Vikan - 13.06.1968, Síða 31
Apaloppan
Framhald af bls. 13
mjög hátíðlegur á svipinn. í
sömu andrá hljóðaði hann upp
yfir sig, og sonurinn spratt upp
frá hljóðfærinu.
— Hún hreyfðist! hrópaði
herra White. — Um leið og ég
sagði þessi orð hreyfðist hún í
hendi mér, alveg eins og orm-
ur ......
Sonur og móðir störðu á apa-
loppuna, sem lá á gólfinu. Það
leið nokkur stund, áður en nokk-
urt þeirra sagði orð. Svo sagði
sonurinn:
— Hvar eru peningarnir? Ég
sé enga peninga. Hann tók apa-
loppuna upp og lagði hana á
borðið. — Ég þori líka að veðja
um að það koma engir pen-
ingar...
Þau sátu um hríð fyrir fram-
an arininn, og feðgarnir reyktu
úr pípum sínum. Þau voru öll
þögul, þangað til þau gengu til
hvílu.
Morguninn eftir, þegar sólin
skein yfir morgunverðarborðið
hló sonurinn að þessu öllu. Her-
bergið var ósköp hversdagslegt
í morgunbirtunni. Apaloppan lá,
eins og hver önnur tuska á
skenkiborðinu. Það var alveg
furðulegt að hafa látið sér detta
í hug að hún byggi yfir ein-
hverjum töframætti.
— Gamlir hermenn eru sjálf-
um sér líkir, sagði frú White.
— Að hugsa sér að hann skyldi
láta sér detta í hug að telja
okkur trú um aðra eins vit-
leysu. Óskir! Ha-ha! En það
væri óneitanlega þægilegt að fá
tvö hundruð pund, pabbi!
— Bíddu bara, þau detta bráð-
um af himnum ofan, sagði son-
urinn stríðnislega.
— Morris sagði að þegar ósk-
irnar rættust, yrði það á eðlileg-
an hátt, sagði faðirinn.
— Ef það skeður, þá vona
ég að þið verðið ekki búin að
eyða öllum peningunum, áður
en ég kem heim í kvöld, sagði
sonurinn og reis upp frá borð-
inu.
Móðirin hló og fylgdi syni sín-
um til dyra. Hún horfði eftir
honum þangað til hann hvarf
niður eftir götunni. Svo sneri
hún aftur inn og settist við
borðið.
Eftir hádegisverðinn sat herra
White og sötraði úr ölglasi, og
þá barst apaloppan aftur í tal.
— Ég get svarið að hún hreyfð-
ist, sagði herra White ákveðinn.
— Það er ímyndun hjá þér,
svaraði frúin.
— Nei, ég segi alveg satt. Ég
get svarið það... Hvað er þetta?
Konan hans hafði staðið upp.
Hún svaraði engu. Hún horfði
út um gluggann, þar sem dökk-
klædd vera kom í ljós. Þetta
var maður í svörtum yfirfrakka.
ALLT Á SAMA STAÐ
HÖGGDEYFAR
f AMERÍSKA BÍLA:
í EVRÖPSKA BÍLA:
BUICK
CHEVROLET I
CHEVROLET II
CHRYSLER
DODGE
FORD
FAIRLANE
FALCON
MERCURY
PLYMOUTH
PONTIAC
RAMBLER
JEEP-WILLYS
COMMER
FÍAT
FORD enskir
FORD þýzkir
HILLMAN
OPEL
MERCEDES BENZ
RENAULT
SAAB
SIMCA
SINNGER
VAUXHALL
VOLVO
VOLKSWAGEN
VATNSLÁSAR í MARGAR GERÐIR
LOFTNETSSTENGUR í MEKLU ÚRVALI
EGILL VILHJÁLMSSON
LAUGAVEGI 118 - SÍMI 2-22-40
FYRIR 17. JÚNÍ
*
MYNDATAKA FYRIR ALLA
F J ÖLSKYLDUN A
*
FANTID TÍMA
STUDIO GUDMUNDAR
GARÐASTRÆTI 8 — SÍMI 20900
------.
STÚDENTAMYNDATDKUR
23. tw. yxxCAN 31