Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 20
efní, sem verður til úr þeirri
ólgu, en tvíburarnir klofningu
einingarinnar, skiptingu hennar
milli tveggja póla, karllegs og
kvenlegs. Þeirra veröld er ver-
öld andstæðnanna. Persónuleik-
inn er klofinn milli þess með-
vitaða og hins ómeðvitaða. í
goðafræðinni táknar ljósið hið
fyrrnefnda, myrkrið hið síðar-
talda. Hliðstæðar andstæður eru
himinn og jörð, hægri og vinstri,
karl og kona, ég og þú, hlutlægni
og óhlutlægni, fortíð og framtíð.
Þessar andstæður og fleiri eru
áhrifamiklar í sálarlífi tvíbura-
menna.
BÖRN MERKÚRS
Stjarna sú er mestu ræður hjá
tvíburunum er Merkúr, eða Her-
mes, eins og hann hét hjá Grikkj-
um. Hann er nær sólu en nokk-
ur önnur pláneta og líka hrað-
skreiðari. Þetta kemur vel heima
við það að hann er tengdur forn-
guði þeim með sama nafni, sem
gegndi sendiboðastarfi fyrir
goðahirðina á Ólympi. Þar fyrir
utan hafði þessi greindi og kviki
guð margt fyrir stafni. Hann
hafði áhuga á ýmiskonar fagur-
fræðilegum menntum, kaupskap,
ferðalögum og fleiru og fleiru.
Sem eðlilegt má kalla, gætir eig-
inleika hans mjög meðal tví-
buramenna. Þau eiga mjög auð-
velt með að stofna til hverskon-
ar tengsla við annað fólk, ger-
DAGUR
ÞORLEIFSSON
TÓK SAMAN
LOFTKENND ÞRENNING
Merki dýrahringsins skiptast í
þrenningar, sem kenndar eru við
höfuðskepnurnar: eld, vatn, loft
og jörð. Hrúturinn er eldlegur,
nautið jarðrænt. Þriðja merkið í
dýrahringnum, tvíburarnir, er
hinsvegar ásamt voginni og
vatnsberanum í þrenningu þeirri,
er við loftið er kennd. Þetta
merki drottnar yfir tímabilinu
frá tuttugasta og fyrsta maí til
tuttugasta og fyrsta júní. Þetta
er þriðji og síðasti kafli vorsins;
og grös og blóm eru sprottin úr
jörðu og teygja krónur og öx
móti sól og birtu og draga úr
andrúmsloftinu þrótt og næringu
til frekari þroska. f sambandi við
lofttáknið er það einnig, að önd-
unarfærin eru tvíburamennum
sérlega viðkvæm og miklvæg.
Tvíburarnir eru, eins og ljóst
má vera, tvær verur, oft sýndir
sem tveir unglingar sem haldast
í hendur. Það ber vott um tví-
eðli. Hrúturinn táknar frumólgu
lífslindarinnar, nautið hið fasta
ast miðlarar og milliliðir ann-
arra, kunna illa kyrrsetum og
eru fljót að semja sig að nýjum
staðháttum. Þau hneigjast og
mjög til náms og rannsókna. Þau
búa oft yfir skarpri greind, eru
gefin fyrir hugleiðingar, bóklest-
ur og einnig og ekki síður efna-
leg gæði, verzlun og atvinnu-
rekstur. Einnig hér kemur tví-
eðli tvíburanna fram: áhugi á
tímanlegum verðmætum jafn-
framt eilífum. Tvíburamenni,
sem fædd eru við sterk áhrif frá
Merkúr, eins og algengast er með
þau, eru yfirleitt viðbragðssnögg,
skarpgreind og fljót að skilgreina
hlutina hleypidómalaust. Þau eru
oft heldur ófyrirleitin, jafnvel
tillits- og samvizkulítil að
margra dómi, óforskömmuð og
lifandi í andanum, gædd ríku í-
myndunarafli og oft frábærlega
glettinn og gamansöm. Bylting-
armaðurinn Marat, tónskáldið
Offenbach og skáldkonan Fran-
cois Sagan hafa verið sögð dæmi-
gerðir Merkúr-tvíburar. Hinn
vinsæli óperukarakter Fígaró
hefur einnig verið talinn ágætt
dæmi um slíka manngerð.
Um áhrif annarra himintungla
í merkinu er þetta helzt að segja:
Sólin skerpir að jafnaði þá
eiginleika, sem dæmigerðastir
eru taldir fyrir tvíburamenni.
Tunglið — hraðskreiðasti himin-
hnötturinn og hér í því stjörnu-
merkinu, sem meir en nokkurt
annað er tengt hraða og hreyfan-
leik — framleiðir við þessar að-
stæður heldur taugaóstyrkar og
duttlungafullar manneskjur, sem
láta umhugsunarlítið undan
löngunum stundarinnar. Sem
betur fer er oft hægt að virkja
svo órólegt og víðförult hugar-
flug í skapandi afl, og hefur
heimurinn eignazt ófá skáld á
þann hátt.
Venus gerir tvíburamenni yf-
ir leitt skarpskyggnari og fág-
aðri. Marz blæs þeim sem öðrum
ágengni í brjóst en skerpir jafn-
framt greind þeirra; gerir þau
gagnrýnin og kaldhæðin, fyllir
þau þegar verst lætur andlegri
grimmd. Júpiter gerir þau virðu-
legri og valdsmannslegri, en
jafnframt ánægð og glaðvær.
Satúrn er tvíburafólki ekki æv-
Nokkrlr
islendlngar
ffæddlr f
Ivlbure-
merki
Kristbjörg Kjeld, leikk.
Kristinn E. Andrésson,
rithöfundur
Kristleifur Jónsson,
bankastjóri
Leifur Ásgeirsson, próf.
20 vikan 23 tbl-