Vikan


Vikan - 13.06.1968, Síða 6

Vikan - 13.06.1968, Síða 6
"N HatidJiíatkatÍit I X IM I «JTI BILSKÚRS HLRÐIR ýhhi- & 'Útikuriir H D. VILHJALMSSDN RANAREDTIJ 1 ?. SIMI 19669 BOL ER AÐ, EF BARN DREYMIR .... Kæri Póstur! Þar sem ég hef séð, að þú greiðir vel úr vandræð- um fólks, langar mig til að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma. Ég er trúlofuð og er í húsmæðraskóla. Fyrri draumurinn er svona: Mér fannst ég liggja í rúminu mínu og mér varð litið undir sængina. Þá sé ég, að ég hafði verið að missa fóstur. Það lá í rúm- inu, svona tveggja mánaða gamalt, og rúmið var allt atað í blóði Ég kom við naflastrenginn. Mér fannst ég ekki geta kallað á hjálp. Svo kom vinkona mín og náði í skólastýruna, Það var svo einkennilegt, að mér fannst ég vera bæði heima hjá mér og hérna í skólanum. í þessu fannst mér skólastýran, kærastinn og læknirinn koma að. Læknirinn þrífur strax undir lakið og lyftir mér upp og ætlar að bera mig út, en kyssir mig um leið. Ég varð bálreið og vaknaði í sama bili. ’Ég hef aldrei séð þennan lækni og varð svona reið yfir því, að kær- astinn skyldi standa og horfa á manninn kyssa mig. Ég tek það fram, að ég á ekki von á barni. Seinni drauminn dreymdi mig fjórum dögum seinna: Mér fannst ég vera kominn heim og var mér þá til- kynnt, að kærastinn hefði farizt. Þetta varð mér mik- ið áfall og enn meira, af því að við höfðum ekki átt neitt barn. Var ég nú al- veg sinnulaus. Mér fannst mamma vera að skamma mig fyrir að hafa ekki ver- ið orðin ófrísk, svo að ég hefði getað átt eitthvað til minningar. Vaknaði ég upp frá þessu. Vertu sæll, Kolgríma. „Böl er að, ef barn dreymir, nema sveinbarn sé og sjálfur eigi,“ segir gamalt, íslenzkt máltæki. Við ráðum drauminn þann- ig: þú og kærasti þinn munuð slíta samvistum ykkar. I»ú tekur það mjög nærri þér í fyrstu, en ekki líður á löngu þar til „lækn- irinn“ kemur og græðir sár- in. Þú kynnist sem sagt öðrum manni og giftist lionum. Það fer vel á með ykkur og sambúð ykkar verður farsæl. En lengi muntu sakna þíns gamla kærasta ofurlítið og telja þig sjálfa eiga sök á, að samband ykkar fór út um þúfur. Að lokum viljum við taka enn einu sinni fram, að við erum engir sérfræð- ingar í draumum og ráðn- ingar okkar ber að taka meir í gamni en alvöru. EINS OG KARFAR Kæri Póstur! Við erum hérna fjórar stelpur, sem roðna svo mik- ið, ef eitthvað er sagt við okkur. Það þarf ekki meir en kennarinn skammi okk- ur, þá verðum við eins og karfar. Svo er sagt við okk- ur á eftir: „Mikið svaka- lega voruð þið rauðar“. Við erum alveg að verða vit- lausar á þessu. Getur þú ekki hjálpað oklcur? Með kærri kveðju, Fjórar rauðar. Blygðunarsemi er ríkur þáttur í sálarlífi ungra stúlkna. Það er engin skömm að því að roðna, allra sízt, þegar maður er skammaður. Þvert á móti ber það vott um heilbrigð- ar tilfinningar og kveniegt eðli — og þið gctið verið stoltar af því. LEIKLISTARAHUGI Kæri Póstur! Við höfum áhuga á leik- list. En við höfum ekki hugmynd um, hvernig við eigum að búa til svið og úr hvaða efni. Svaraðu okkur fljótlega. Við vonum að þú getir leyst úr vandanum. Og við vonum líka að þú birtir þetta bréf. Við bíð- um eftirvæntingarfullir. Virðingarfyllst, Litlir leikarar. Ævar Kvaran liefur sam- ið ágæta bók um leiklist. Hún er sérstaklega ætluð áhugafólki, sem er komið skammt áleiðis á hinni þyrnum stráðu braut leik- listarinnar. Þið skuluð verða ykkur úti um hana til aö byrja með. y 6 VIKAN »■tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.