Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 4
Dagana 3. og 5. apríl komu keppendur um titilinn fulltrúi unga
fólksins 7 968 frcm í Austurbæjarbíói og voru úrslit kynnt síðara
kvöldið. Fulltrúi unga fólksins var kjörin Soffía Wedholm fró
Eskifirði, númer tvö var Guðrún Birgisdóttir og þrjú Ragnheiður
Pétursdóttir, báðar þær síðari úr Reykjavík. Dómnefnd kvað upp
úrskurðinn, en í henni áttu sæti Baldvin Jónsson, fulltrúi, Þorsteinn
Magnússon, kennari, Andrea Oddsteinsdóttir, skólastjóri, Óli Páll
Kristjánsson, Ijósmyndari og Sigurður Hreiðar, ritstjóri. — Hér á
opnunni eru myndir frá keppninni, en frá öðrum skemmtiatriðum
þessi kvöld er sagt í þættinum Eftir eyranu.
Soffía Vi/edholm.
Keppendur saman í búningsherbergi Austurbæjarbíós.
4 VIKAN 18-tbl-