Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 10
Bókasafnið er löngum athvarf og rannsókn-
arstöð grúskara og sérvitringa nema
nokkrar vikur á vorin, þegar skólaæskan
flykkist þangað að lesa undir próf. Mér brá
þess vegna í brún svalkaldan marzdaginn.
Hvert sæti ( lestrarsalnum var skipað, og
nýju gestirnir reyndust veðurbitnir menn, sem
studdu vinnulúnum höndum á blöð og bæk-
ur. Ég átti ekki þessarar innrásar von á svo
kyrrlátan srfað, og bókasafnið varð allt í einu
eins kanar stéttaþing, sem notaði tækifærið
að stursda þjóðleg fræði, meðan beðið var
úrslita í baráttu alþýðusamtakanna gegn ráð-
stöfun Stfjórnvalda að afnema vísitölubind-
ingu kaupisins. Þarna sátu við borðið að lestri
og skriftuin smiðurinn og sjómaðurinn, múr-
arinn og rafvirkinn, prentarinn og bflstjór-
inn.
Hvað skyldu þeir hafa fyrir stafni?
Ég treð mér í sæti úti í horni, en hætti við
að fletta landabréfinu og alfræðibókinni og
fresta því að verða einhvers vfsari um stað-
hætti og málefni í Manitóba. Upplýsingar um
starfsvið og skáldríki Guttorms heitins á
Víðivöllum við íslendingafljót gefast alltaf,
og erindinu um hann liggur ekkert á, en
þetta mannlíf í bókasafninu er stundarfyrir-
bæri. Verkfallið leysist kannski fyrr en varir,
og þá hverfa þessir menn að fyrri störfum,
en hvað knýr þá hingað?
Árna smið þekki ég frá bernskuskeiði. Hann
smfðaði baðstofur í Rangárþingi sumur-
in mín í Stóru-Mörk, hagur maður og léttur
í lund, átti viljuga hesta og reið um sveitir
eins og skarti búinn fornkappi. Nú hand-
leikur hann kirkjubækur og skrifar hjá sér
nöfn og ártöl. Mig grunar, hvaða sögu hann
rif jar upp. Byggðarlag hans varð fyrir hryggi-
legu tjóni á öldinni, sem leið. Fjögur skip
fórust f róðri fyrsta dag vertíðar. Þá drukkn-
uðu báðir afar Árna smiðs og margir frænd-
ur. Húsfreyja á sjötta hverjum bæ f tveimur
hreppum stóð uppi fátæk ekkja. Þá var lít-
ið sofið og mikið grátið f Landeyjunum, en
tíminn þerraði tárin og græddi sárin. Ekkj-
urnar giftust flestar öðru sinni, börnin uxu
úr grasi, og ný kynslóð fyllti skarðið, slysa-
veturinn varð fjarlæg endurminning. Árni
smiður minnist feðra sinna og mæðra. Frá
æskudögum hefur hann rakið ættir sínar öll-
um tómstundum og kann þær upp á sína tfu
fingur. Gaman er að heyra hann segja frá
Sveini skálda frænda sínum. Hann missti
stúlkuna, sem var heitbundin honum, og festi
ekki yndi heima eftir það, en fluttist til Vest-
urheims, stundaði fiskiveiðar á Nýja-íslandi
af frábæru kappi og efnaðist þar, en var
einhleypur alla ævi, gat vfst aldrei gleymt
meyjaraugunum, sem störðu á hann feig og
sóttheit dauðastund unnustu hans f kotinu
við sandinn, þar sem brimaldan strfða svell-
ur og stynur svo þungan.
Árni smiður líkist Sveini skálda, að ég
ætla, þó að hann hafi oft verið við kven-
mann kenndur. Hann ver drjúgum hluta af
tekjum sínum í bókakaup og er víðlesinn og
sjálfmenntaður. Mest finnst honum til um
Halldór Laxness af fslenzkum rithöfundum
samtíðarinnar, og veldur Brekkukotsannáll
einkum þeirri aftsöðu. Þó man ég hann kát-
astan nýkominn úr sumardvöl við Breiða-
fjrð með Hið Ijósa man f þakklátum huga.
Sagan hafði lokið upp fyrir honum f anda
dýrlegum undraheimi, sem hann fékk stað-
festan morgnana björtu og kvöldin hljóðu,
þegar Dalasýsla ilmar, glitrar og skfn. Sjald-
an hefur maður að sunnan farið betri ferð
vestur þangað.
Árni smiður flíkar lítt vísunum sínum. Sig-
urður frá Haukagili veit naumast deili á hon-
um sem hagyrðingi, hvað þá aðrir, sem
vísnafræði stunda. Ég má ekki Ijósta því upp,
hvert skáld hann er, en tek mér samt bessa-
leyfi að herma þessa hógværu en margræðu
StÖkU:
Ef þú verður væn og hlý,
vonunum mínum sjúku,
langar mig að leggjast í
lautina þína mjúku.
Árni smiður sagði mér einhvern tíma
kenndur, að þetta væri klámvfsa, en ég
skyldi óhræddur hafa hana yfir á kvenrétt-
indafundi.
pjarni er sjómaður og plægir hafið árið um
" kring nema á stórhátíðum og í verkföll-
um. Nú les hann áreiðanlega héraðslýsingu
átthaga sinna á Norðurlandi.
Eg sé hugarsjónum lágan bæ undir bröttu
fjalli í grænum dal. Þá er sumar og sól, en
á þessum slóðum mun vetrarrfki hvað mest
í nágrenni við heiðar og jökla. Við Jón minn
Þórarinsson komum hingað á björtum degi,
þótt að svifi haustið, og áðum í mjúkri
brekku. Þá flaug hugur minn spöl tveggja
alda. Dalurinn var myrkri hulinn og stormi
barinn. Stórhríðin nísti hann helköldum greip-
um og stálhörðum. Þessa nótt féll snjóflóð á
bæinn, svipti honum langan veg og braut
hann í spón á augabragði. Enginn á heimil-
inu komst lífs af úr skriðunni nema smala-
hundurinn. Hann sat á fönninni, þegar að
var komið, og gelti á tunglið eins og brjál-
aður.
Hingað berst sjávarhljóðið, þegar hafið ýf-
ist í skammdeginu og lemur hamarinn á
nyrzta skaga. Það kallaði Bjarna til sín ung-
an. Hann kvaddi fjall og dal, tún og grund,
vatn og engi og fór f siglingar. Bjarni lenti
minnsta kosti þrisvar sinnum f skipreika
styrjaldarárin, en hélt ótrauður áfram sjó-
mennskunni. Nú veiðir hann sfld og þorsk
á frægu aflaskipi og kemur aldrei heim f
átthagana. Samt er saga þeirra honum kær-
ust dægrastytting, ef annir leyfa. Þvf situr
hann nú í bókasafninu með héraðslýsinguna
f höndum og les um dalinn sinn, þar sem
fólk hans lifði og starfaði öldum saman.
Ræktarsemin við upprunann er eigi sfzt í
fari þeirra, sem heiman fóru. Islendingar
slitna aldrei af rót sinni, sem liggur djúpt í
jörðu, þó að grýtt sé og snögg á köldum
vetri og hörðu vori. Grími Thomsen mæltist
harla vel um það efni í Ijóðinu alkunna,
enda gerist ýmsum skapþungt stundum f
langri útlegð fjarri ættarranni. Undan því
sálarfargi sprettur fram rík tilfinning, sem
er eins og tær lind og svöl.
Margur er og einfari í þéttbýli og fjöl-
menni. Bjarni sjómaður er engan veginn
allra viðhlæjandi, þó að hann eigi til að
gleðjast á góðra vina fundi. Geð hans hefur
mótazt af landinu, sem ól hann, og sjónum,
sem er honum vettvangur starfs og skyldu.
Þannig verða til íslenzk náttúrubörn eins og
þessi fastlyndi og jafnvægi sveitarmaður,
sem plægir hafið, en man og þráir dalinn
sinn, ef hann má vera að því að gleyma
líðandi stund.
Veðurfar er strítt í vetrarrfkinu norðan
lands, og hraustur verður hver sá, sem lifir
það af. Bjarni sjómaður er Ifka margra maki
10 VIKAN 18-tw-