Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 15
Eurovision söngvak@ppnirð 1968
Þau voru meðal þátt-
takenda í Eurovision
söngvakeppninni, frá
vinstri: Claes Göran
Hederström frá Sví-
þjóð, Kristina Hau-
tala frá Finnlandi,
Odd Börre frá Nor-
egi og norska söng-
konan, Wenche
Myhre, sem söng fyr-
ir Þýzkaland.
Massiel hin spánska —- hún sigraði í Euro-
vision með iaginu „Ea, la, Ia“.
Cliff Kichard lilaut annað sæti í keppninni
fyrir lagið „CongratuIations“, og munaði að-
eins einu atkvæði á Iagi hans og vinnings-
laginn.
sinni á ári hverju efna samtök sjón-
varpsstöðva í Evrópu — Eurovision — til
söngvakeppni, þar sem kynnt er eitt lag frá
hverju aðildarlandi og bezta lagið síðan valið
og verðlaunað með titlinum „Grand Prix“.
Að þessu sinni fór keppnin fram í Royal
Iiall í London, og komu þar fram 22 söng-
varar frá 17 löndum. Meðal þeirra, sem fram
komu, voru fulltrúar þriggja frændþjóða
okkar, Noregs, SvíþjóÖar og Finnlands. Dan-
ir sendu ekki fulltrúa til þessarar keppni af
einhverjum ástæðum og þá ekki heldur
ísland, sem þó er aðili að Eurovision. Þess-
ari söngvakeppni var sjónvarpað samtímis
og um leið og hún fór fram um alla Evrópu,
og mun láta nærri, að um tvö hundruð millj-
ónir manna hafi fylgzt með henni.
Bretar bundu miklhr vonir við sinn full-
trúa, Cliff Richard, og lagið, sem hann söng,
nýtt lag eftir Phil Coulter og Bil Martin, en
það heitir Congratulations. Höfundar þess
sömdu einnig lagið „Puppet on a String“,
sem varð númer eitt í þessari keppni í fyrra
og flaug á augabragði um allar jarðir. Því
var raunar slegið föstu í brezku músikblöðun-
um, að Bretland mundi einnig bera sigur úr
býtum að þessu sinni. En svo fór þó ekki.
Öllum á óvart (að því er brezku blöðin
herma) sigraði senjóríta ein frá Spáni, Mass-
iel, sem heitir þó réttu nafni Maria de Los
Angeles Santamaria, en hún er ættuð frá
Madrid. Og lagið, sem hún söng, hét ein-
faldlega „La, la, la“.
Ekki hefur þessi sigur senjórítunnar þó
gengið þrauta- eða hljóðalaust fyrir sig í
Englandi. Brezkir vilja halda því fram, að
hér sé um að ræða stælingu á laginu „Death
of a Clown“ eftir vin vorn Deve Davies í
Kinks. Eru nú málaíerli í fullum gangi vegna
þessa — og hei'ur útgáfufyrirtæki það, sem
gætir réttar Davies bræðranna í Kinks höfð-
að mál á hendur Philips hljómplötufyrirtæk-
inu. Ekki er enn útséð um, hvernig mál þetta
verður til lykta leitt,
23. tbl. VIKAN 15