Vikan


Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 10

Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 10
Þetta er venjulegur mánudags- morgunn h|á Charles Taylor, flugstjóra. Hann fær sér gönguferð um hverfið með hundinn sinn og af gömlum vana lítur hann upp í heiðan himin- inn. í dag a hann að fljúga frá London til Astraliu — ferð, sem var orðin honum að vana eftir öll þessi ár í stöðu flugstjóra Að þessu sinni verður ferðin að- aðeins f|órar mínútur. Fjórar lengstu og erfiðistu mínútur ævi hans. Kona hans, Audrey, ekur honum að vanda til flugvallarins og þar fær hann sinn venjulega kveðju- koss. Farþegarnir bíða í flughöfn- inni. — Ég er viss um, að eitthvað kemur fyrir, segir Roberta Burke við systur sína, þegar þær kveðjast. — Svo gengur hún út að áætlunarvél- inni til Ástralíu. Og eftir 12 mín- útna seinkun hefur þessi stóra vél sig á loft, Boeing 707, einkennis- stafir WE (Whisky Echo), með 126 manns innanborðs. Fred Tragnell teygir úr sér til að sjá út. Hann er fimm ára og það er búið að selja núsið þeirra í Kent því þau eru að flytja til Astraliu. Stanley Thorpe frá Cambridge heldur í hendina á konunni sinni. í Ástralíu liggur tví- tugur sonur þeirra meðvitundarlaus eftir bílslys. Klukkan er 26 mínútur yfir fjög- ur. Tetími í Englandi og fremst í farþegarýminu logar ennþá á skilt- inu með Fasten Seat Belts og No Smoking. Niðri á jörðinni ekur frú Audrey Taylor frá flugvellinum. Henni er létt í skapi. Maðurinn hennar hefur í alvöru talað um að hætta að fljúga. Klukkan er 4,27 og vélin stefn- ir móti sólu. 50 sekúndum síðar heyrir Charles Taylor tvær dumbar sprengingar og vélin hallast. Það kviknar á rauða varnaðarljósinu sem táknar eldsvoða og logatungurnar standa úr þeim hreyflinum vinstra megin, sem nær er eldsneytisgeym- inum. Hann reynir að slökkva en sjálfvirku slökkvitækin bregðast. í farþegarýminu er allt rótt. Flugtaks- spennan slaknar og ung stúlka gægist út um glugga vinstra megin. Hún sér annan hreyfilinn loga. Hún hefur ekki flogið fyrr og held- ur að þetta eigi að vera svona. Hún horfir sem heilluð á leik sólskinsins við vænginn þar til því lýstur niður hjó henni að þetta séu eldslogar, sem sleiki vélina utan og hún finn- ur hitann leggja gegnum vélarbúk- inn. Frammi í flugklefa tekur Taylor flugstjóri eldsnögga ákvörðun. — Hann tekur helmings áhættu á hvorn bóginn: Að bjarga þeim sem um borð eru eða að þau farist öll. Hann veit, að meðan vélin er á lofti, eru þau tiltölulega örugg. hinn mikli hraði hefur \ för með sér, að eldurinn dreifist mjög hægt og slokknar kannski alveg. Líklega getur hann haldið vélinni lengi á lofti, en því lengur, sem hún logar á lofti, þeim mun meiri er sprengi- hættan, þegar hann neyðist til að lenda. Hann hugsar hratt. Hann hefur ekki nema sekúndur til umhugsun- ar. Og þegar vélin stöðvast á jörðu breiðist eldurinn út með ofsahraða. Charles Taylor hóf flugmannsfer- il sinn í Royal Air Force og flaug þungum sprengjuflugvélum í stríð- inu. En vandinn, sem honum er nú á höndum, er þyngri en nokkur þraut, sem hann varð að leysa í stríðinu. Hann ákveður að lenda eins fljótt og auðið er. En hvar? Windsor höll glampar undir hon- um. Bill og bíll á stangli á fáförn- um úthverfagötum. Hvergi blettur nógu stór fyrir þessa flugvél. Hann flýgur í krappan sveig og sendir BNSOGÞEGAR TITANK FORST I troðningnum missir hún drenginn. Enginn tekur eftir honum á gólfinu. Honum er sparkð til, stigið á hann, og mökkurinn er svo þykkur, að hún sér hann ekki. Hún berst móti þessu rennsli fólks í örvæntingu, slær um sig í blindu æði og þreifar um gólfið þar til hún finnur barnið. I Charles Taylor, flugstjóri. 10 VIKAN 24'tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.