Vikan


Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 12

Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 12
IAITT THI DIMMUM SKOGI Heilbrigður maður hefur ekki áhyggiur af símhringingum, þótt þær séu dularfullar, hugsaði hann með siálfum sér. Þetta hlaut að vera einhver fáráðlingur, sem hafði gaman af að gera honum gramt í geði með þessu móti. John Rocee starði á símann og hét því, að svara ekki, þegar hringt yrði næst. Hann kveikti sér f sígarettu og gekk að glugganum. Gluggatiald- ið var dregið frá, og hann virti fyrir sér húsaröðina hinum megin við götuna. Ljós logaði í hverjum glugga. Þarna bjuggu nágrannar hans. Hver gat þetta verið, hugsaði hann ósjálfrátt, en ákvað síðan að brjóta ekki heilann frekar um ná- unga, sem beitti svo ómerkilegum brögðum. Þá hringdi síminn aftur, og hann gleymdi heiti sínu. Hann lyfti tól- inu og svaraði: - Halló? Fyrst var þögn eins og venju- lega. Síðan hljómaði hin ókunna rödd. Hann var reyndar farinn að þekkja hana. Þetta var rödd ein- hvers af nágrönnum hans, en hann vissi ekki hver það var. — Það er í sambandi við kon- una þína, John, sagði ókunna rödd- in. — í gærkvöldi, þegar þú vannst frameftir, fékk hún heimsókn. Það var hann, þú veizt við hvern ég á. En henni er vorkunn. Allar konur falla fyrir honum. Hann er mjög reyndur kvennamaður. — Andartak, sagði John. — Hvern tala ég við með leyfi? — Einn af nágrönnum þínum. — Eg er jafnnær fyrir það. — Ég vil heldur halda nafni mínu leyndu, ef þér er sama. Reyndar er þessi náungi, sem heimsækir konuna þína, einnig ná- granni þinn. — Hver er hann? — Þú álítur, að hann sé vinur þinn, og hann lætur sem hann sé það, en. . . . — Hvernig vitið þér þetta? — Ég sé það með mínum eigin augum. Og af tilviljun veit ég, hvaða kvöld vikunnar þú vinnur frameftir. Hinn svokallaði vinur yð- ar veit það líka. Hann heimsækir konuna þína einmitt þau kvöld. Ég hef séð það út um gluggann minn. Hann er stundvís; eins og klukka. Og hann fer alltaf hálftíma áður en þú kemur heim. John kreppti fingurna um sím- tólið. Lygi. Haugalygi. Hann trúði skki einu einasta orði af þessu. -iann langaði til að skella símtól- nu á, en það mundi ekki koma í /eg fyrir nýjar upphringingar. — Hvers vegna eruð þér að iegja mér þetta? spurði hann. — Af því að ég er vinur þinn. — Ef þér eruð [ raun og veru /inur minn, hvers vegna segið þér 5á ekki til nafns? Það varð löng þögn; síðan sagði >kunna röddin: — Það mundi ekki þjóna neinum ilgangi. Auk þess kæri ég mig ekki Sakamálasaga eftir Hal Ellson Ú R SAFNI ALFREDS HITCHCOCKS EINKARÉTTUR: VIKAN um að blanda mér í mólið. Ég tel mig hafa gert skyldu mína með því að aðvara þig. Ef til vill vilt þú helzt losna við að taka afleið- ingunum, og ég lái þér það ekki. Þetta er ekki sársaukalaust. En get- urðu haldið áfram að láta eins og ekkert sé? John svaraði ekki. Hann lagði tólið á og starði sljóum augum á iivegginn fyrir framan sig. Hann sá [€ fyrir sér í huganum húsaröðina hinum megin við götuna. í einu1 þeirra bjó maðurinn sem hringdi; í öðru annar maður, sem ... A föstudag og laugardag vann John frameftir og kom ekki heim fyrr en klukkan tíu um kvöldið. Ef svo bar við, að hann kæmi fyrr heim, var hann vanur að hringja í Srace og láta hana vita af þvt. Eitt föstudagskvöld var enn iringt í hann og sama, ókunna öddin aðvaraði hann. Kvöldið eft- r hætti hann snemma að vinna og agði af stað heim, án þess að iringja í Grace. Stundarf jórðung /fir níu stanzaði hann fyrir utan Dar í námunda við heimili sitt og ékk sér glas af víni. Tíu mínútum iíðar ók hann heim til sín og lagði aílnum fyrir utan húsið sitt. Klukkan hálf ellefu sté hann úf ir vagninum. Hann blygðaðist sín yrir að hafa tortryggt konu sínai dð ástæðulausu og var æfareiður 'fir því að hafa verið hafður að iífli. Grace sat og horfði á sjónvarp- ið, þegar hann kom inn í stofuna. — En hvað þú kemur seint, sagði hún. Og þegar hún tók eftir hvað hann var dapur á svipinn og þreytulegur, stóð hún á fætur og kyssti hann. — Þú hefur unnið allt of lengi, elskan, sagði hún. Komdu og setztu! Maturinn verður tilbú- inn rétt strax. Klukkan ellefu hringdi síminn. Grace svaraði, en tólið var sam- stundis lagt á. Hún sneri sér gröm að manni sínum og sagði: — Þetta er ein af þessum dular- fullu hringingum. Mér er ekki far- ið að standa á sama um þær. Get- um við ekki gert eitthvað í málinu? — Það er víst erfitt, svaraði John. — En það er ekkert að óttast. Táningar hafa gaman af svona lög- uðu. Þefta róaði hana og stuttu sfðar fór hún að hátta. Enda þótt þetta hefði verið erfiður dagur, var John ekkert þreyttur. Hann sat ( dagstof- unni og las f blaði. Hálftíma síðar hringdi sfminn enn og hann svaraði. Það var sama, ókunna röddin. John var viti sfnu fjær af reiði og gat ekki kom- ið upp neinu orði. Röddin sagði: — Það er leiðinlegt, að ekkert skyldi gerast í kvöld. Elskhugi konu þinnar var eitthvað vant við látinn. En hann kemur aftur. Ég vona, að ’þú verðir vel á varðbergi og stand- ir hann að verkl. — Sáuð þér mig? — Já, ég sá þig úr glugganum mínum. Jæja, það er vfst orðið framorðið. Góða nótt! John lagði tólið á. Ætlaði þetta „spaug" aldrei að taka enda? Hann vissi ekki hverju hann ætti að trúa, en honum var runnin reið- in. Hver var elskhugi Grace? Hver af nágrönnum hans? Hann gekk að glugganum og leit út. Auð gata og dimm, leyndardómsfull hús. Engin verksummerki eftir þann, sem kom, þegar hann var ekki heima. Næsta föstudag staðfestist hinn illi grunur. John lagði bíl sfnum hinum megin við götuna fyrir ut- an húsið sitt. Hann beið og var svo spenntur á taugum, að hann gat ekki einu sinni reykt. Fimm mínútur liðu. Honum fannst þær eins og heil eilífð. Sviti spratt fram á enni hans, og samt fann hann hvernig undarleg ró færðist yfir líkama hans og hugsanir. Hægt og hægt bjó hann sig undir það sem verða vildi. I kvöld mundi það gerast. I kvöld hlaut hann að verða manni að bana. En hvaða manni? Það var hið eina, sem gerði hann órólegan. Ef hann vissi það, væri honum ekk- ert að vanbúnaði. Enn liðu nokkr- ar mínútur. Ekkert gerðist. Hann hnipraði sig saman, þegar hann heyrði hurð opnast. Hann leit í áttina að húsinu sínu. Maður birt- íst á tröppunum. Nú hljóp hann niður þrepin — ógreinileg vera, sem kom út úr skugganum. John þekkti hann, þegar hann kom nær. — Georg! Maðurinn stanzaði og leit í kringum sig. John kallaði til hans aftur. í þetta skipti kom Georg auga á hann, hikaði andartak, en gekk síðan yfir götuna. Þegar hann kom að bílnum, stakk hann höfð- inu inn um opinn gluggann og sagði: — Ó, ert það þú! Hvers vegna siturðu hér? Það leið góð stund, áður en John svaraði. Hann starði á Georg. Svo að það ert þá þú, hugsaði hann. Það skipti reyndar engu máli úr því sem komið var. John var sem lamaður. Hann fann ekki leng- ur til. Honum fannst sem gapandi tómarúm væri innra með honum. — Seztu inn í bílinn, sagði hann. — Hvað er að, John? — Ekkert. Seztu inn í bílinn, segi ég. Hann áréttaði skipun sína með því að hefja aðra höndina á loft. Bjarmi frá götuljósi féll á skamm- byssuhlaup. — Seztu við stýriðl Georg opnaði bílhurðina, settist við stýrið og sat þar grafkyrr og óttasleginn. — Aktu af stað! 12 VIKAN 18- m-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.