Vikan - 13.06.1968, Page 9
MELINA MERCOURI og eigimaður hennar, Jules Dessin,
voru líka í þessari veizlu. Hún hefur gert mikla lukku í
Bandaríkjunum, með leilc sínurn í „Aldrei á sunnudögum“,
sem hún leikur nú á sviði. Enginn veit hvenær henni öðlast
að sjá sitt elskaða föðurland aftur.
BANKARÁN UPP Á FJÖGUR
HUNDRUÐ MILLJÓNIR KRÓNA
Viðflrhlffidniosar
á LOFT
og VEGGI
Höfum fyrirliggjandi
ýmsar tegundir s.s.:
FURU
OREGON PINE
EIK
ÁLM
ASK
CAVIANA
GULL-ÁLM
TEAK
Harðviðarsolan sj.
Þórsgötu 13.
Símar 11931 & 13670.
Kvikmyndin um glæpahjúin
Bonnie og Clyde hefur hlotið
gífurlega lýðhylli, svo að sumum
þykir nóg um, að minnsta kosti
bankamönnum í Bandaríkjunum.
Þar hefur bankaránum nefni-
lega stórfjölgað síðan farið var
að sýna myndina.
Árið sem leið voru þar fram-
in þriðjungi fleiri bankarán en
1966. Alls voru framin á árinu
eitt þúsund sjö hundruð og
fjörutíu rán, eða að meðaltali
sjö rán á dag, segir í skýrslu frá
alríkislögreglunni FBI, Ráns-
fengur ræningjanna nemur allt
að fjögur hundruð milljónum
króna.
Tryggingafélögin, sem verða
að bæta skaðann, hafa reynt að
finna út ástæðuna til þessa
aukna ránskapar. Og margir hafa
orðið til að stinga upp á „Bonnie
og Clyde“, kvikmyndinni um
glæpahjúin, sem skjóta sér braut
í lífinu.
Fleiri ástæður geta að vísu
komið til greina. Til dæmis sú
að bankabyggingarnar nýju eru
tiltölulega illa búnar til að mæta
árásum ræningja. Og þar að auki
hafa bandarískir bankar, líkt og
evrópskir, undanfarið hraðfjölg-
að hjá sér útibúum. .
En víst er um það að fjölgað
hefur þeim afbrotum, þar sem
fyrirmyndin virðist sótt til Bon-
niear og Clydes. f Georgíu fóru
ung skötuhjú í þriggja daga
ránsferð og skutu á þeim tíma
fjórar manneskjur, sem aldrei
höfðu gert þeim minnsta mein.
Annað par rændi bensínstöð í
Idaho, og er þau höfðu verið
handtekin viðurkenndu þau að
myndin um Bonnie og Clyde
hefði gefið þeim hugmyndina.
Og maður, sem reyndi að líta út
eins og Clyde, kom nýlega inn í
banka í White Plains í New
York-ríki.
Hann gekk til eins gjaldker-
ans, sem einnig hafði séð mynd-
ina. Ræninginn tók upp skamm-
byssu og heimtaði peninga. —
Gjaldkerinn svaraði furðu lost-
inn: „Þér hljótið að vera að grín-
ast.“ Hann var skotinn niður.
Varúðarráðstafanir gagnvart
ræningjunum virðast vera ónóg-
ar. Bankarnir hafa myndavélar
í hverju horni, leynilegt aðvör-
unarkerfi og sumir meira að
segja seðla sem sprauta táragasi.
Ræninginn kemur inn, fær af-
henta peninga, treður þeim á sig
og nokkrum mínútum síðar fara
þeir að sprauta táragasi. Þá er
gert ráð fyrir að ræninginn verði
óvígur um hríð.
f-------------
LITAVER
Pilkington’s postulín veggflísar
Stærðir: 7V2 cm x 15 cm og 11 cm x 11 cm.
Barrystaines linoleum
parket gólflísar
Stær'ðir: 10 cm x 90 cm og 23 cm x 23 cm.
GOTT VERÐ
V
23. tw. VIKAN 9