölluð plastlykkja, lítil stöng með margföldum hring eða lykkju til beggja hliða að ofanverðu. Þekktur, íslenzkur kvenlæknir mælir mjög með þeirri tegund og segir að konur, sem fengið hafa plastlykkjuna hjá honum, láti ákaflega vel af henni og finni ekki að þær hafi neitt í leginu. Sumir hafa látið í Ijós ótta við að aðskotahlutir í leginu gætu ert slímhúðina þar og þannig stuðl- að að krabbameinsmyndun. Ekki taldi læknirinn að nein erting fyndist eftir langa notkun og því ekki ástæða til að óttast krabbamein frekar af þeim orsökum en t. d. hormónagjöfunum, þ. e. pillunum. Ef hægt er að koma því við, ráðleggur hann frekar lykkjurnar en pillurnar, því að eins og hann komst að orði ,,þv! lengur sem ég kynn- ist pillunum, því verr verður mér við þær" og skýrði það nánar með því, að konunum yrði ákaflega misjafnlega gott af þeim, sumar þyldu þær ekki í byrjun, aðrar ekki eftir nokkurn tíma og ýmis ónot gætu verið að þeim; hann taldi að við langvarandi notkun væri sá möguleiki fyrir hendi, að eggjastokkarnir rýrnuðu beinlínis, enda ,,getur það varla verið eðlilegt að stöðva starf- semi þeirra e. t. v. árum saman." Sá hængur er þó á plastlykkjunum að venjulega eru það aðeins konur, sem gengið hafa með barn, sem geta not- að þær; legið í hinum er of lítið til að bera lykkj- una. Oryggi þeirra er mjög mikið, en þó ekki 100%. Rannsóknir í Bandarlkjunum sýna að hugsanlegt er að 1—2 þunganir geti orðið á einu ári miðað við 100 konur sem nota lykkjuna eða gorminn, en það er hámark, og má það telj- ast mjög góð vörn. MANNFOSTUR ÞRIGGJA VIKNA HÆNUFÓSTUR ÞRIGGJA DAGA SEXTAN VIKNA Fyrstu vikurnar er lítill munur á fóstri manns og dýrs. Þetta eru myndir af fóstri konu og hænu. Offjölgun mann- kyns Talið er að í heiminum séu núna ca. 700 millj- ónir kvenna á þeim aldri að geta orðið barns- hafandi. Frjósemi þeirra ber dauðann í sér, því að fæðist álíka mörg börn framvegis og hingað til hlutfallslega, munu árið 2000 — aðeins rúmlega þrjátlu ár þangað til! — fleiri deyja úr hungri en féllu I allri slðustu heimsstyrj- öld. Það er því ekki að ástæðulausu, að sagt hef- ur verið að þessar nýju getnaðarvarnir, og þá Svíþjóðarpillan sérstaklega, komi einmitt á rétt- um tíma til að bjarga mannkyninu frá hættulegri offjölgun. Þannig mætti þá segja, að sé litið á þessa „fóstureyðingu" sem dauða einstaklings, að hann komi þrjátíu og tveim árum fyrr en ella yrði óhjákvæmilega. Þá er um að velja „ein- stakling" með enga lögun, á stærð við títuprjóns- haus, eða fullþroska barn eða mann. Þannig er þetta orðið hagsmunamál alls mannkyns, og má ætla að á þann veg hafi sænska Ríkisþingið litið á málið, þegar það 5. apríl 1967 veitti leyfi til að nota efnið til tilrauna á mönnum. Auk þess er það ábyrgðarhluti að sporna við nýjum upp- götvunum, því að venjulega leiða þær af sér fjölda annarra, eru skref I ótal áttir, sem geta komið mannkyninu til góða á mörgum svið- um, t. d. I læknisfræði. Þegar þetta barst I tal hér á VIKUNNI, sagði ritstjórinn sem svo, að árið 2000 yrði bara búið að finna upp aðra „pillu", sem leysti úr fæðu- 48 VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.