Vikan


Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 44

Vikan - 09.05.1968, Blaðsíða 44
r J. P. ELDHÚSiNNRÉTTiNGAR eru landsþskkt gæðavara og hafa aílci þó kosti sem þarf í nýtízkuieg og fulikomin eldhús. — AÐEINS ÚRVALS EFNI NOTUÐ VEUUM ISLENZKT(W)íSLENZKAN IÐNAÐ HÚSGAGNAVERKSMIÐJA JÓNS PÉTURSSONAR SKEIFUNNI 7 - SÍMI 31113 V__!____________________________________/ armenn a£ ströndum Miðjarðarhafsins, þessir gróíu og guðlausu sjó- imenn, það voru þeir sem fúslega deildu með ykkur skipskexskammt- inum sínum. Það voru þeir sem létu börnin ykkar hafa alla hina fersku fæðu um borð, til að koma i veg fyrir að þau fengju skyrbjúg. Það eru ennþá tveir menn liggjandi niðri í lestinni, sem særðust hjá La Rochelle. E’n þiS gátuð ekki verið vinir þeirra, því samkvæmt mati ykkar eru þeir slæmir. Það lengsta sem þið gátuð gengið var að gera þá að samsærismönnum ykkar, eins og þið farið að við arabisku þræla- ■salana, sem heimsækja strendur ykkar til að selja ykkur svertingjana, sem þeir hafa tekið með ofbeldi á ránsferðum um hálendi Afríku, sem .ég þekki mjög vel, en þið ekki, en nóg um allt það. — Hvenær ætlið þér að hætta að núa mér þrælunum minum um nasir? spurði Manigault. — Drottinn minn, það er eins og þér séuð að saka mig um að vera gkepamaður. Er ekki betra að bjarga þessum guðlausu villimönnum frá skurðgoðum sínum og niðurlægingu og kenna þeim að trúa á hinn eina, sanna guð og gera þá stolta af störfum sínum. Undrunin skein úr svip Joffrey de Peyrac. Hann tók með annarri hendi undir hökuna og var hugsi um stund, svo kinkaði hann kolli. •— Ég skal viðurkenna að þetta sjónarmið er verjandi — þótt maður þyrfti að haía mjög — hér — mikla trúarvitund til að sjá Það þannig, en. mér fyrir mitt leyti finnst það andstyggilegt, ef til vill vegna þess að ég hef sjálfur borið hlekki. Og hann smokraði knipplingalíningunum hærra upp á handleggina og rétti brúnar hendurnar í áttina til þeirra með hvítum örum á úln- liðunum. Voru þetta mistök af hans hálfu? Mótmælendurnir sem höfðu hlýtt á hann, að Þvi er virtist af mestu athygli, kipptust nú við og svipu'r þeirra harðnaði aftur. — Já, hélt Rescator áfram og það var eins og hann nyti að sjá við- brögð þeirra. — Ég og áhöfn mín um borð; allir höfum við borið hlekki. Það er þessvegna sem okkur geðjast ekki að þrælakaupmönnum eins, og yður. — Glæpamaður; æpt.i Manigault. — Og ætlist þér enn til að við treystum yður og galeiðuþrælahópnum yðar? — Er það svo skelfilegt að ferðast á þóftum konungsins, í landi okkar herra? Þegar ég var i fangelsinu í Marseilles var þar fjöldi manna með mér, sem hafði framið Þann glæp einan að vera af söfnuði Kalvinstrúarmanna, til heyra hinum siðbættu mótmælendum eins og það er kallað, í franska konungdæminu, sem þið eruð að flýja frá. — Það var annað. Þeir þjáðust fyrir trú sina. — Og hafið þér rétt til að dæma mig, án þess að vita fyrir hvaða trú ég var einnig ranglega dæmdur? Mercelot rak upp kaldhæðnislegan hlátur. --- Áður en langt um líður, herra minn, reynið þér að telja okkur (irú um að fangelsin í Marseilles og galeiður konungsins séu fulllar af saklausum mönnum, en ekki launmorðingjum, glæpamönnum og þjóðvegaræningjum, eins og þau ættu að vera. — Hver veit. Það væri aiveg eftir hinum gamla heimi, því miður. Hann lyfti einum fingri með næstum spámannlegum tilburðum og á þeirri stundu gerði Angelique sér ljóst hvað var á seyði. Hann var að leika hlutverk. Allan þennan tíma hafði hann ekki eytt einu and- artaki til að’útskýra sinar eigin gerðir fyrir óvinunum, né að reyna að snúa þeirn til síns sjónarmiðs, í þeirri vanhugsuðu von að honum tækist að koma fyrir þá vitinu. Angelique gerði sér sjálf grein fyrir tilgangsleysi þess og það var þessvegna sem hún hafði íylgt viðræð- unum með svo rniklum kvíða, því þær höfðu sýnzt út í hött á slikri stundu. Svo allt i einu sá hún gegnum þetta allt. Hann gerði sér ljóst e.ð mótmæiendurnir tóku menntaðar umræður mjög alvarlega og hafði koi.rið þeim til að rökræða um réttlæti og ranglæti í núver- andi ástandi og notað til Þess mjög sérstæð rök og spurði þá ótrú- legustu spurninga, til að halda að sér athyglinni. — Hann er að tefja tímann, sagði hún við sjálfan sig. •— En eftir hverju er hann að bíða? Hvað vonar hann að gerist? Allir hinir tryggu áhafnarmeðlimir eru læstir ofan í iðrum skipsins og hver sá sem reynir að komast út verður miskunnarlaust sleginn niður. Múskettuskot gall við á fjarri enda aðalþilfarsins, það staðfesti nið- urstöðu hennar og gerði henni ónotalega bilt við. — Hafði Berne, sem var ótrúlega næmur á allt sem viðkom Angeli- que orðið þess áskynja hvað hún var að hugsa af því einu að horfa á hana? Vinir mínir, kallaði hann. — Verið á verði! Þessi djöíull. er að reyna að vekja með okkur falska öryggiskennd. Hann vonast til að vinix hans komi honum til hjálpar og er að reyna að koma í veg fyrir að við komumst. að ákvörðun varðandi hann með því að halda áfram að spjalla. Mennirnir gengu nær og umkringdu Rescator en enginn þeirra vogaði að lyfta hendi til að handtaka hann og binda saman úlnliði hans. — Svona, reynið ekki íleiri brellur, sagði Manigault. — Þér hafið einskis að vænta. Vinir okkar af áhöfninni hafa kynnt okkur skipið í smáatriðum og Maitre Berne sjálfur, sem — eins og þér ef til vill munið — þér settuð í járn, hefur þegar uppgötvað að klefi hans fékk ferskt loft gegnum göngin sem akkerisfestin leikur i. \7ið höfum tryggt okkur þau göng og þar af leiðandi leið að skotfærabirgðunum. Við munum berjast ofan í lestinni ef við megum til, en við höfum skotfærin á okkar valdi. — Til hamingju! Hann var enn hinn mikli aðalsmaður og illa dulin kaldhæðni hans espaði þá í senn og var þeim áhyggjuefni. — Ég viðurkenni að sem stendur eruð þið sterkari en ég. Ég legg áherzlu á „sem stendur" því þegar allt kemur til alls á ég fimmtiu trygga menn hérna fyrir neðan og hann stappaði með fætinum á þilíarið. — Haldið þér raunverulega að þegar þeir eru komnir yfir fyrsta undrunaráfallið muni þeir sitja þar eins og fiskar í búri, dag út og dag inn, þar til þér kjósið að opna búrið? - Þegar þeir vita að þeir hafa ekki lengur neinn húsbónda til að þjóna, svaraði Gabriel Berne hugsi. •—• Er hreint ekki ólíklegt að flestir þeirra gangi í lið með okkur og hvað hina snertir, þá sem kjósa að vera að eilífu....trúir.......ja, það verður verst fyrir þá sjálfa. Angelique hataði hann fyrir þessa setningu. Gabriel Berne óskaði Joffrey de Peyrae dauða. en Joffrey de Peyrac sýndist ekki kvíða neinu. Öll réttindi áslcilin, Opera Mundi, París. 44 VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.