Vikan - 22.02.1968, Blaðsíða 50
Framhald af bls. 15
sínu að s.ióndeildarhringnum og tala við bátsmanninn, svo sneri hann
sér við og gekk í áttina til kvennana, hneigði sig kurteislega fyrir þeim
öllum, eins og þær væru hirðmeyjar og hann hefði filthatt með fjöðr-
um til að strjúka jörðina með.
Hann gaf sig á tal við Abigail sem var of langt í burtu til að
Angelique heyrði hvað þeim fór á milli.
Hann horfðist beint í augu við unga stúlkuna og hún roðnaði, óvön
því að karlmaður sýndi henni svona athygli.
- E'f hann snertir hana, æpi ég, hugsaöi Angelique.
Reseator tók um handlegg Abigail og það fór hrollur um Angelique
eins og það væri hennar handleggur sem fingur hans héldu um.
Hann tók Abigail rneð sér fram í stafn og benti henni á eitthvað í
fjarska, ofurlitinn daufan skugga, sem sólargeislarnir spegluðust á;
þaö var ísir.n sem hafði næstum gleymzt, því veðrið var orðið svo
miklu mildara.
Svo hallaði hann sér kæruleysislega yfir borðstokkinn og bros lék
um varir hans ser.i stóðu út úr grímunni, sterkar og lokkandi, þegai'
hann beindi allri sinni athygli að því sem Abigail sagði.
Angelique sá hvernig Abigail fór í fyrstu hjá sér af félagsskap þessa
manns, en varð smám saman öruggari með sig og lét heillast af töfrum
hans. Henni myndi stiga til höfuðs að hann sýndi henni skiln-
ing og það m.vndi hvetja hana til að sýna sína beztu hlið; hún myndi
lifna við og sérstæður þokki hennar, sem hingað til hafði verið hneppt-
ur af ströngu uppeldinu myndi koma i ljós á laglegu andlitinu. Hún
myndi segja eitthvað athyglisverð, vera glettnisleg og í staðinn lesa
viðurkenningu i augum hans.
Þetta eina samtal hennar við hann myndi koma henni til að finnast
að hún heföi lifað stutta stund í algjörlega. öðrum heimi en félagar
hennar.
Þetta var hin örugga leið kvennamannsins að hjarta kvennanna.
- Ekki minu, samt sem áður, sagði Angelique reiðilega við sjálfa
sig í huganum. — Það verður varla sagt að hann hefði lagt að sér að
geðjast. mér.
Því hann kunni aö særa hana jafn auðveldlega og hann heillaði hlnar.
- Hvað vakir fyrir honum aö gera hosur sínar svona grænar fyrir
Abigail, beint frammi fyrir mér? Vonast hann til að gera mig afbrýðis-
sama eða er hann að sýna mér hve nákvæmlega honum stendur á
sama um mig, eða er hann að sanna að við séum bæði jafn frjáls?
Og hversvegna Abigail ? ... Hann heldur að hann sé hafinn yfir guðs
og manna lög og sérstaklega lög hjónabandsins. En ég skal koma
1
HVAR E1 WIN flANS NÓA?
Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
Síðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Annci Gunnarsdóttir, Hörgárbraut 2, Akureyri.
Nafn
Heimili
Örkin er á bls.
Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar.
honum í skilning um að þau lög eru til. Ég er konan hans og ég ætla
að halda áfram að vera konan hans. Ég ætla að ná taki á honum...
— Djöflastu ekki svona með þvottaprikið þitt, endurtók Madame
Carrére. Hún og Angelique deildu saman bala og þeim nauma vatns-
skammti sem í honum var. — Þú eyðileggur öll fötin og það er ekki
að þvi hlaupið að fá önnur.
ímyndaði hann sér i raun og veru að þessi kaldranalega áætlun
hans hefði áhrif á hana og hún léti hann lausan fyrirhafnarlaust. Hún
hafði iifað við hirðina i þvi höggormshreiðri, án þess að blandast í
þau eitruðu svikráð, sem þar voru brugguð. Hún ætlaði ekki að falla
fyrir þeim núna, þótt hún væri djúpt særð, því hann var hennar eina
sanna ást,
—■ Nei, ef hann óskaði hennar ekki, ætiaði hún ekki að hengja sig:
á hann, né minnast á alla erfiðleika sem hún hafði orðið að sigrast
á, sem hann virtist ekki hafa neina hugmynd um. Það er ekki hægt
að neyða mann til ástar og það er bæði illa gert og heimskulegt að
reyna að gera það með því að vekja með honum samvizkubit. Til
hvers væri að skýra honum frá því að hún hefði lent I svörtustu eymd
hans vegna? Var hann ekki sjálfur önnum kafinn við að vernda sitt
eigið líf á þeim tíma og guð einn vissi undir hvaða erfiðu kringum-
stæðum. Ef hún elskaði hann í raun og sannleika ætlaði hún ekki
að auka á afstaðnar kvalir hans.
Þegar Angeiique hafði einu sinni gert það upp við sig að hún ætl-
aði ekki að ganga af göflunum, lagði hún að sér að berjast á móti þeim
stormi kennda, sem herjaði á hana. Hún reyndi að svipta sig von-
inni, engu síður en kjarkleysinu og uppreisnargirninni, í þeirri trú að
aðeins þoiinmæðin og vitið væri það sem hún yrði að varðveita.
Og hún fór að unna Gouldsboro, eins og það væri vingjarnleg vera,
vegna þess að það hindraði að þau gætu flúið hvort frá öðru. Þetta
brakandi skip, aleitt á þungum sjónum, tengdi þau saman og kom í
veg fyrir að þau gætu gert neitt sem ekki yrði unnt að bæta fyrir.
Hún tók að óska þess áð ferðin mætti standa að eilífu.
Rescator hafði yfirgefið Abigail og var nú á leið niður á pallinn,
hægra megin við göngubrúna.
Madame Carrére skaut olnboga í Angelique, hallaði sér að henni og
hvislaði:
— Síðan ég var barnung hefur mig dreymt um að sjóræningi eins
og hann kæmi og tæki mig með sér yfir hafið til dásamlegrar eyjar.
— Er það satt? spurði Angelique steinhissa.
Kona lögfræðingsins drap glettnisiega tittlinga framan i hana. Hún
var lágvaxin og hnellin, gersamlega laus við allan þokka. Hár Angoul-
eme höfuðbúnaðurinn, alltaf óaðfinnanlega stífaður, var svo hár að
hann virtist gersamlega bera ofurliði þennan litla líkama, sem þó hafði
fætt ellefu börn í þennan heim. Augu hennar glömpuðu bak við gler-
augun og hún hélt áfram:
— Já, ég hef alltaf haft auðugt ímyndunarafl. Það veit sá sem aUt
veit. Stundum hugsa ég ennþá um draumasjóræningjann minn. Svo
Þegar ég stend hérna nokkur skref í burtu geturðu ímyndað þér hvað
ég verð æst! Sjáðu þessi mjúku flauelsföt og sjáðu þessa grímu; það
fer hrollur um mig.
— Jæja, stúlkur minar. Ég ætla að segja ykkur hvaðan hann er,
sagði Madame Manigault, ,með röddu sem gaf til kynna að nokkuð
mikilvægt væri i vændum. — Og með fullri virðingu fyrir Dame
Angelique hugsa ég að ég viti meira um það en hún.
— Það kæmi mér á óvart, muldraði Angelique á milli samanbitinna
tannanna.
— Segðu okkur þá hvað þú veizt, sögðu allar konurnar og komu
nær. — E'r hann spánskur, ítalskur eða tyrkneskur?
— Ekkert. af þessu. Hann er einn af okkur, sagði kjaftakindin sigri
hrósandi.
— Einn af okkur? Frá La Rochelle?
— Minntist ég nokkurn tima á La Rochelle, sagði Madame Mani-
gault og yppti öxlum. — Ég sagði að hann væri einn af okkur, það
er að segja frá mínum landshluta.
— Angouleme, hrópuðu konurnar írá La Rochelle, allar í senn,
hneykslaðar og tortryggnar.
— Nei, ekki alveg. Sunnar. Tarbes ..... eða Toulouse. Hann hlýt-
ur að vera frá Toulouse, bæt.ti hún svo við með nokkrum óánægju-
hreim, — en engu að síður er hann aðalsmaður frá Aquitaine, Gaskoni,
bætti hún svo við stolt og svört augun skutu gneistum, djúpt inni i
feitu andlitinu.
Angelique varð þurr i kverkunum, hún hefði getað kyrkt Þessa feitu
kerlingu. Svo sagði hún við sjálfa sig hvað það væri kjánalegt að láta
svona HÍuti hafa áhrif á sig, sem engu máli skiptu lengur. Því hverju
máli skiptu þessar minningar hér, í jaðri Dumbshafs, þar sem ískaldar
næturnar báru birtu af hálfmöttum glampa morgunroðans. En minn-
ingarnar voru eins og pressuð bióm, sem hún bar sér við hjarta og á
rótum þeirra leyndist enn hluti af þeim jarðvegi, sem þær voru
sprottnar úr.
— Og hvernig ég frétti þetta? hélt kona útgerðarmannsins áfram.
— Það er um að gera að fara alltaf rétt að, mínar kæru. Einu sinni
hittumst við á þilfarinu og hann sagði: — Dame Manigault, þér talið
með Angouleme hreim! Svo fórum við að tala um þann landshluta ....
Madame Mercelot, kona pappirskaupmannsins hafði nú fullnægt for-
vitni sinni og vildi ekki láta lita svo út sem hún hefði of mikinn
áhuga.
— Jæja, væna mín, það sem hann sagði þér ekki var hversvegna
hann er alltaf með grímu og hversvegna hann forðast okkur öll og
hversvegna hann yfirgaf land sitt fyrir svona mörgum árum, til þess
að flakka um heiminn.
— Það geta ekki allir haldið kyrru fyrir í sínu landi. Blær ævin-
týranna berst víða.
— Þú meinar blær sjóránanna.
Allar höfðu þær útundan sér auga með Angelique. Með hverjum
degi þótti þeim það einkennilegra hvað hún neitaði þrákelkin að veita
þeim nánari upplýsingar um Gouldsboro og skipstjórann. Þeim fannst
að eftir að þær höfðu neyðzt til að fara um borð í þetta skip af svona
mikilli skyndingu, skip sem bar einskis lands flagg og stefndi þangað
sem guð einn vissi, hefðu þær rétt á einhverri útskýringu.
öll réttindi áskilin, Opera Mundi, París. Framhald 1 næsta blaði.
50 VIICAN 8- tbI-