Vikan


Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 45

Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 45
Framhald af bls. 17 — Ég vissi of mikið, svaraði Barbara alvarlega. Hún neyddist einfaldlega til að taka mig með. — Vegabréfslausa? spurði læknirinn. — Nei, ungfrú Mar- sten, það er útilokað. — Börn hennar voru skráð á vegabréfið. Ég var klædd í drengjaföt og gekk undir nafni sonar hennar. — En Lísa var vel gefið barn á tíu ára aldri, sagði læknirinn. — Það hljómar ekki beinlínis sennilega að þér hafið fylgt bara þegjandi með. — Ég vildi fara með. — Vilduð fara með? endurtók hann. — Vilduð! endurtók hann. — Þér verðið að fyrirgefa, ung- frú Marsten, en ég á nokkuð erf- itt með að trúa þessu. Ég get þara ekki skilið af hverju þér ættuð að látast vera Lísa, ef þér eruð það ekki. — Geturðu það ekki? spurði Rick hæðnislega. — En þekkið þér mig ekki? Hún settist við hliðina á lækn- inum. — Þér sáuð mig oft, þegar ég var barn. Hún sneri andlitinu að honum og hafði ákafan hjartslátt, þegar hann virti hana fyrir sér. Það var áhyggjusvipur á vingjarn- legu andliti hans, eins og hann vildi gjaman trúa henni en gæti það ekki. — Ég veit það ekki, sagði hann að lokum. — Barn breytist mikið á ellefu árum. Það er að vísu nokkur svipur — hárið og augun.... Já, sannarlega. Rault hár og græn augu eru ákaflega óvenjuleg samstæða, sagði Rick hæðnislega sem fyrr. Ég skal vera svo tillitssamur að segja ekki skoðun mína á þessari kjökursögu, en ég verð því mið- ur að vera svo grófur að biðja um sönnun. Nöfn, heimilisföng, skjöl. — Ég er mjög hænd að kon- unni, sem hugsaði um mig, sagði hún, en ég veit að það sem hún gerði er refsivert. Ég get ekki framselt hana, það hljótið þér að skilja, svo þér verðið að trúa sögunni. —- Sögu yðar, ungfrú Marsten, hann hló hörkulega. Hún hikaði andtartak og stökk síðan út í kviksyndið. — Þið getið spurt mig um hvað sem þið viljið. Að vísu er langt um liðið, en ég man enn ýmislegt frá þessum tíma. Læknirinn ræskti sig; — Lísa litla lék sér oft við !*SSB Bragðið leynir sér ekki MAGGI súpurnar frá Sviss MAGGI súpurnar frá Sviss eru búnar til eftir upp- skriftum frægra matreiðslumanna á meginlandinu, og tilreiddar af bcztu svissneskum kokkum. Það er einfalt að búa þær til, og þær eru dásamaðar af allri fjölskyldunni. Reynið strax í dag eina af hinum átján fáanlegu tegundum. • Asparagus • Oxtail • Mushroom • Tomato • Pca with Smoketi Ham • Chicken Noodle • Cream of Chicken • Veal • Egg Macaroni Shells • 11 Vegetables • 4 Seasons • Spting Vcgetable SUPUR FRÁ SVISS dóttur mína. Munið þér hvað hún heitir? — Ég man vel eftir Katarínu. Ég man líka hvað ég var öfunds- sjúk, þegar hún eignaðist bróð- ur. Það var þá sem amma gaf mér hvolp. Munið þið eftir litla hvolpinum mínum, Voffsa? — Kannske gerið þið það ekki. Ég átti hann heldur ekki lengi. Það var eitrað fyrir hann. Ég fann hann dauðann í garðinum. — Góður guð! Læknirinn slrauk sér yfir höfuðið. Það var grafarþögn í herberg- inu. Hún teit á Rick Fraser og sá sér til ákafrar ánægju að hann starði á hana, eins og hún hefði alll í einu fengið tvö höf- uð. — Viljið þið spyrja um eitt- vhað fleira? spurði hún Ijúflega. Hann svaraði ekki, en læknir- inn svaraði hrærður: — Nei, þetta er fyllilega nægilegt. Kæra, litla barn, ég gel ekki sagt yður hve glaður ég er. Ég vona að þér fyrirgefið að ég trúði ekki undir eins. Hann dró upp vasa- klútinn og snýtti sér. — Að ég skyldi eiga eftir að lifa þetta. Hún gat ekki látið á móti sér að líta ögrandi á Rick Fraser, en í stað þess að vera eins og steini lostinn, var hann enn mjög tor- trygginn á svipinn. — Annað hvort eruð þér slungnari en ég hélt eða þá. ...! Hann kom og tók undir hök- una á henni, hélt andliti hennar grafkyrru og virti það lengi fyr- ir sér, svo sleppti hann henni. — Hvernig í helvíti á maður að gera sér grein fyrir því hvort tvílug stúlka sé sama veran og tíu ára barn var fyrir ellefu ár- um? Lísa var fölur og ræfits- legur krakki, litlaus og beinlín- is ófríð. Ég get ekki séð neitt £ líkingu. .. . Og hegðun yðar . . . sé saga yðar sönn. Hversvegna hefðuð þér þá ekki hagað yður eins og hver normal manneskja hefði gert? Hversvegna eruð þér að laumast hingað eins og þjóf- ur í stað þess að koma hreinlega fram sem barnabarn og erfingi Ldy Macfarlane? — Ég hafði engan áhuga fyrir neins konar arfi, sagði hún. — Ég hafði aldrei hugsað mér að koma aftur. Líf mitt varð allt öðruvísi á Nýja Sjálandi, miklu hamingjusamara á allan hátt. Ef amma hefði ekki orðið veik hefði ég farið héðan aftur. — Nei, auðvitað ekki. Það liggur í augum uppi að lítil millj- ón pund eða svo vekja ekki áhuga yðar. En þetta snertir einnig Lady Macfarlane og þeg- ar hún verður frísk neyðist þér til að sanna hver þér eruð. — Látum hverjum degi nægja sína þjáningu, svaraði- hún óljóst 18. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.