Vikan


Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 5

Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 5
 að ísfiskssalan til Bretlands væri áhagstæð og miklu betri kosta völ. Ekkert sýnir betur, hvað varhugavert telst að una gömlu ástandi og ætla það sjálf- sagt. Og mig grunar, að sagan endurtaki sig ekki þannig að sinni, að heppnin leiki svo við íslendinga, að aðrir neyði okkur til skynsamlegra nýmæla í fram- leiðslu og markaðsmálum. Hvers yrði sá vis, er sæi í spegli örlög nýstúdentanna 17. júní? Mikil er ráðgáta lífs og dauða. Einhver þessi ungmenni farast af slysum, bíða ósigur og gefast upp, villast og týnast í hörðu óveðri. Öðrum veitist aftur á móti hamingja kolbítsins, sem rís úr öskustónni og vinnur kóngsríkið. Þessar dularrúnh- verða ekki lesnar úr brosandi andlitum syngjandi æsku, en hún mun samt hlíta duttlungum mis- lyndrar forsjónar. Hver fellur í ónáð hennar? Og hvað er happ og hvað er tap? Ég þykist ekki fær um að svara slíkum spurningum. Hitt er vafa- laust, að einhverjir í þessum fagra hópi verða lögfræðingar, er vinni fyrir sér við innheimtu ríkisskatta og útsvara, mis- heppnaðir listamenn eða poka- prestar. íslendingar fara sér of hægt í skipulagi menntunar. Þeir ætla gömul og að sumu leyti úrelt embætti harla eftirsóknar- verð. Háskólanám telst engan veginn einhlítt til frama og dáða, og vandi er hverjum og einum að velja og hafna, þegai- metin skulu tækifæri nútímans. Starfs- fræðsla er enn vanrækt að kalla á íslandi og reynist hæpin að auki af því að við kunnum ekki skil nema á sumu því, sem gefst bezt úti í heimi og gerbreytir viðhorfum og áætlumnn. Eitt- hvað rætist úr í þessum efnum, en hæg er sú þróun og okkur ósamboðin. Sumt er þó skylt að viður- kenna. Aðdáunarvert er, hvað sérfræðinám íslenzkra lækna er- lendis svarar ströngum kröf- um. Ungu íslenzku læknarnir sækja gjarnan dýrar mennta- stofnanir, sem frægar eru, og horfa livorki í fé né fyrirhöfn. Þess vegna skara þeir fram úr í skóla lífsins, þegar til kemur. Hitt er bágt, að heilbrigðisstjórn- in skuli ekki gera sér allt far um að reyna að skipuleggja nauð- synlega verkaskiptingu þeirra. Varla er við hæfi að gleyma stúlkunum í hópi nýstúdent- anna, en þær sýna og sanna, að íslendingar muni stórættaðir. Fagurt er jafnrétti kvenna og karla á íslandi um menntun, og því telst óskiljanlegt, hvað kon- ur una litlum hlut á öðrum sviðum. í hópi sextíu íslenzkra alþingismanna er nú aðeins ein kona. Félagsmál okkar gjalda þessa. Konur eru til þess kjörnar að leggja á ráð um uppeldi, fræðslu, heilbrigðismál og hvers konar þjóðfélagslega samhjólp. Þær eiga því sannarlega erindi á aiþingi og í ríkisstjórn. Kannski verður einhver þess- ara glæstu meyja til þess að gerast foringi íslenzkra kvenna í náinni framtið? Konum er ekki nóg að mega kjósa. Þeim ber að ráða og stjórna við hlið karl- mannanna. Nú þykja kvenrétt- indi sjálfsögð, en þá bregður svo við, að íslenzku konurnar hika og færast undan skyldu sinni. Raunar er þetta og sök gamalla stjórnmálaflokka, sem ástunda hvimleiða íhaldssemi í vali mál- svara og foringja, en konurnar hljóta þó einkum að sakast við sjálfar sig. Því fylgir ábyrgð að vera helmingur þjóðarinnar — og að auki sá betri. Mið grunar, að í þessu efni verði mikil breyting næsta mannsaldur og að þannig komi til sögunnar skemmtileg og ör- lagarík endux-nýjung valda og áhrifa. Sú þróun er ótviræð víða um heim og gefst vel. ís- lendingar geta ekki farið hennar á mis öllu lengur. Æskufólki er iðulega bornar á brýn ýmiss konar öfgar. Ég tek ekki undir það. Öðru nær. Að mínum dómi er þjóð okkar mikil þörf á ungu framtaki. Hitt er farsælt, að það komi hægt og skipulega, svo að sæmilega verði við ráðið, en ekki sem æði eða bylting. Atvinnuvegir og þjóðhættir gerbreytast fyrr en varir nú á dögum. Breytingar sæta því ekki undrun framar. Þær teljast æski- legar og eftirsóknarverðar. Því er von, að ungt menntafólk vilji nýjungar. Er þá ástæða að hneykslast á nýjum og djörfum skoðxmum í fari hraustrar og gáfaðrar kynslóðar, sem treyst- ir sér og trúir á framtíðina? Betra er að sætta sig við hug- sjónalegar tilraunir en eiga á hættu skaðvæna uppreisn. ís- lendingum er hollt að hyggja að þessum viðhorfum, þegar hat- in-sbál loga með öðrum þjóðum og höndum eða vopnum er lát- ið skipta, ef skorið skal úr um ágreiningsmál eða nýir siðir upp teknir. Ekkert þjóðfélag má verða öldungaráð, því að þá missir æskan stjórn á skapi sínu, finnst hún lítils virt eða kúguð og heimtar rétt sinn geð- rík og stórtæk. Af slíku getur hlotizt voði. Hitt er fagnaðar- efni, að xmgt fólk komi nýjung- um á framfæri, veki á þeim at- hygh, vinni þeim fylgi og ætli þeim framtíðarhlutverk. Þann- ig er helzt framfara von í at- höfnum og skoðunum. Hver væri heildarmyndin, ef við sæjum í spegli nútímans framtíð nýstúdentanna okkar? Ekki svara ég svo vandasamri spurningu. Hitt ætla ég, að hlut- skipti þeirra verði um margt annað og betra en föður og móð- ur, afa og ömmu. Fimmtíu ár eru liðin síðan Jó- hann Sigin’jónsson mælti snjallt og eftirminnilega fyrir minni ís- lenzkra stúdenta úti í Kaup- mannahöfn. Hann bað áheyr- endur að kvíða ekki brauðstrit- inu svokallaða, því að dýrlegir tímar væru framundan, maður- inn hefði tekið vélina í þjónustu sína og gæti látið þá grótta- kvörn mala sér aUt, sem hugur girnitist. Spá skáldsins var sú, að vinnudagurinn styttist í nokkrar klukkustundir sólar- hringsins, og þá gæfist hverjmn og einum nægur tími að sinna fræðum og listum og njóta im- aðssemda lífsins. Reyndust þetta orð að sönnu? Víst væri svo, ef mannkynið hefði látið hjá líða að heyja tvær heimstyi-jaldir á aldarfjórðungs fresti og í þess stað gert draum skáldsins að veruleika. Vélin hefur valdið kapítulaskiptum í veraldarsögunni. Draumurinn um fegra og göfugra mannlíf er að rætast, og vissulega sýnist hann dásamlegt fyrirheit. Tækn- in gerir mannkynið ríkt og ham- ingjuáamt, ef henni er viturlega stjórnað. Áður var afl vinnunn- ar kennt við hönd og hest, en slíka orku margfaldar vélin án þess að þreytast. Lítið tæki get- ur keppt við styrkleika hundruð stórgripa, og það ævintýri verð- ur æ meira og fjölþættara með hvers konar framförum í raun- vísindum nútímans og framtíð- Framhald á bls. 45. 24. tbl. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.