Vikan - 13.06.1968, Page 27
KIN UNHISAMLEGA SAGA STflNGERVINGANNA
Cerato að kljúfa kalkflögu. Hann og fjölskylda hans hafa unnrð að því á síðustu
árum, að finna steingervinga í kalklögum þeim, sem þarna er mikið af, og hafa
þegar fundið 100.000.
Hér hefur Cerato tekizt að kljúfa kalkflögu i tvennt: tvær blaðsiður úr „bókinni",
sem geymir sögu þessara steingervinga og beið þess í 40—50 milljón ár, að vera
lokið upp. Kalkflögurnar voru teknar fram að vetri til og lótnar þorna í sólskini.
Hér fyrir neðan: tegundin MENE RHOMBEA, fiskur frá tertier-timabili (fyrir fjöru-
tíu og fimm milljónum ára), fundinn í Bolca, í grennd við Verona. Þessi kalk-
steinsflís hefur verið klofin í tvennt: til hægri er myndin af fiskinum upphleypt
til vinstri grópuð. Steingervingar þeir sem hér eru sýndir, fundust í helli í Bolca.
Þeir eru í náttúrugripasafninu í Verona. Til hægri: Eigandi hellisins, Massimilano
Cera,°-
Af spjöldum kalksteinsins má lesta um þróunarsögu lífsins hér á jörð, þar má finna mergð stein-
gervinga af dýrum og jurtum sem lifðu hér fyrir milljónum og aftur milljónum ára, löngu áður en
mannkynið varð til.
PALINURUS DESMARESTIHUMAR, sem var tuttugu centimetrar á
lengd og hafði tvo langa fálmara. Þessi ætt er dreifð um flest
hin heitustu höf. Skyldleiki þessarar ættar og þeirra tegunda
sem nú finnast t heitum höfum, sannar það, að áður en Alpa->
fjöll risu (fyrir fjörutíu milljónum ára), var óslitið haf frá Mið-
ajrðarhafi um Indlandshaf til Kyrrahafs.
DENTEX, fiskur sem lifði við strendur á grunnsævi. Safn steingervinga, sem nú er
komið á náttúrufræðisafnið í Verona, er hið fjölbreyttasta og bezta sem til er, og eru
í því tvö þúsund fiskasteingervingar af tvö hundruð tegundum. Líkamslögun fiskanna
hefur varðveitzt einkar vel í kalkinu, og stundum sést liturinn líka: rafgult, brúnt eða
grænleitt.
TRACHYNOTUS TENUICEPS lifði oftast innan um stjörnukóralla, og af þessari tegund
eru ennþá nokkur afbrigði til. Um uppruna steingervinganna i Bolca eru tvær tilgátur:
að tegundirnar hafi farizt með snöggum hætti, vegna náttúruhamfara, eða dáið á eðli-
legan hátt.
23. tbi. yiKAN 27