Vikan


Vikan - 13.06.1968, Síða 17

Vikan - 13.06.1968, Síða 17
skrapp úr henni án þess að hún gerði sér þess grein, að hún hafði í huganum tengt morð föður síns við þetta. En Dobie varð ekki undrandi. Hún svaraði, eins og ekkert væri sjálfsagðara: — Að sjálfsögðu veit hann það ekki. Hann var veikur þá. Hann svaf, þegar ég fór. Ljósið logaði í bókastofunni, þegar ég kom heim. Sir James lá fram á skrif- borðið og hraut, — blindfullur eins og vanalega. Og þetta var enginn vandi. Hnífurinn lá á borðinu, Það þurfti bara að reka hann í hann. Þegar maður er hjúkrunarkona, veit maður hvar hjartað er. Hún hló eins og hún hefði ságt góða fyndni, og Barbara fann kuldahroll hríslast ofan eftir hrygglengjunni. Hún er frávita, hugsaði hún. Snar, snældu vit- laus! Það er tilgangslaust að skír- skota til skynsemi hennar, ég get aðeins reynt að vinna tíma, reynt að draga allt á langinn eins og mögulegt er, og vona að Rick nái heim. En hún vissi ekki einu sinni hvenær hann kæmi. Hann hafði ætlað að koma með lögfræðing- inn með sér til baka, og ef lög- fræðingurinn væri upptekinn kynnu að líða nokkrir dagar, þangað til þeir kæmu. Og þá væri allt löngu um garð gengið. Hvers vegna drápuð þér hann? - - Það skiptir ekki máli. — Skrifið nú, segi ég, sagði Dobie óþolinmóð. Ekki fyrr en þér hafið sagt mér alla söguna. Dobie starði á hana, en hún leit ekki undan. Eftir langa þögn yppi hún öxlum og varpaði önd- inni mæðulega. Þá það, úr því það er svona nauðsynlegt, andvarpaði hún. — Hvað viljið þér vita? — Hvernig þér komust hing- að, til dæmis. Til The Towers. Það stóð í blaðinu, að Lady Macfarlane hefði orðið veik, eft- ir að yður var rænt. Að hún þyrfti að fá einkahjúkrunarkonu. Svo ég sótti um stöðuna. Eg hélt, að þegar hún hefði kynnzt mér, væri mér óhætt að segja henni allt af létta um Peter. En ég fann fljótt, að hún myndi aidrei láta hann njóta réttar síns, svo bölvanlega, sem henni var við Walter, Þvert á móti hefði hún undir eins rekið mig á dyr, hefði hún fengið veður af þessu. En ég hafði gott kaup, og svo var það erfðaskráin.... En það skýrir ekki hvers vegna þér drápuð föður minn. — Hann uppgötvaði hver ég var, svaraði hún fýlúlega. Hann heyrði okkur tala saman, Peter og mig, úti í garðinum. Og þeg- ar Peter var farinn, kom hann til mín og heimtaði að fá að vita allt af létta. Og ég neyddist til að láta það eftir honum. Og þeg- ar ég bað hann að segja ekkert um þetta við Lady Macfarlane, svaraði hann ekki einu sinni. -— Sneri bara baki við mér og fór. Svo'næst, þegar hann sneri baki við mér, fékk hann það sem hann átti skilið. Hún rak upp háan, holan hlát- ur og hló lengi. Hló og hló, þar til hún fékk hóstakast. Svo hélt hún áfram: — Síðan ákvað Lady Macfar- lane, að höllin skyldi gerð að skóla, og að Peter ætti að veita honum forstöðu. Ljóðræna rétt- vísi, kallar Peter það. Ég skil ekki, hvers vegna þér þurftuð endilega að rekast hingað og og hafa endaskipti á öllu, bætti hún svo við í nöldrunartón. — Bara til að vera til óþæginda. Barbara svaraði ekki. Hún hafði ekki augun af skammbyss- unni. Ef Dobie vildi nú vera svo væn að gleyma henni andartak og láta hendina síga, myndi hún grípa gæsina og reyna að ná til dyranna. — Skrifið nú, svo hleypi ég yður út um bakdyrnar á eftir. Barbara opnaði munninn til að segja, að ekkert á jarðríki gæti komið henni til að skrifa betta bréf, en áttaði sig í tæka tíð. Bréfið var eina þvingunar- efnið, sem hún hafði, og ef Do- bie sannfærðist um, að hún ætl- aði aldrei að skrifa þetta bréf, hafði hún enga ástæðu til að slá því á frest, sem hún ætlaði að gera, — Já, ég skal skrifa. En fyrst vil ég fá eitthvað í svanginn. Eg hef ekkert borðað síðan um há- degi og ég þarf að ganga alla leið niður á brautarstöðina.. . . Eftir töluvert þras gafst Dobie upp, og sagðist þá ætla að fara að ná í nokkrar brauðsneiðar. Hún gekk aftur á bak til dyranna, án þess að hafa byssuna nokkurn tíma af Barböru. Og í næstu and- rá var hún læst inni á nýjan leik. Nú var henni svo kalt, að hún nötraði öll, og var þrátt fyrir allt þakklát fyrir, að Dobie skyldi dragnast með ferðatöskuna upp, svo hún gat haft fataskipti og farið í hlýrri föt. Síðan beið hún við dyrnar, reiðubúin að kasta sér yfir Dobie, þegar hún kæmi inn, og reyna að ná af henni skammbyssunni. En tíminn leið og Dobie kom ekki. Einn klukkutimi, tveir klukkutímar. Hún beið þar til sjálflýsandi vísarnir á úrinu hennar sögðu henni að klukkan væri tvö, áður en hún gafst upp. Hún fikraði sig að spónahaugn- um og lagði sig örmagna niður á hann. Hún megnaði ekki að hugsa lengur, og til hvers hefði það átt að vera? Hún gat hvort sem var ekki séð fyrir um hvað Dobie ætlaðist nú fyrir; ekki get- ið sér til um það hvað á seyði var í hennar sjúka heila. Hún fól andlitið í höndum sér og var svo uppgefin að hún heyrði ekki einu sinni þegar lyklinum var snúið í skránni, og þegar hún með erfiðismunum hafði risið á fætur var Dobie þegar komin inn í herbergið og beindi skammbyssunni að henni. Hnú var í síða morgunsloppn- um sínum og grásprengda hárið stóð út í allar áttir. -—- Hér er brauðið. Hún dró böggul upp úr vasanum og kast- aði honum til Barböru. — Étið nú! Barbara þurfti ekki að leggja að sér til að vera lengi að borða. Bitarnir sátu fastir í hálsi henn- ar, svo hún gat varla rennt þeim niður, og allan tímann tvísté Do- bie fyrir framan hana og varð stöðugt óþolinmóðari. —■ Nú er nóg komið, hvæsti hún. Skrifið nú, annars skýt ég yður. Barbara ók blokkina og penn- ann og svo byrjaði hún að skrifa, Dobie stóð fast fyrir aftan hana, Hún byrjaði: — Kæra amma... . — Fífl! Þér hljótið að skilja að þér getið ekki skrifað amma! Barbara reif blaðið úr blokk- inni. — Þér skyggið á mig, ég sé ekki til að skrifa. Dobie flutti sig vfir í annað horn -á herberginu og um leið sá Barbara útundan sér að dvrnar opnuðust varlega. Hjarta hennar kipptist við og tók síðan að slá mjög ört. Rick! Þetta var Rick! Andar- tak hélt hún að Dobie hefði ekki tekið eftir honum, en þá sagði kerlingin: — Komið þér feti nær, skýt ég hana. Ég skal ekki koma nálægt yður, sagði hann hógværlega. Ég ætla bara að fara til Lísu. Hann gekk rólega yfir gólfið og skammbyssan sveiflaðist til i hendi Dobie. I næsu andrá var hann kominn til Barböru og stillti sér fyrir framan hana. - Hann lét móðann mósa, án af- láts, sífellt með sama, mjúka f ortöluhr eimnum. — Gerðu engin heimskupör núna, Dobie. Það er miklu betra fyrir þig að láta mig hafa skammbyssuna. Með hönd fyrir aftan bak gaf hann Barböru merki, og hún skildi, að hann vildi að hún þyti út úr herberginu, en hún stóð kyrr, því jafnvel þótt henni heppnaðist að komast undan myndi Rick ekki lái\ast það. — Hann hélt áfram að tala við Do- bie og allt í einu lyfti hann hend- inni og lýsti beint framan í hana með sterku vasaljósi. Svo að segja um leið kastaði hann vasa- ljósinu í áttina til hennar og og hratt Barböru samtímis í átt til dyra. Hún féll á gólfið og í sömu andrá reið fyrsta skotið af. Nær meðvitundarlaus af skelf- ingu heyrði hún annað skot, Rick reka upp óp, og fann að hann féll ofan á hana. Síðan luktist miskunsamt myrkrið um hana. Þegar hún opnaði augun lá hún í rúmi sínu og starði fram- an í Craig lækni. - Rick? hvíslaði hún óróleg. — Hann er utan hættu. Hann fékk kúlu í öxlina, en er utan hættu, það er ekki alvarlegt sár. — Og Dobie? — Hún skaðar ekki fleiri, svaraði hann alvarlega. — En nú verðurðu að hvíla þig. — Er, er búið að handtaka hana? Það var hún sem myrti pabba minn. — Dobie er dauð. Hún datt niður stigann og hálsbrotnaði — Hún hefur stigið ofan á morgun- sloppinn sinn.... — Peter, hvíslaði hún. — Veit Peter um þetta? — Peter Conway? Læknirinn varð skilningsvana á svipinn og Barbara minntist þess að enginn vissi að Dobie var móðir hans. Læknirinn brosti róandi við henni. Þér líður betur núna, þeg- ar bú er búin að sofa, sagði hann. Á meðan hann undirbjó að gefa henni sprautu, hugsaði hún um Peter. Lögreglan varð að fá að vita um þeta, en enginn ann- ar, hugsaði hún. Jú, Rick. Hann vissi hvernig það var að þjást fyrir annars brot. Hann myndi aldrei leggja stein á byrði Peters. Læknirinn kinkaði vingjarn- lega kolli til hennar og fór, og hún fann þægilegan doða dreif- ast um allan kroppinn. en áður en hún gæti sofnað kom Rick inn til hennar og hún brosti ham- ingjusöm við honum. Hann settist á rúmstokkinn og tók hönd hennar. Sofðu nú, elskan mín! sagði bann, — ég skal sitja hjá þér þangað til þú ert sofnuð. - Hvernig líður ömmu? Vel. Sg hef sagt henni frá okkur og nú hlakkar hún bara til þess og gleymir öllu öðru. Rick, hvernig komstu að þessu? tuldraði hún syfjulega. — Ég hélt að þú myndir ekki koma svona fljótt heim. Eg hringdi og talaði við frú Griffins, Hana grunaði líka að eitthvað væri á seyði og ég vissi að þú gætir ekki hafa farið, svo ég rauk út í bíl og keyrði hing- að eins og vitlaus maður. Ég sá að það var Ijós í turnherberginu, svo ég þaut beint þangað. Ó, elskan mín, hugsaðu þér hefði ^g ekki komið í tæka tíð. . . . -— En það gerðirðu og ég er svo hamingjusöm, muldraði hún og það síðasta sem hún skynjaði þegar svefninn yfirbugaði hana, var hve Ijúflega hann kyssti hana til svars. SÖGULOK. 23. tbi. viican 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.