Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 36
mynd, báðum í einu.
Hún hefur engu tapað í
manngildi við þennan hraða
frama sinn. Hún er elskuleg
og aðlaðandi, en ef til vill
heldur of hlédræg. Hún vinn-
ur hjörtu allra sem umgang-
ast hana; starfsfólkið í kvik-
myndaverunum heldur mjög
mikið upp á hana, vegna
þess að hún er algerlega iaus
við alla primadonnu duttl-
unga. Hún setur sig aldrei á
háan hest.
En öll frægð krefst fórna.
Það er alveg öruggt að Julie
Andrews er ekki eins liarn-
ingjusöm nú, eins og þegar
hún kom til New York í
fyrsta sinn, til að taka við
hlutverki sínu í „My Fair
Lady“. Frægð og auður skapa
ekki alltaf hamingju. í seinni
tíð hefur Julie Andrews haft
Steiiiirlimr
09
svalahandrOiO
í fjölbreyttu og fallegu úrvali.
Sendum um allt land.
Vel girt lóS eykur
verSmæti hússins.
Blómaker óvallt fyrirliggjandi.
Sendum myndasýnishorn ef óskaS er.
MOSAIK HF.
Þverholti 15. — Sími 19860.
Póstbox 1339.
við ýmsa örðugleika að stríða
í einkalífi sínu. Ilún brosir
ennþá jafn elskulega við
heiminum, en það er ekki
innilegt bros, það nær sjald-
an til augnanna. Þeir sem
kynnast henni nánar vita að
hún hefur glatað einhverju af
lífsgleði sinni, á leiðinni til
stjarnanna.
Hún virðist þó alltaf í full-
komnu jafnvægi, þegar talað
er við hana, en samt hefur
maður á tilfinningunni að
einhver órói búi undir þessu
hógværa yfirborði.
Starf hennar aðskildi þau
Tony oft langstundum sam-
an, svo það kunni eklci góðri
lukku að stýra. Það er ekki
auðvelt að viðhalda eðlilegri
sambúð, þegar hjónin stunda
atvinnu sitt í hvoru landi.
Dóttir þeirra, Emrna Kate,
er líklega það barn sem á
flesta flugtíma, miðað við
aldur. Ilún er stöðugt á flugi
milli Ameríku og Evrópu, til
að heimsækja foreldra sína.
Þetta hefur haft áhrif á Julie,
því að hún er í eðli sínú um-
hyggjusöm móðir.
Það er flest af þessa heims-
ins gæðum, sem kaupa verður
dýru verði, ekki sízt frægð-
ina ....
Framar öðru hefur Julie
Andrews stíl. Hún er ekki
ein af þeim leikkonum, sem
kölluð er „darling“, „honey“,
eða „baby“. Menn nota yfir-
leitt ekki Hollvwootl mál-
lýzku við hana. Vinir hennar
kalla liana auðvitað Julie, en
starfsfólkið í kvikmyndaver-
unum kallar hana Miss
Andrews, og umgengst hana
með samskonar virðingu og
Elizabeth Taylor, Katharine
Hepurn og Audrey Hepum.
En hún er alltaf reiðubúin
til að tala um starf sitt.
— Ég er mjög ánægð með
hlutverkið Gertrud Lawrence,
í nýju kvikmyndinni „Star“.
Það er erfitt hlutverk, en það
gefur líka tækifæri til að
spreyta sig. Gertrud Law-
rence lifði margbrotnu lífi
og hlaut mikla frægð. Fyrst
var hún uppáhald almenn-
ngs í Bretlandi og síðar í
Ameríku, og að lokum var
lnin injög snjöll skapgerðar-
leikkona. Eg er auðvitað
mjög hamingjusöm yfir því
að fá þetta hlutverk, segir
hún.
36 VIKAN 18'tw-