Vikan


Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 25

Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 25
Fjölskyldan í stofunni: Andri, Ólaf- ur og Svanhildur. Svanhildur í eldhúsinu: „Þa8 er gott að syngja yfir grautarpottun- um". og gömul dægurlög. En áhorfend- urnir verða fljótt leiðir á að sjá sömu mennina leika á sömu hljóð- færin [ hverjum þættinum á fætur öðrum. Eg sá strax eftir fyrsta þátt- inn, að ég varð að finna upp á einhverju til þess að auka fjöl- breytnina. Við byrjuðum á því að setja lög á svið, ef svo má að orði komast; klæða okkur í alls konar búninga og reyna að sprella svo- lítið. Eg hef reynt að láta hvern mann í hljómsveitinni gera eitthvað og stöðugt meira og meira. Þetta hefur tekizt miklu betur en ég þorði að vona. Eg er farinn að halda, að það blundi leikhæfileikar [ hverjum einasta manni. Þegar búið er að troða honum ( einhvern búning, þá verður hann miklu djarfari og hættir sér þannig hægt og hægt út [ meira af þessu tagi. Sérstak- lega hefur framkoma Svanhildar komið á óvart. Hún er bersýnilega fædd leikkona. Hún hefur enga til- sögn hlotið, hvorki í sviðsframkomu né leik. — Og nú síðast fluttuð þig heilan söngleik. — Já, við höfum reynt að breyta sem mest til f hverjum þætti. Og síðasti þáttur var samfelld heild með sérstökum persónum og ofur- litlum söguþræði. Þetta er það lengsta, sem við höfum þorað að hætta okkur í áttina að leiklistinni. — Og þú samdir flest lögin og textana. — Já, ég byrjaði fyrst á þvi' að semja grindina, þá nokkra texta og síðan lögin á eftir. Þannig kom þetta hvað af öðru, smátt og smátt. Ég vil taka það fram, að ég tel mig ekki Ijóðskáld, þótt ég setji saman texta öðru hverju. Það var algjör tilviljun, að ég byrjaði að fást við slíkt. Þegar ég lék með KK-sextettinum forðum daga, vant- aði einhverju sinni íslenzkan texta við lag. Sá sem hafði tekið að sér að semja textann brást svo að ég hljóp í skarðið. — Hvenær semurðu handritin að þáttunum? — Ég er nú þannig gerður, að ég get ekki samið neitt með löngum fyrirvara. Þótt ég fái hugmyndir löngu áður en við byrjum að æfa nýjan þátt, tel ég mér alltaf trú um, að ég eigi eftir að fá miklu betri hugmyndir sfðar. Þess vegna sezt ég aldrei við ritvélina, fyrr en naumur tími er til stefnu og ég neyðist til þess. — Hann er að þessu eldsnemma á morgnana, skýtur Svanhildur inn í um leið og hún færir okkur kaffi. — Þá brunar ritvélin, svo að það heyrist út á götu. A meðan við drekkum kaffið, nær Olafur Gaukur í sýnishorn af umslagi um nýja plötu, sem hljóm- sveitin hefur leikið inn á. A plöt- unni eru meðal annars vinsæl lög úr þáttunum. Þar er til dæmis æva- gamalt lag í nýjum búningi, „Hann bað mfn um daginn hann Bjössi á Hól", hið vinsæla lag ,,Ef ég væri ríkur'' úr söngleiknum „Fiddler on the Roof", eitt lag úr „Skötuvfkinni"^^ og loks syngur Rúnar Gunnarsson „Hann er að þessu eldsnemma á morgnana. Þá brunar véiin svo að heyrist út á götu." nýtt, frumsamið lag. — Við reynum að hafa lagaval- ið sem fjölbreyttast, þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Ég held, að vinsældir hljómsveitarinnar byggist mest á þvf, að við leikum allar tegundir af dans og dægurlög- um,— gamalt og nýtt. Stundum spil- um við heilt kvöld, án þess að leika eitt einasta gamalt lag. Og stund- um gerum við hið gagnstæða: leik- um eingöngu gömul lög, allt eftir því hvað fólkið vill hverju sinni. Það er ekki hægt að neita því, að á sfðustu árum hefur orðið meiri breyting á dægurlögum en nokkru sinni fyrr, f rauninni alger bylting. Og við reynum að vera f takt við tfmann, án þess að gleyma fortfð- inni; reynum að rata hinn gullna meðalveg. — Hvernig líkar þér bítlatónlist- in? — Fyrst í stað fannst mér hún bæði léleg og hávaðasöm. En sfðan frumbítlarnir brezku urðu heims- frægir og meiri kröfur gerðar til þeirra, hafa þeir lagazt. Og þeir iioiffút': VP' 7-Ir . ' 18. tbi. VTKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.