Vikan


Vikan - 20.06.1968, Síða 11

Vikan - 20.06.1968, Síða 11
Leifar þess, sem eitt sinn var glæsi- legur flugkostur: Bocing 707. ■O Þegar eldurinn hafði verlð siökktur, var fyrst leitað að jarðneskum leifum þeirra fimm, sem ekkl komust út. Frökcn Abbott á sjúkrahúsinu, með kvikmyndavélina sína kæru. ó Nelly Abbott tók kvikmynd af brun- anum, meðan þau voru enn á lofti. Myndin er tekin út eftir vængnum og logarnir standa aftur af honum. út neyðarkall. Á flugvellinum er farið að undirbúa nauðlendinguna. En Taylor sér, að honum vinnst ekki tími til að ná þangað. Nær veit hann um flugbrautarspotta sem hætt er að nota. Sú braut er að vísu of stutt fyrir stóru vélina, en ligg- ur nær. Hann ákveður að lenda þar. Hann grípur hljóðnemann og segir farþegunum, með rólegri og eðlilegri röddu, hvað hann ætlist fyrir, og biður alla að búa sig und- ir nauðlendinguna. í farþegaklefan- um er allt dauðahljótt. Enn eru tvær mínútur eftir, unz brautinni er náð. Flugfreyr gengur milli sætarað- anna og róar farþegana. Náfölur sjálfur af hræðslu. Ung stúlka hvíslar einhverju að systur sinni. í því hallast vélin ofsa- lega, einhver æpir og logandi hreyf- illinn fellur eins og sprengja ofan yfir þorpið Thorte. Þeim sem er vinstra megin í vélinni verður vist- in þar æ óbærilegri, rúðurnar bráðna og plastklæðningin rennur af veggjunum af hita. Róleg tónlist hljómar úr hátölurunum. Enginn segir neitt, en barn grætur og hóstar af reyk. Ronnie Watson, 15 ára, fer að sem hinir, spennir öryggis- beltið og lýtur fram. Hvað honum líður veit enginn. Hann er dauf- dumbur og nýtur ekki huggunar ró- legra radda og tónlistar eins og hinir. William Deeitch, Bandaríkja- maður á leið frá Englandi, hugsar: Kannski hann hafi það af, flugstjór- inn þarna frammi. Ef vængurinn verður ekki dottinn af áður. Frú Parkhouse situr við hliðina á hon- um og allt í einu reka þau upp hlátur. Þau voru að hugsa nákvæm- lega hið sama bæði tvö. Ein minúta eftir. Einhver grætur hlóðlega. Flugfreyjan Barbara Harr- isson gengur aftur eftir vélinni og lítur eftir, að allir fari að reglum og allt sé eins og vera ber. Hún reynir að hugga barnið, sem græt- ur, og sýnir drenghnokka, hvernig hann á að halda höndunum fyrir höfðinu, þegar þau lenda. Flugstjórinn hefur nú fundið flugbrautina. Hún er of stutt og liggur auk þess þvert á vindáttina. „Hefurðu það?" spyr aðstoðarflug- maðurinn hljóðlega. „Veit ekki," Framhald á bls. 39‘ 24.tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.