Vikan


Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 43

Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 43
Mótmælendurnir umkringdu hann þegar i stað; þeim stóð ekki á sama að sjá hvernig hann hafði enn áhrif meðal áhafnar sinnar, þrátt fyrir allt. Manigault hélt pistólu að baki hans. — Reynið nú ekki að ögra okkur herra. Þótt við höfum enn ekki ákveðið hvað við ætlum að gera við yður eruð þér nú i okkar höndum og við látum yður ekki komast undan. —• Ég er ekki svo heimskur að ímynda mér það, ekki að svo búnu að minnsta kosti. Mig langar bara að kanna sjálfur ástandið. Hann gekk fram á pallinn, rólegur og fumlaus, þótt múskettum og pistólum væri beint að honum og hallaði sér upp að því sem eftir var af gylltu handriðinu, en hluti af þvi hafði orðið sjónum að bráð meðan stormurinn geisaði. Nú mátti Joffrey de Peyrac glöggt sjá þann skaða sem skipið hafði orðið fyrir. Seglin héngu rifin niður með möstrunum og sum voru kom- in 1 vonlausa hnúta á kaðalendum og sveifluðust um, hættuleg hverj- um þeim sem vrði fyrir þeim. Frammi í stafni lá framsiglan höggvin með öllum seglum og kaðlar og segl lágu um allt þilfar, svo hið glæsi- lega skip Gouldsboro var likast flaki sem sjórinn hefur gert að bráð sinni. Þótt orrustan hefði staðið stutt hafði hún verið ofsafengin og bætt enn á þá eyðiieggingu sem stormurinn hafði valdið. Líkum var stráð á þilfarið og uppreisnarmennirnir voru þegar teknir að kasta þeim kæruleysislega fyrir borð. — Já, ég skil, sagði Rescator lágt. Hann leit upp og sá hina nýju áhöfn innan um kaðlana í þeim tveimur möstrum sem eftir voru. Þeir voru ekki margir en þeir virtust önnum kafnir við að greiða seglin, greiða flækjur og ganga frá nýju i staðinn fyrir það ónýta. Sumir hinna ungu mótmælendadrengja voru nú að fá sína fyrstu lexíu sem seglamenn. Þeir unnu ekki hratt, en hafið var aftur orðið kyrrt eins og myllutjörn og virtist reiðubúið að gefa ný- liðunum nokkurn tíma til að læra sitt starf. Á stjórnarpallinum hafði Le Gall, sem laumaðist þangað í morgun- þokunni og skaut Jason, tekið sér í hönd kallara hans. Manigault hafði trúað Le Gall fyrir skipinu, því hann vissi meira um sjóinn og siglingu en nokkur þeirra hinna. Briage var við stýrið. Allir mennirnir frá La Rochelle höíðu eitthvað átt við sjó og höfðu hugmynd um hvað til þeirra friðar nú heyrði og þótt Gouldsboro væri stórt skip, ættu þeir að geta ráðið við það með tuttugu sjómenn sem höfðu tekið þátt í uppreisninni, ef þeir gæfu sér ekki tíma til hvíldar .... og ef að . ... Rescator sneri sér að mótmælendunum og brosti enn: — Vel gert, herrar mínir. Ég sé að þið hafið skipulagt þetta mjög vandlega. Þið gátuð hagnýtt ykkur þá staðreynd að menn minir voru örmagna eftir heila nótt í baráttu við að bjarga skipinu, lífum sinum og þá ykkar um leið og reyndu nú að njóta nokkurrar hvíldar; höfðu aðeins skilið nokkra félaga sína eftir á vakt. Það hlýtur að hafa orðið ykkur til mikillar hjálpar í sambandi við sjóránsáætlun ykkar. Eðlisrautt andlit Manigaults varð jafnvel enn rauðara við þessa móðgun. — Sjóránsáætlun! Þetta er nú að rangsnúa hlutunum. —■ Er það? Hvað annað getið þið kallað það að leggja undir sig með valdi eigur annarra, sem i þessu tilfelli eru skip mitt. —• Skip sem þér stáluð frá öðrum. Þér lifið á ránum. — Þið mótmælendurnir eru ákaflega hugmyndaríkir í dómum ykkar. Skreppið aðeins til Boston og þér munuð komast að því að Gouldsboro var smíðuð þar. samkvæmt teikningu sem ég hafði sjálfur gert og ég galt fullu verði og út í hönd fyrir smíðina. — Þá hefur gjaidmiðillinn verið tortryggilegur, þorum við að full- yrða. — iHver meðal okkar getur gortað að því að gullið í pyngju hans komi frá algjörlega flekklausri lind? Eru ekki auðæfi yðar sjálfs, Monsieur Manigault, arfur frá hinum guðhræddu forfeðrum yðar, sjó- ræningjunum og kaupmönnum í La Rochelle? Og er hann ekki vökvaður með tárum og svita þúsunda og aftur þúsunda svartra þræla, sem þér hafið keypt á Guineuströnd og selt i Ameriku? Hann hélt áfram að halla sér fram á liandriðið, brosti enn og spjallaði ieins og hann sæti inni í setustofu, fremur en stæði á illa förnu skipi, frammi fyrir yfirvofandi diauða. — Ég sé ekkert skyit með því, sagði Manigault undrandi. ■— Ekki fann ég upp þrældóminn og þar að auki þarf Ameríka mikið af þrælum og ég sé henni fyrir þeim. Rescator rak upp svo snöggan og móðgandi hlátur að Angelique tók fyrir eyrun. Hana iangaði að hlaupa til hans, handviss um að þessi ósvifni mvndi leiða af sér skot frá Manigault, en ekkert gerðist. Mót- mælendurnir voru eins og heillaðir af persónuleika hans. Angelique fann eins og straum geisla frá honum. Hann hafði vald á þeim af ein- hverju, ósýnilegu afli og tókst að gera þá óvitandi um hvar þeir voru og hvað var að gerast. — Ó, hin órannsakanlega, hreina samvizka hinna réttlátu, sagði hann, þegar hann náði andanum aftur. — Þegar maðurinn er viss um að hann hafi séð ljósið, hvað getur þá raskað trú hans á réttlæti þess sem hann gerir. í krafti þess ljóss? En nóg um það, sagði hann með kæruleysis- legri og valdsmannslegri handahreyfingu, hreyfingu hins fædda aðals- manns. — Það er hrein samvizka sem helgar meðalið, og samt, ef það sem þið hafið nú gert er ekki hreint sjórán, hvernig getur það þá rétt- lætt þau orð ykkar að svifta mig öllum mínum eigum og jafnvel lífinu. — Þér höfðuðu í hyggju að fara með okkur annað en við ætluðum ■— til Santo Domingo. Rescator svaraði ekki. Dökk, leiftrandi augu hans viku aldrei af aindliti Manigaults. Þeir störðust í augu og sá myndi sigra sem kæmi Ihinum til að líta undan. — Svo þér neitið því ekki, hélt Manigault áfram sigri hrósandi. — Sem betur .fór sáum við við yður. Þér ætluðuð að selja okkur. — Huh! Er ekki þrælasala fyllilega góð og heiðarleg fjáraflaleið að yðar mati? En þér hafið rangt fyrir yður. Mér kom aldrei til hugar að selja ykkur. Mér geðjast engan veginn að hugmyndinni. Ég hef enga hugmynd um hvað þið eigið í Santo Domingo, en min auðæfi eru miklu meiri en allt það samanlagt, sem finnst á þeirri litlu eyju og það sem ég hefði getað fengið fyrir ykkar vesælu mótmælendaskrokka, hefði aldrei getað bætt hægilega miklu við auðæfi mín. til að fá mig til að fylla skip mitt af slíkum flokki, sem ykkur og ykkar fjölskyldum. Ég hefði jafnvel gefið mikið til að vera laus við ykkur, bætti hann við •se. ■ * mjólkin bragðast með bezt 'NESQU/K NESQU/K KAKODRYKKUR 1. 2. 3. og þú getur búið þér til bragðgóðan og fljótlegan kakoarykk Hella kaldri mjólk í stórt glas. Setja 2—3 teskeiðar NESQUIK út í. Hræra. Mmmmmmmmm. með tvíræðu brosi. — Þið liafið allt of háar hugmyndir um það hvað hægt væri að fá fyrir ykur, meira segja þér Monsieur Manigault, þrátt fyrir alla yðar reynslu, sem kaupmaður með mannlegt hold. — Nú er nóg komið! hrópaði Manigault í bræði sinni. — Það er heimska að standa hér og hlusta þannig á yður. Og ósvifni yðar bætir ekki um íyrir yður. Við erum að verja líf okkar sem þér ætluðuð að ráða yfir. Allt það óréttlæti sem þér hafið sýnt okkur... — Hvaða óréttlæti? De Peyrac greifi stóð þarna þráðbeinn í baki með harðan svip á andlitinu. Þeir stóðu þöglir frammi fyrir leiftrandi augum hans. — Hef ég sýnt ykkur meira óréttlæti en drekar konungsins, þegar þeir þeystu á eftir ykkur með brugðna branda. Herrar mínir, minni yðar er afar lélegt, eða ef til vill eruð þið aðeins vanþakklátir. . . Svo bætti hann við: —• Svona, starið ekki á mig með þessum æðisgengnu augum, eins og ég hafi ekki skilið hvernig ykkur leið. Ég skil það, já, svo sannarlega! Og ég veit nákvæmlega hvað ég hef gert ykkur. Eg hef tekið ykkur um borð í skip með fólki, sem er ólíkt ykkur sjálfum. Þeir eru fulltrúar hins illa í augum ykkar og þeir hafa sýnt ykkur velvild. Maðurinn óttast ævinlega það sem hann ekki skilur, og þó voru það þessir Márar, þessir vantrúarhundar, óvinir Krists, sem ég hef um borð hér, þessir ólifnað- 18. tw. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.