Vikan


Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 13

Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 13
Skipunin var óskiljanleg, fyrst ekki var sagt hvert ætti að aka. — Hvert á ég að aka? — Það skiptir engu máli. Aktu bara af stað. — Ég er . . . hóf Georg máls, en þegar hann fann byssuhlaupið við bringu sér, varð honum orð- fall. Hann vildi ekki deyja. Hann hafði jú. . . . Aldrei hafa göturnar verið svo dimmar og auðar og nú, hugsaði John. Hvers vegna var hvergi nokkra lifandi sálu að sjá? Hann sá stjörnuhrap á svörtum himnin- um. Vegurinn lá nú gegnum skóg og trén urðu stöðugt þéttari. Skammt undan var White Oaks, skógarsvæði, sem enn hafði ekki verið skipulagt. — Hvert erum við að fara? spurði Georg, en fékk ekkert svar; aðeins kalt byssuhlaupið við bringu hans eins og áður. Nú blasti skóg- arsvæðið við sýn, niðadimmt eins og himinninn. Hvergi sást Ijós; hvergi heyrðist hljóð; ekkert merki um mannabústaði [ nágrenninu,- ekki einu sinni kyrrstæður bíll með ungum elskendum, sem gætu heyrt til Georgs, ef hann hrópaði á hjálp. — Hér, sagði John. — Stanzaðu hér! Georg sté á hemlana. John snar- aðist út úr bílnum, gekk fáein skref frá honum og sagði síðan: — Komdu út! — En hvers vegna í ósköpunum? Georg hikaði, en sté loks út úr bílnum. — Þegiðu, og gerðu eins og ég segi þér. Fyrir framan þá var stígur, sem lá inn í myrkviði skógarins. — Þá förum við, sagði John. Þeir gengu eftir stígnum. Trén voru gömul og risavaxin. Stígur- inn þrengdist, myrkrið varð þéttara og kyrrðin alls ráðandi. Þeir stönz- HÆGT OG HÆGT BJÖ HANN SIG UNDIR ÞAÐ SEM VERÐA VILDI.Í KVÖLDMUNDI ÞAÐ GERAST. í KVÖLD HLAUT HANN AÐ VERÐA MANNI AÐ BANA. EN HVAÐA MANNI? ÞAÐVAR HIÐ EINA SEM GERÐI HANN ÖRÖLEGAN. uðu við stórt, fallið tré; dautt og nakið lá það við skógarstíginn. — Hér, sagði John. Georg hugsaði um stjörnuhrap- ið, sem þeir höfðu báðir séð, og varð gripinn ofsahræðsiu. Hann ætlaði að gera grein fyrir máli sínu. Hann gat útskýrt þetta allt saman, en John hafði skipað hon- um að þegja. Vitskertur maður með byssu. Það var hyggilegast að fara varlega í sakirnar, þegar þannig stóð á. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð. En ef hann segði ekkert. .... Hann beið. John gekk fáein skref frá. And- lit hans lýsti í myrkrinu eins og hvít gríma með svartar augnatóttir. — Snúðu þér við, sagði hann. Georg rann kalt vatn milli skinns og hörunds. — Hversvegna? Það var heimskulegt að hlýða slíkri skipun, en hvernig gat hann varið sig? Georg sneri sér við og skalf af hræðslu. Nú var rétti tím- inn til að útskýra málið . . . fljótt! Hann hafði ekki sagt nema fáein, 'slitrótt orð, þegar skot kvað við og ' hann féll til jarðar. Upplýst húsið hans var öðru- vísi en áður. John hljóp léttilega upp tröppurnar. Hann mundi varla eftir því, sem gerzt hafði í skógin- um. Honum fannst eins og það hefði gerzt fyrir langalöngu. Stjarna hafði hrapað af svörtum himni niður í dimman skóg. Það var allt og sumt. Hann setti lykil- inn í skrána. — Ó, það er hannl Georg, hvað varð af þér? John gekk inn í dagstofuna. Bros Grace, konu hans, stirðnaði og Ro- berta, kona Georgs, starði á hann. Honum fannst eins og Ijósin blikn- uðu og kaldur gustur færi um stof- una. Grace og Roberta líktust brúð- um í útstillingarglugga, sem störðu á hann, eins og hann væri ókunn- ur maður. Honum fannst hann vera óboðinn gestur; vissi ekki hvernig hann ætti að afsaka nærveru sína. Ógnþrungin hræðsla þyrmdi yfir hann. — Við héldum, að þetta væri Georg, sagði Grace. — Hann fór út á horn til að kaupa ís og er ekki kominn aftur. Hvernig gat hann það, þegar hann lá úti í skóginum, — lá dauð- ur á bak við dautt tré? Þetta voru grimmileg mistök. Það var ólfklegt, að hann hefði verið elskhugi Grace. — Viltu ekki ganga niður á horn, bað Roberta. — Ég veit vel, að Ge- org er málgefinn og kannski hefur hann hitt einhvern á leiðinni. En hann er búinn að vera ískyggilega lengi. John kinkaði kolli og gat engu svarað. Hann gekk út um dyrnar, beið fyrir utan í fimm mínútur, en fór síðan aftur inn og sagði, að Georg hefði ekki verið á ísbarnum. — Þá hlýtur eitthvað að hafa komið fyrir hann,sagði Roberta og grét filll örvæntingar. Framhald á bls. 31. I8.tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.