Vikan


Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 33

Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 33
ÚLTÍMA, Kjörgarði, L.augaveg 59. VELJUM ISLENZKT ISLENZKAN IÐNAÐ embættum landsins; iagt blátt bann við, að Mandsjuar og Kín- verjar giftust og neytt Kínverja til þess að ganga í klæðnaði Mandsjua og með fléttu — sem tákn um algera undirgefni þeirra. Pu Yi var keisari í Mandsju- kuo frá 1934 og alit þar til Sov- étríkin gengu endanlega í lið með Bandamönnum í stríðinu við Japani, en það var eins og kunnugt er skömmu áður en Japanir gáfusl upp 1945. Rússneskir hermenn tóku Pu Yi til fanga og Mandsjuria til- heyrði nú aftur Kína. Pu Yi segir í minningum sín- um: „Það var alls ekki rétt af mér að leika þetta hlutverk, sem Japanir vildu. En ég samþykkti að gera það, af því að ég hélt, að það kynni að verða til þess að viðhalda hinni gömlu og virðu- legu keisaraætt minni.“ Ekki virðist hann hafa unað sér vel sem keisari í Mandsjukuo undir vernd Japana. Hann gerð- ist strax drykkjuhneigður, og var orðinn ofdrykkjumaður eftir nokkur ár í hásætinu. 1945 var hann sendur sem fangi tul Síberíu. Pu Yi bað Stalin um að þyrma iífi sínu og fá að dveljast í Sovétríkjunum, því að hann óttaðist, að vegna samvinnunnar við Japani mundu Kínverjarnir drepa hann. En Stalin varð ekki við bón hans, heldur sendi hann til Mao Tse- tung. Mao dæmdi fyrrverandi keisara landsins til tíu ára fang- elsisvistar og „heilaþvottar". Hvað síðan gerðist hefur lengi verið hulin ráðgáta. En það virðist nú vera orðið ljóst, að Pu Yi hlaut góða meðferð í fangels- inu. Hann naut talsverðs frjáls- ræðis og fékk nú í fyrsta sinn að umgangast fólk á venjulegan hátt! Pu Yi komst fljótt að raun um, að Kína var nú orðið gjörbreytt land frá því sem áður var. Hann byrjaði að lesa bækur og var látinn vinna við garðyrkjustörf. Þegar hann var leystur úr haldi 1959 var „sonur himinsins“ orð- inn gallharður Maokommúnisti! Síðustu ár ævi sinnar hafa lík- lega verið bezlu ár þessa marg- hrjáða keisara. Hann lifði frið- sælu og áhyggjulausu lífi. Um tíma vann hann í stærsta skrúð- garði í Peking. 1963 tók hann að fást við sagnfræðilegar rann- sóknir, og það virtist eiga vel við hann. Hann vissi margt, sem hafði gerzt bak við tjöldin, með- an hann var keisari og enginn annar hafði hugmynd um. Síðustu árin skrifaði hann endupminningar sínar, eins og áður er sagt. Hann kvæntist í annað sinn, hjúkrunarkonu sem hét Shu- hsien. Hann lifði hversdagslegu lífi eins og milljónir annarra Kínverja. Hann sagðist hafa kunnað betur við sig sem venju- legur borgari í kommúnistaríki Maos, heidur en sem keisari af Ching-ættinni. Öðru hverju var honum boðið að vera gestur í opinberum veizlum og móttökum og nokkr- um sinnum fékk hann að ræða við blaðamenn frá Vesturlönd- um. Þá fór hann gjarnan hörð- um orðum um kapítalistana, sem vildu fótumtroða rétt alþýðunn- ar. Þegar Pu Yi lézt í Peking fyr- ir nokkru var síðasti keisari Kína löngu gleymdur öllum um- heiminum — horfinn í hinn stóra hóp kínverskrar alþýðu. ★ f dagfari Framhald af bls. 11 íslendingar kunna ekki lengur að fara með strokk og skilvindu fremur en gömlu amboðin, sem vél- tæknin leysti af hólmi og gerði að endurminningu. Höfuðstaðurinn er í ólögum, sleginn þyrnirósusvefni, og hann vaknar ekki fyrr en samn- ingamennirnir í alþingishúsinu detta út af að fengnum sáttum, en hvenær verður það? Slíkt veit eng- inn, en allir vona, að björgvinirnir og hannibalarnir sofni og hvíli sig eftir verkfallið, en borgin og land- ið vakni. AuðvitaS fer ég í Últíma og fæ mér föt. f---------------------------------------------------------------Y LAVENITE TVILITU hreinlætistækin eru víðfræg fyrir fegurð og hrein- an stíl, enda framleidd af hinu viðurkennda ítalska fyrirtæki Ríchapd - Ginori (stofnsett 1735). LAVENITE (skrásett vörumerki) er fyrsta flokks gæðavara úr keramik. Þessi tegund af glerkenndu postulíni einkennist af því að glerung- urinn nær mjög langt inn í leirinn, þolir vel högg og er ónæm fyrir snöggum hitabreytingum og áhrifum frá sýru (hitaveituvatni) og litum. Richaftí - Qinori verksmiðiurnar eru einnig heimsþekktar fyrir framleiðslu sína á gólf- og veggflísum og alls konar borðbúnaði úr postulíni. BYGGINGAVÖRUVERZLUNIN NÝBORGt HVERFISGÖTU 76 SlMI 12817 18. tw. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.