Vikan


Vikan - 13.06.1968, Qupperneq 19

Vikan - 13.06.1968, Qupperneq 19
hingað til hefur verið algert leynd- armál milli Blaibergs og mín. Ég gekk inn til hans og spurði: — Ég veif að þér eruð sterkur og vona að þér takið ekki illa upp erindi mitt að þessu sinni: Viljið þér sjá gamla h|artað yðar? I nokkrar sekúndur starði Blai- berg undrandi á mig, en síðan svar- aði hann: — Já, það vil ég gjarnan. Ég vildi ekki, að neinn vissi um samtal okkar Blaibergs. Þess vegna hafði ég beðið til kvölds með að ympra á þessu við hann. Ég gekk niður í herbergi í kjallaranum og tók þar út úr skáp glas, sem hafði að geyma hið ónýta hjarta úr Blai- berg. Allt síðan ég gerðist skurð- læknir hef ég geymt „minjagripi" frá starfsferli mínum. Margir þeirra standa uppi á skápnum, svo að allir geti séð þá. Blaiberg sat uppi í rúminu og hallaði sér aftur á koddann. Þegar ég kom inn til hans, var hann ný- búinn að snæða kvöldverð. — Hérna er það, sagði ég og sýndi honum glasið. Blaiberg sat grafkyrr langa stund. Síðan lét hann bakkann, sem hann hafði fyr- ir framan sig, á gólfið og tók við glasinu. Það ríkti djúp þögn. Hvorugur okkar sagði orð. Blaiberg var ber- sýnilega snortinn af því sem hann sá. Það sem hann hélt á hafði fyrir nokkrum vikum verið lifandi hluti af llkama hans. Ég gat ekki varizt að leiða hug- ann að því, hversu einkennilegt þetta atvik væri. Þetta var í fyrsta skipti í sögunni, sem maður gat horft á sitt eigið hjarta,- haldið á því í höndunum og virt það fyrir sér. Loks leit hann ó mig. Blaiberg er eins og kunnugt er tannlæknir og vel að sér í læknisfræði almennt. Næstu tíu mínútur lagði hann fyrir mig margar spurningar um „tækni- leg" atriði. — Þetta er sem sagt hjartað, sem gerði mér lífið svo leitt, á meðan það var í brjósti mér, sagði hann um leið og hann rétti mér glasið aftur. — Gamla hjartað mitt. . . . Við kvöddumst, hann þakkaði mér fyrir og ítrekaði enn einu sinni, að hann vildi fara heim sem fyrst, ef þess væri nokkur kostur. Ég fór aftur með hjartað hans niður ( kjallaraherbergið mitt. Ég ætla að varðveita það á meðan ég lifi. [ mínum augum er það til vitnis um dýrmætustu minningu, sem ég á. Áður en ég dey ætla ég að gefa það á safn háskólans í Höfðaborg. Áður en ég lagði af stað í ferða- lagið, heimsótti ég móður mfna, Mary Elizabeth Barnard. Hún er 73 ára gömul og hefur um langt skeið dvalizt á elliheimili. Móðir mín er sjúklingur, en hún fylgist samt vel með lífa barna sinna. Þetta var snemma morguns og hún var ennþá í rúminu. Hún er í herbergi með fjórum öðrum gamalmennum. Ég. gekk á tánum til að gera ekki ónæði. En allir voru vakandi og heilsuðu mér hjartanlega. Ég sagði henni, að ég væri að fara til Ame- ríku,- að dóttir mín, Deidre, væri farin tii Ástralíu og að konan mín, Lowtie, kæmi seinna á eftir mér til San Juan á Porto Rico. Eina sem hún svaraði var: A fyrirlestraferð sinni um Evrópu kynntist Barnard mörgu frægu fólki. Hér sést hann me8 Sophiu Loren. Einnig heimsótti hann Vatíkanið í Róm og gekk ó fund Póls pófa VI. <1 Barnard, kona hans, börn og þjónustustúlka ó heimíli þeirra í Höfðaborg. Barnard heimsækir móður sína, sem dvelst ó elliheimili. — Ég skal biðja fyrir þér. Mamma biður alltaf fyrir mér og bræðrum mínum. Hún segist ekki vera fær um að hjálpa okkur á neinn annan hátt lengur. Hún er mjög trúuð. Trúin hjálpaði henni, þegar hún fyrir sex árum missti manninn sinn, föður minn. Ég bið einnig til guðs. Allir í/ fjölskyldu minni biðja. Ég hef venjulega bænastundir mínar á morgnana, þegar ég er á leið til vinnu minnar. Einnig biðst ég fyrir, þegar ég ferð- ast ( flugvélum, ek í bílum eða bíð eftir strætisvagni. Samtal mitt við Drottin er ósköp einfalt. Ég bið Framhald á bls. 44. 23.tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.