Vikan


Vikan - 20.06.1968, Page 6

Vikan - 20.06.1968, Page 6
Mctakmr ný oerfl Sundurteknir, auðveldir í flutningum. Standard stærffir: Br. 110 - 175 - 200 og 240 cm. Smíðaðir einnig í öðrum stærðum. - Póstsendum - Biðsið um upplýsingar. HÚSGAGNAVERZLUM Axds Eyiólíssoiar Skipholti 7 - Símar 10117 - 18742 ÁST í MEINUM Svar til einnar í vanda: Beztu þakkir fyrir þitt langa og vel skrifaða bréf. Við höfum sjaldan íengið svo nákvæma og nærfærna lýsingu á því, hvernig ung stúlka verður ástfangin, líðan liennar og viðbrögð- um. Það er enginn vafi á því, að þið elskið hvort annað, þótt atvikin hafi hagað því svo, að þið haiið ekki enn getað tjáð hvort öðru ást ykkar. Það er ekki við því að búast, að hann hafi sam- band við þig og leiti eftir ástum þinum. Stríðni þín og tregða og óframfærni hans koma í veg fyrir það. Þess vegna skaltu skrifa honum langt bréf og segja honum hug þinn allan. Þú ert vel ritfær og átt senni- lega betur með að tjá þig bréflega en munnlega. „Það er langt á milli okk- ar. Þó væri það ekkert, ef það væri bara vegalengd- in,'“ segir þú í bréfi þínu. Við spáum því, að þegar hann hefur íengið bréfið frá þér og þið hafið hitzt á dansleiknum í sumar þá muni ekkert aðskilja ykkur upp frá því, nema kannski vegalcngdin. V A BAÐUM ATTUM Kæri Póstur! É'g hef séð, að þeir sem eru í vandræðum, snúa sér oft og iðulega til þín, svo að ég ætla að gera það sama. Ég er 16 ára stelpa úr sveit. Ég fékk vinnu á kaffihúsi hér í borg fyrir rúmu ári. Hingað kemur á hverjum degi eða kvöldi 19 ára strákur. Hann er bú- inn að bjóða mér nokkrum sinnum út og mér lízt vel á hann. Nú hef ég komizt að því, að hann er trúlofaður og á barn, Hann hefur verið að tala um að trúlofast mér. Við vorum reyndar búin að ákveða stund og stað. En þá sagði ég honum, að ég hefði komizt að þessu. Hann vill ekki viðurkenna það, en ég veit, að það er satt. Stelpan er úr sömu sveit og ég, og ég hef séð þau saman með barnið. Hvað á ég nú að gera, Póstur minn? Ég vil ekki missa hann og ekki heldur komast upp á milli þeirra. Svaraðu mér nú fljótt og vel og enga útúrsnúninga. Ein á báðum áttum. Það er hugsanlegt, að liann vilji sýna barni sínu og móður þess sjálfsagða ræktarsemi, þótt hann hafi hins vegar ákveðið að trú- loíast þér. Hins vegar er einkennilegt, að hann skuli ekki viðurkenna, að hann eigi barn. Þú verður að tala við hann í fullri alvöru og hreinskilni og fá hann til að segja skýrt og skorin- ort, hvort hann clskar þig eða barnsmóður sína og hvorri ykkar hann ætlar að trúlofast. Ef hann vill dkki svapa þessu, þá er ekki hægt að treysta hon- um. AÐ VINNA FYRIR SÉR Svar til einnar óráðinnar: Við þökkum auðmjúk- lega fyrir hólið. Það er ekki amalegt, að þú skulir álíta blaðið okkar „eina blaðið á landinu, sem nennir að hlusta á kveinstafi og nöld- ur hins almenna borgara". Þess eru nokkur dæmi, að menn séu þannig af guði gerðir, að þeir „tolli hvergi í vinnu“, eins og sagt er. Það er ofur skilj- anlegt, að þér líki illa hið ótrygga ástand í pcninga- málum, sem ríkt hefur á heimili ykkar. Það er vissulega annað en gaman að hafa ekki fast land und- ir fótum í þeim efnum. Sú var tíðin, að velferð hvers heimilis byggðist ein- göngu á öruggri atvinnu húsbóndans. í seinni tíð hefur þetta breytzt tals- vert mikið. Nú vinna hús- mæðurnar úti í stöðugt vaxandi mæli. Sums stað- ar vinna bæði hjónin og þess eru jafnvel dæmi, að húsmóðirin vinni fyrir heimilinu, en húsbóndinn ckki, Ýmsar orsakir geta legið til þess, að þetta fyr- irkomulag er hið eina, sem til greina kemur. Þú hefur þegar reynt að yfirgefa manninn þinn og „sýna honum í tvo heim- ana“ eins og þú kemst að orði. Eini árangurinn af því varð sá, að þú komst Ct VTKAN 24. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.