Vikan - 07.03.1968, Page 19
NO. 1 TIL ÚRSLITA
AUBUR
ADALSIEINS-
DDTTIR.
HVERAHVAMMI
HVERAGERÐI
Auður er 17 ára, fædd 9. október 1950,
dóttir Svanlaugar Guðmundsdóttur og
Aðalsteins Steindórssonar, þriðja í
röðinni af fimm systkiunm. Hún er
171 sm á hæð, með blágrá augu og
ljósskolleitt hár. Hún er í öðrum bekk
Kennaraskólans og uppáhaldsfögin eru
enska og saga; hún hyggst leggja sér-
staka áherzlu á að mennta sig til
enskukennslu. Á sumrum hefur hún
borið ýmislegt við, verzlunarstörf,
garðyrkjustörf og unnið við Heilsu-
haplið 1 Hveragerði. í tómstundum hef-
ur hún gaman að söng, dansi og lestri
góðra bóka, ekki sízt ljóðabóka.
Á veturna fer hún lítið á böll, en á
sumrin er um fátt að ræða í og í
nánd við Hveragerði annað en sveita-
böll (Minni-Borg, Aratungu, Flúðir,
Hvol). Hún segir, að þessar samkom-
ur einkennist að vísu nokkuð af drasl-
aralýð, en þó geti verið gaman að
sækja þær í kunningjahópi. Strákarn-
ir drekki oft mikið — of mikið — og
til þess liggi ýmsar ástæður, sumir
hafa beinlínis gaman af því, aðrir geri
það af því að það sé tízka og enn aðr-
ir til þess að reyna að vera manna-
legir, af því að þeir eru ekki orðnir
það í raun og veru. Annars álítur hún
ekki, að unglingarnir séu vandamál
frekar nú en áður, því hinir góðu ung-
lingar séu svo miklu fjölmennari, þótt
meira beri á hinum. Hún telur, að
Æskulýðsheimilið að Fríkirkjuvegi 11
láti mikið gott af sér leiða og heppi-
legt væri að hafa fleiri slík. t>að myndi
verða til þess að hinn áberandi minni-
hluti yrði enn fámennari.
Hún segist til skamms tíma alltaf
hafa beðið um leyfi, ef hún ætlaði að
skreppa að heiman til að skemmta
sér, og tala um það ennþá, þótt
mamma hennar láti hana sjálfráða.
Auður telur, að margir unglingar hafi
þennan háttinn á, þótt þeir séu alltaf
nokkrir, sem álíta það ,,töff“ að segja
sem svo: Ég fór nú bara, þótt kallinn
og kellingin væru að pípa!
í vetur eyðir hún tómstundum sínum
til að taka þátt í félagslífi skólans, fer
á bókmenntakynningar og tekur þátt
í spilakvöldum og svo er hún í blönd-
uðum kór skólans, sem Jón Ásgeirs-
son stjórnar. Um helgar fer hún oft-
ast heim í Hveragerði.
Að Auðar dómi á ungt fólk að vera
komið vel yfir tvítugt, þegar það gift-
ist, og ekki að trúlofast miklu fyrr,
því hún trúir ekki á langar trúlofanir.
Ef hún væri ekki íslenzk, vildi hún
helzt vera Englendingur, því mál
þeirra sé skemmtilegt og þjóðfélagið
þróað. Af íslenzkum konum sögunnar
kysi hún helzt að vera Auður, kona
Gísla Súrssonar, því hún var mikill
skörungur og þó fórnfús og vildi allt
fyrir sinn mann gera.
10. tbi. VIKAN 19