Vikan


Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 8

Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 8
Klippið' hér -mesta GEYM-NÝJUNG ársins compact KÆLISKÁPUR 2501. með áberandi bezta geymslurýmið — með tilliti til utanmáls, aðeins 60x60x118 cm. Jafn nýtízku- legur og línur tízkuteiknarans. 3 hillur, sem hægt er að draga út, 22 lítra frysti- hólf, 2 grænmetisskúffur, 4 hillur í hurðinni, þá neðstu má víkka út eftir flöskustærð. Segullæsing. Er á hjólum. KPS 250 lítra compact kæliskápurinn ... byggður eftir kröfum tímaris ... NÝTÍZKULEGASTI SKAPURINN Á MARKAÐNUM Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Bergsta3astræti ÍOA. SÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK: Radionette-verzlunin, Aðalstræti 18, sími 16995. Baldur Jónsson s.f., Hverfisgötu 37, sími 18994. ‘-------------------Klippið hér — —--------------1 Til Einar Farestveit & Co. h.f. Bergstaðastræti TOA, Reykjavík. Vinsamlegast sendið undirr. mynda- og verðlista yfir KPS kæli- og frystiskópa. Æ w & ..................................................... #H H Heimilisfang: I Nafn: Hatkiiathufiif I IM l\l I ÍJTI BÍLSKIJRS HLRÐIR ýhhi- & 'Útikurlir H □. VILHJALMSSON RÁNARGDTIJ 12 SIMI 19669 r Fyrir nokkru bárust þær fréttir frá Peking, að lát- inn væri ósköp venjulegur ríkis- starfsmaður, Mauan Tung að nefni, 61 árs gamall. Mauan Tung var meðalmaður á hæð, ólögulegur í vexti og sí- fellt með bros á vör. Síðustu fjögur ár ævi sinnar hafði hann búið í Peking, lagt stund á sagn- fræðilegar rannsóknir og skrifað endurminningar sinar. Hann náði að ljúka við fyrsia bindið af sinni ótrúlegu ævisögu, sem rak- in verður stuttlega hér á eftir: Upprunalega hét hann Pu Yi. Hann fæddist 1906 og var krýnd- ur keisari í Kína, þegar hann var aðeins tveggja ára gamall! Hann tók við af frænda sínum, Kuang Hsii, sem hafði setið að völdum í næstum fimmtíu ár. Var sagt, að hinn langi valdatími hans væri fyrst og fremst að þakka hinni duglegu og samvizkulausu móður hans, Tze-hsi keisara- drottningu. Bæði keisarinn og móðir hans létust á sama árinu, 1908, og varð þá frændi þeirra, Pu Yi, drottnari yfir öllum íbú- um Kína, 500 milljón að tölu, — þótt hann væri aðeins tveggja ára gamall. Á meðan á krýning- unni stóð, grét litli keisarinn stöðugt. Hann saknaði svo mjög ömmu sinnar, sem líklega hefur verið eina manneskjan, sem hann elskaði um ævina. Pu Yi litli hafði skiljanlega lítinn skilning á hlutverki sínu. Öll barnæska hans var í hæsta máta dapurleg, því að hann átti að verða „hinn guðdómlegi drottnari Kína“. — Hann var alinn upp í hátíðlegum einmanaleik og fékk ekki að leika sér með öðrum börnum. Honum leyfðist í rauninni ekki að vera bam. í heimi hans var ekkert ást- ríki til, þótt hann væri alinn upp á silkipúðum í gullnum sölum. Hirðmeyjarnar sögðu honum, að hann væri afkomandi álfa- meyjar, sem hafi verið send til jarðarinnar af himnum ofan. Hún hafi orðið barnshafandi af rauðu beri, sem hún borðaði, og þess vegna hafi hún ekki getað yfirgefið jörðina aflur. Þannig var álitið, að keisaraættin, sem Pu Yi tilheyrði, hefði orðið til meira en 200 árum fyrir Krists burð. Á meðan hirðmeyjarnar kenndu Pu Yi alls konar kredd- ur og siðareglur og klæddu hann í hin fegurstu silkiklæði, var Kína þrætuepli erlendra stórvelda. Uppreisn, sem miðaði að því að reka alla útlendinga úr landinu, misheppnaðist. Er- lendir herir höfðu tekið Peking herskildi og brotið á bak aftur alla mótspyrnu landsbúa. Algjör ringulreið ríkti í Kína. Landið var stjórnlaust í höndum litla keisarans og duglausra ráðgjafa hans. Uppreisn hersins leiddi til al- gjörrar byltingar. Mynduð var 8 VIKAN 18-tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.