Vikan


Vikan - 20.06.1968, Síða 4

Vikan - 20.06.1968, Síða 4
Ógleymanlegt er, hvern svip nýstúdentarnir setja á Reykja- vík þjóðhátíðardaginn ár hvert. Þeir ganga um borgina með hvítu húfirraar sínar glaðir eins og börn og fagna unnum sigri. Þá virðist einsýnt, að æskan sé dýrmætasti þjóðarauður okkar. Þó mun hann seint nýtast svo, að allt hlotnist og ekkert glat- ist. Stúdentsprófið er eins og styrjaldarlok. Sigurvegararnir ganga fylktu liði um stræti og torg, og þjóðin hyliir þá ein- róma og samgleðst þeim fagn- andi. En ekki koma allir syngj- andi heim að orrustunni lokinni, Sumir hafa særzt og fallið og mæta því ekki á fagnaðarhátíð- inni. Menntamennirnir verða að klífa alpafjöll eins og Hannibal með fila sína forðum daga. Þess vegna er ærin von, að ís- lendingum finnist til um ný- stúdentana 17. júní. Eaðir og móðir, afi og amma sjá þá fagra drauma rætast. En stúdentspróf- ið telst aðeins áfangi á iangri og torsóttri leið að settu marki, og mér kemur löngum i hug spurn- ingin um örlög einstaklingsins þennan gleðidag. Hvernig mun framtíðin reynast þessari teitu æsku? Þessi gnæfir úr hópnum, djarfur, íríðin- og gáfaður. Haxm ætlar að stunda vísindanám er- lendis. Kannski á fyrir honum að hggja að freista merkilegrar nýjungar, ieggja grundvöll að farsælum atvinnuvegi, sem marki aidahvörf i sögu lands og þjóð- ar? Þess er kostur, því að ómet- anleg tækifæri biða. íslending- ai’ geta bundiö við þau miklai- vonir um betra land og ham- ingjusamari þjóð. Stórþakkarvert er framtak ís- lenzkra æskumanna, sem erlend- is nema. Þeir vilja ekki hlut sinn minni en gerast samkeppn- isfærir á heimsvísu. Sumum þeirra býðst frami erlendis að námi loknu. Slikt verðum við að leggja mannkyninu af mörk- um. Þó virðist ekki áhorfsmál, að gróðinn sé tapinu meii'L Margir þessir væringjar nútím- ans koma heim og vinna ætt- jörð sinni dyggilega langan starfsaldur, og hinir jafnaldrar þeirra glatast ekki íslandi frem- ur en Bertel Thorvaldsen, Niels R. Finsen eða Vilhjálmur Stefáns- son fyrrum. Fátt er hvimleið- ara en ásakanir i garð afburða- manna, er setjast að í útlönd- um og geta sér þar orðstír. Sæmra væri að reyna að búa þeim viðhlítandi starfsskilyrði heima á Fróni, svo að gáfur þeirra og menntun komi að not- um. Þetta er vandi allra þjóða nú á dögum. Menntamenn, sem fram úr skara, þykja alls staðar bezt- ir þegnar. Auðvitað er sárt að sjá þeim á bak, en hvað er um það að fást? Hver hefði orðið hlutur Bertels Thorvaldsens sem trésmiðs á Hofsósi eða Vilhjálms Stefánssonar í vinnumennsku á Svalbarðsströndinni? Hamingja þeirra var að fá notið hæfileika sinna. Hins vegar liggur í augum uppi, hver þörf íslandi sé á því að koma börnum sínum til þroska og njóta þeirra. Við höf- um ýmsu gleymt, þó að sitthvað hafi unnizt. Úr því rætist helzt, ef íslendingum gefst menntun eins og bezt verður á kosið í vísindum, fræðum og listum, að ógleymdri tækninni, sem gerir okkur auðið að margfalda afköst og verðgildi. Iðnvæðing land- búnaðar og sjávarútvegs hlýtm- að eiga sér mikla framtíð á ís- landi, og til þess ber okkur að hagnýta gæði hafs og moldar af kunnáttu, framsýni og skipu- lagi, en lunfram allt frjórri hug- kvæmni, lífrænum þrótti, skap- andi vilja. Vinna er fremur vit en strit. Maðurinn er æðsta skepna jarðarinnar af því að hann man það, sem liðið er, og hyggur að því, sem koma skal. Sá hæfileiki á að beinast að vettvangi og verkefnum dags- ins. þing og verður svo kannski for- sætisráðherra, þegar ná þarf samkomulagi um hæglátan odd- vita í samsteypustjórn. Þá verð- ur hann ef til vill frægur af því að kveðja skólabróður sinn og samstúdent heim og sýna honum trúnað. Stjórnmálamönnum er fátt nauðsynlegra en velja sér snjalla ráðunauta. Landsfeðurnir voru Dýpmætasti biéOarauðirini HELGI SKMUHDSSQN SKRIfAR ....."'.TO Ungi maðurinn á menntaskóla- blettinum er einmitt þessarar skoðunar. Hann vill sanna hana sér og öðrum. Þess vegna fer hann utan í haust að læra það, sem til þess þarf að gera gam- alt land nýtt. Hinn er lágur vexti og lítill fyrir mann að sjá, en sigurveg- ari samt. Honum gekk sæmilega í barnaskóla, en reyndist lands- prófið andleg þrekraun. Eink- unnir hans í vor sæta naumast tíðindum. Piltinum er fremur gefin skyldurækni Kolskeggs en vopnfimi Gunnars. Hann er jafnvægur og fastlyndur og veit sig þurfa fyrir afrekum að hafa. Kostir hans eru gætni og ná- kvæmni. Slíkur æskumaður getur þok- azt langt. Hann nemur sennilega lögfræði, gerist stjórnmálamað- ur, kemst í framboð og fer á fyrrum „þúsund þjala smiðir“, en nú verða þeir að ráða dverga til sín í smiðju. Þá ber að var- ast svikahrappa eins og þá, sem H. C. Andersen greinir frá í ævintýrinu um nýju fötin keisar- ans. Nú er ég víst kominn út í aðra sálma .... og þó! Ætli eftirfarandi hugvekja skýri ekki dálítið, hvað fyrir mér vakir? Bretar reiddust íslendingum heldur en ekki í tilefni af stækk- un landhelginnar um árið og þóttust grípa til hefndarráðstöf- unar. Lagt var bann við löndun á íslenzkum fiski í Bretlandi. Þannig átti að kúga okkur til hlýðni og auðsveipni. Var þá úr vöndu að ráða, en forlögin sneru þessu til góðs. íslendingar tóku að vinna úr sjávarafurðunum heima í stað þess að selja þær hráefni úr landi. Virtist engu líkara, er fram liðu stundir, en framkomu breta hefði verið vin- áttubragð, sem þakka bæri fögrum orðum. Hér var um tilviljun að ræða. Enginn íslendingur var svo menntaður og framsýnn að vita, 4 VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.