Vikan


Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 21

Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 21
inlega til mikillar gæfu. Honum fylgja eiginleikar eins og hlé- drægni, hamning og þörf fyrir djúpa íhygli, en þetta kemur ekki sérstaklega vel heima við ein- kenni hins týpíska tvíbura. Sat- úrn-tvíburar eiga því oft í harðri og sársaukafullri innri baráttu, eru stöðugt að strita við að yfir- vinna eitthvað í sinum „innra manni“. Úranus eflir gáfur tví- buramenna, en Neptún eykur glaðværð þeirra, sem þykir þó yfirleitt ærin fyrir. Af sögnum þeim úr goðafræði Miðjarðarhafsþjóða sem tengja má tvíburunum er sú um Kastor og Pollúx langfrægust. Hún er á þessa leið: KASTOR OG POLLÚX Tyndareifur er konungur nefndur er réði fyrir Spörtu, og drottnings hans Leda. Hún fæddi tvo sonu, Kastor og Pollúx, og dætur tvær, Helenu og Klýtemn- estru. En áður hafði það borið við að Seifur hafði vitjað drottn- ingar í svanslíki, og voru því tveir krakkanna, Helena og Poll- úx álitin afkvæmi hans, en Kast- or og Klýtemnestra börn kon- ungs. Svo mikill kærleikur var með þeim bræðrum, að þegar Kastor, sem átti jarðneskan föð- ur og var því dauðlegur, var veginn, bað Pollúx Seif þess að þeim skyldi báðum hlotnast Loftur Guðmundsson, rithöfundur Lúðvík Jósefss., alþm. Ömar Konráðsson, tannlæknir Othar Ellingsen, forstj. Othar Hansson, fiskifr. Pétur Sigurðss., forstj. Séra Pétur Sigurgeirss. Richard Beck, rithöf. Sig. Magn, kaupm. Stefán Einarsson, próf. Stefán Hilmarsson, bankastjóri sama hlutskipti. Lifa þeir síðan annan dag á Olympi með guðun- um,. en hinn í undirheimum með svipum dauðra manna. Þótti sæ- förum fyrri daga gott að heita á þá bræður í sjávarháska, og hrævareldurinn, sem stundum sést brenna á siglutoppum, er kennimerki þeirra. Og stærstu stjörnurnar í tvíburamerkinu eru við þá kenndar. Einnig urðu þeir verndarvættir æsku og íþrótta. Þessi goðsögn imdirstrikar í mörgu tvíeðli tvíburanna. Annar er ódauðlegur guðssonur, hinn ekki; eftir dauðann dvelja þeir annan daginn með guðum, hinn með draugum. Sagan segir einn- ig, að Seifur hafi komið Pollúxi til hjálpar í bardaganum, er bróðir hans hafði verið veginn, og eytt banamanni hans með eldingu. Hér táknar Pollúx hinn upphafna anda, sem berst gegn hvötum af hinu illa og verð- skuldar því guðlega aðstoð, þó ekki fyrr en Kastor, tákn hins jarðneska og ágjarna í manns- eðlinu, hefur verið felldur. RAUNSÆI OG HLUTLÆGNI Sálfræðilega séð eru mörg tví- buramenni gædd víðtækri vit- und. Þau eru fljót að skilgreina hlutinaog meta verðleika þeirra, ævinlega reiðubúin að læra, reyna eitthvað nýtt, öðlast nýj- an fróðleik og þekkingu um allt, sem nokkru varðar og er ofar- Steinþór Þórðarson á Hala Svavar Gests, hljómlistarmaður Unndór Jónsson, fulltr. Vernharður Bjarnason, Húsavík Vilhjálmur Einarsson, skólastj. og íþróttam. Vilmundur Jónsson, landlæknir Þór Vilhjálmsson, borgardómari Þorbjörn Sigurgeirs- son, eðlisfræðingur lega á baugi. Hegðun þeirra ein- kennist af raunsæi og hlutlægni í samræmi við þá þekkingu, sem þau hafa aflað sér. Þau eru allt- af reiðubúin að miðla öðrum af vitneskju sinni og gera það af mikilli leikni. Þau eru skýr og skarpskyggn á málflutningi og rökræðum; í starfi sínu láta þau stjórnast af hreinni skyn- semi en víkja tilfinningum til hliðar. Gallinn við þessar manneskjur er hinsvegar sá, að áhugi þeirra er oft yfirborðskenndur; láta fremur stjórnast af forvitni en beinni fróðleiksþörf. Vitneskja þeirra verður því stundum yfir- borðskennd og innihaldslítil; þær verða jafnvel hégómagjarnar og fullar sjálfsálits, halda sig vita allt betur en aðrir, strá í kring- um sig kringilyrðum og skvaldri til að sýnast gáfaðar og fróðar, þótt sálin kunni að vera eyði- mörk. Tvíburamenni eru kviklátari og eirðarlausari en nokkurt ann- að fólk. Þau eru stöðugt á far- aldsfæti, ef þau geta því við komið, og koma þar enn fram tengshn við þá Hermes, Kastor og Pollúx. Ef tvíburamennið toll- ir heima, er eitt það vísa að það situr ekki auðum höndum. Það þráir tilbreytingu, sem í verstu tilfellum getur orðið að sjúk- legri flökkuhneigð. Þóröur Björnsson, sakadómari Þórður Einarsson, fulltrúi Þórir Kr. Þóðrarson, prófessor Birgir Kjaran, forstjóri Bjartmar Guðmundss. frá Sandi Bragi Ásgeirss., listm. Eyjólfur Konráð Jónss. ritstjóri Guðmundur Ingvi Sig- urðsson, hrl. LÉTTLYNDI OG EIRÐARLEYSI Tvíburinn er því, líkt og hrút- urinn, stöðugt að flýta sér, stöð- ugt önnum kafinn við að tileinka sér eitt á fætur öðru. Hann vill gera sér grein fyrir meginatriði hvers hlutar, þó án þess að þurfa að kafa djúpt í hann. Hann vill reyna allt, en ekki binda sig við neitt. Gagnstætt því sem til dæmis er með jómfrúna er mótstöðu- kraftur tvíburans sveigjanlegur. Hin margvíslegu áhrif, sem hann dregur að sér eins og segulstál, komast aðeins lítið eitt undir yf- irborðið; þau ná ekki valdi yfir honum og hann varðveitir sína persónulegu tilfinningu fyrir líf- inu. Hann bognar, en brestur ekki. í samræmi við þetta eru þenslumöguleikar hans. Hann getur skipt sér milli ótrúlega margra viðfangsefna. Hugur hans er önnum kafin skiptistöð milli innri persónugerðar og utanað- komandi áhrifa. Hann á óhemju gott með að semja sig að nýjum aðstæðum og staðháttum, er skrafhreyfur, skemmtilegur og hugmyndaríkur, allsstaðar eins og heima hjá sér. En hversu miklum utanaðkomandi áhrifum sem hann verður fyi'ir, þá er hann að jafnaði sjálfum sér trúr innst inni. Þrátt fyrir meðfætt léttlyndi er nokkur hætta á því Guðrún frá Lundi, rithöfundur Gunnar Ásgeirss. forstj. Gunnar Dal, skáld Gunnlaugur Schevmg, listmálari Helgi Bergs, framkv.stj. Helgi P. Briem ambassador Jón Árnason, alþm. Jón Engilberts, listm. Jón Helgason, ritstjóri Jón Kjartansson, forstj. Jón Sn. Þorleifsson, trésmiður 23. tbi. ynCAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.