Vikan - 13.06.1968, Side 40
265.1968
í hægri umferð er enn auðveldara að kom-
ast í verzlunina hjá okkur. Þið sem akið
niður Hverfisgötu getið nú beygt inn á
Rauðarárstíg og frá Laugavegi og niður á
Skúlagötu. Athugið aksturskortin og sjáið
hve vel verzlunin liggur við allri umferð
hvaðan sem er úr bæn-
um. Strætisvagnar á
leiðunum 3 - 4 - 5 - 7 -
14 - 15 - 16 - 17 - 21 -
23 og 26, stanza rétt hjá
verzluninni.
Tollalækkunin í vetur
lækkaði stórlega
allar vörur.
Dönsku kjólarnir
vinsælu.
Dönsku Terylene
regnkápurnar.
Dönsku sumarkápurnar
og dragtirnar eru ódýrari
en nokkru sinni fyrr.
Kaupið ekki kvenfatnað erlendis, það borg-
ar sig að verzla við okkur.
TÍZKUVERZLUNIN
Guðrnn Rnnðarárstín 1;
SfMI 15077
í nokkru ööru verki sem þeir gœtu tekiS sér fyrir hendur í Vestur-
Indíum. Er það satt?
— Já, það er satt, en hér hefur ekki verið byrjað á neinu ennþá; hér
verður að byggja allt upp frá grunni. Við þurfum að gera höfn, borg
og koma upp verzlun.
— Er það ekki einmitt það sem þú hugsaðir þér að nota þá til? Þú
veizt örugglega að Húgenottar gera kraftaverk, þegar þeir þurfa að
gera allt af engu. Ég hef heyrt sagt að einhverjir enskir mótmælendur
kallaðir Pílagrímsfeðurnir hafi nýlega stofnað nokkrar fagrar borgir á
strönd, sem fram til þess hafði verið ósnortin og mannauð. Fólkið frá
La Rochelle gæti gert eins.
— Ég neita því ekki. En sérstaklega fjandsamleg framkoma þeirra
sýnist mér léleg trygging fyrir hegðun þeirra í framtíðinni.
— En það gæti einnig leitt til þess að þeim lánaðist vel. Ég skal
viðurkenna að það er ekki auðvelt að komast af við þá, en þeir eru
úrvals menn, hver á sínu sviði og það sem meira er, þeir eru hugrakkir
og vel gefnir. Finnst þér ekki áætlun þeirra að leggja undir sig þrjú
hundruð tonna skip, þar sem þeir höfðu ekkert i höndunum, til að
byrja með, hvorki vopn, gull né neina teljandi reynslu i sjálfu sér, hafi
verið athyglisverð ?
Joffrey de Peyrac rak upp hlátur.
— Þú hlýtur að vænta mikils af mér, ef þú heldur að ég muni nokk-
urntíman viðurkenna það.
— Ég býst við öllu góðu af þér, svaraði hún af hita.
Hann hætti rápi sínu um gólfið, nam staðar fyrir framan hana og
starði fast á hana.
Það var ekki uppgerðaraðdáun eða ást, sem hann sá í augum Ange-
lique. Það var svona sem hún hafði horft á hann á sínum æskuárum,
þegar hún hafði látið af allri mótspyrnu og viðurkennt ástríðuþrungna
ást sína til hans.
Hann vissi að i augum hennar var enginn annar maður til á jörðinni
en hann.
Hvernig gat hann nokkurntiman hafa verið i vafa um það. AUt í
einu var hann yfirkominn af gleði og það var varla að hann tseki eftir
nokkru orði meðan hún hélt áfram að verja vini sina.
— Ég veit að það litur út fyrir að ég sé allt of fús að viðurkenna
hegðun, sem hefur höggvið þér nærri, Joffrey. Hegðun, sem hefur haft
óbætanlegar afleiðingar í för með sér, úr þvi að þær kostuðu líf tryggra
og góðra vina þinna. Ég fyrirlít það vanþakklæti sem vinir minir hafa
sýnt Þér, en ég mun engu að síður halda áfram að berjast fyrir þvi að
lokaniðurstaðan verði lif, ekki dauði. E'ndrum og eins hatast fólk svo
mikið að það getur aldrei unað sér saman, en þvi er ekki svo farið hér.
Við erurn öll gott fólk í raun og veru, við höfirm aðeins þjáðst af mis-
skilningi hvert á öðru og ég myndi finna til tvöfaldrar sektar, ef ég
reyndi ekki að eyða þvi.
— Hvað áttu við?
— Joffrey þegar ég kom til þín og fann þig í La Rochelle, án þess
að vita hver þú varst og bað þig að taka þetta fólk um borð í skip þitt,
vegna þess að það átti að taka það höndum innan fárra kLukkustunda,
neitaðir þú þvi i fyrstu, en síðan eftir að hafa fengið skýrsLu um störf
þeirra hvers fyrir sig, slóstu til. Þá hlýtur að hafa vaknað með Þér sú
hu^mynd að flytja þá liingað sem landnema. Ég er fullviss um, að þegar
þú tókst þá ákvörðun hafðirðu ekki minnstu Löngun tiL að gera þeim
rangt til, raunar þvert á móti, því þú reiknaðir með, þótt það væri að
nokkru leyti i þína eigin þágu, að með þvi gæfirðu fólkinu tækifæri
sem það hafði ekki vonazt eftir.
— Já, það er rétt.
— Hversvegna i ósköpunum sagðirðu þeim þá ekki frá íyrirætlunum
þínum? Vingjarnlegar viðræður við þá hefðu dreift allri tortryggni,
sem þeir kynnu að hafa haft í þinn garð. Nicholas Perrot hefur oítar
en einu sinni sagt mér að sú sál sé ekki til á jörðinni, sem Þú getur
ekki látið þér semja við og þér hafi heppnazt að vingast við Indíánana,
veiðimennina og jafnvel pilagrímana i Nýlendunum á Nýja-Englandi...
— Ef til vill hefur þessu fólki frá La Rochelle heppnazt að vekja
með mér ákafa fjandskapartilfinningu, sem ég reikna með að hafi verið
gagnkvæm.
— En hversvegna?
— Ef til vill hefur það verið þín vegna.
— Mín?
— Já, þín. Áköf mótmæli þín hafa nú gert mér ljóst hversvegna við
fengum þegar í stað andúð hvorir á öðrum, mótmælendurnir og ég.
Imyndaðu þér bara! hrópaði hann æstur. — Ég sá þig Llfa á meðal þeirra
eins og þú ættir þar heima. Auðvitað grunaði mig að þú ættir elskhuga
meðal þeirra eða jafnvel það sem verra væri, eiginmann. Þar næst,
ofan á allt annað, uppgötvaði ég að þú áttir dóttur. Var faðir hennar
um borð? Ég sá Þig grúfa þig blíðlega yfir særöan mann, sem greini-
lega einokaði huga Þinn svo að sá grunur, sem þú hafðir um hver ég
var, átti sér ekki minnstu von.
— Og svo tókstu þig til og tilkynntir að þú værir I þann veginn að
ganga að eiga hann. Ég reyndi að draga þig aftur til mín, en ég hafði
ekki hugrekki til að taka af mér grimuna, þar sem þú virtist svo fjaifæg.
Hvernig gat ég annað en hatað þessa hátiðlegu tortryggnu púrítana,
sem höfðu þig svo á valdi sinu? Og hvað þá snertir hlýtur allt varðandi
mig að hafa verið þeim andstyggð; þar bætist svo við afbrýðisemis-
heift Bernes því þú hafðir gert hann brjálaðan af ást til þin, svo þú
getur auðveldlega séð hvernig allt hlaut að fara.
— Hver myndi hafa hugsað sér að þetta væri mögulegt? sagði
Angellque í örvæntingu. Hann var svo rólegur og hafði svo góða stjórn
á sjálfum sér. Hverskonar bölvun hvílir á mér að menn skuli breytast
þannig.
— Joffrey, sflgöu mér ekki að ég sé orsökin í öllum þessum hræði-
legu hörmungtSh.
öll réttindi dsTcilin — Opera Mundi, Parls.
40 VIKAN 23 tw-