Vikan


Vikan - 20.06.1968, Qupperneq 13

Vikan - 20.06.1968, Qupperneq 13
Fuller beið töluverðan mannorðslinekk, daginn sem hún gleymdi litla barninu sínu í kjörbúðinni. Þar áður haíði fólk talað um hana með samúð og skilningi. „Vesalingurinn ... orðin ekkja svona ung .. þrjú börn ...“ Sama fólkið, sem áður hafði látið sér svo annt um hana, boðið henni í veizlur og kynnt hana fyrir álitlegum piparsveinum, oftast Vincent Sloane, talaði nú um hana í vandlætingartón. Að gleyma barninu sínu í kjörbúðinni, að muna ekki eftir því að hún var með sofandi barn, að týna barninu, ja, að mnnsta kosti ganga í burtu frá blessuðum sakleysingjanum, sem svaf í kjörbúðarvagninum, — það mátti segja að það var að ganga nokkuð langt! — Já, hún er mjög aðlaðandi kona, sagði fólkið um Pálu, en hún finnur upp á furðulegustu hlutum. En um þessar mundir var auðvitað atvikið með barnið það furðulegasta sem Pála hafði gert, hún sem annars var svo reglusöm. Hún var svo róleg og reglusöm að það var næstum ótrúlegt. Hún lét það ekki einu sinni á sig fá þegar sorgin barði að dyrum hjá henni, þegar hún missti manninn og allt liennar líf virtist lagt í auðn. Hún gekk rólega frá öllu, sem manninum hennar viðkom, seldi fyrirtækið, hús og innbú og fluttist til Clairmont, þar sem hún áleit það heppilegra að byrja upp á nýtt á ókunnum stað. Og það gerði hún á sama rólega hátt, og mátti í engu vannn sitt vita. En þetta atvik með barnið hafði alveg ótrúlegar afleiðingar fyrir hana. I kvöldsamkvæmi hjá Flemingfjölskyldunni heyrði hún sjálfri sér lýst sem „Pála, það er brjálæðingurinn, sem týndi bam- inu sínu í kjörbúðinni.“ Hún var að snyrta sig, þegar liún heyrði þessa óþelcktu rödd lýsa sér þannig, og hún horfði með athygli á spegilmynd sína, til að sjá hvernig þessi „brjálæðingur“ liti út. En hún sá aðeins þokka- lega, unga konu, smekklega klædda, á einfaldan hátt, ekki konu sem „týndi“ börnunum sínum. — Hvernig fórstu að því að týna barninu? spurði Vincent Sloane síðar um kvöldið, þegar hann ók henni heirn. — Ja, ég týndi honum ekki beinlínis. Eg saknaði Jeffreys strax, þegar ég kom heim. Þetta hljómaði ennþá verr, það var eins og Jeffrey hefði verið kálfasteik sem hún hafði gleymt í búðinni. — Ég slcil alls ekki hvernig hægt er að gleyma lifandi barni, sagði Vincent ákveðinn. Og þegar hann kyssti hana að skilnaði, gerði hann það ósköp varlega, eins og hann væri undrandi yfir sjálfum sér, að hann skyldi geta kysst konu sem týnir barninu sínu ... Og Pála skildi hann, því að þetta var mjög ólíkt henni. Þegar barnfóstran var að klæða sig í kápuna, hrópaði luin allt í einu upp yfir sig: — Ó, frú Full- er, ég var næstum búin að gleyma því að Charlie frændi yðar sagðist ekki verða lengi, hann þurfti bara að sækja tösku á stöðina. Frú FuIIer, hann er stórkostlegur! — En ég á alls engan frænda. Stúlkan sperrti upp augun. — En frú Fuller, hann sagðist vera frændi yðar. Hann skildi eftir dótið sitt, bongo-trommur, gítar og .... ja hann er dásamlegur. , Jú, hann hafði sannarlega skilið eftir dótið sitt. Þarna var það í lmigu á teppinu í dagstofunni; trommur, gítar, tvær (töskur, skíði, og — Pála starði — api í búri. Þá opnuðust útidyrnar, og ungur, mjög sólbrenndur maður klofaði inn í anddyrið. Hann hló út undir eyru. — Iíalló, sagði hann glaðlega, — ég er Charlie. — Hvað viljið þér hingað á heimili mitt? — Ég — livað er að? Ég var rétt að .... Hann leit vandræðalega í kringum sig, eins og hann væri nú fyrst að átta sig. — En ég hefi farið húsavillt! — Hvaða númer er á húsinu sem þér eruð að leita að? — Eg man ekki númerið. Ég liefi ekki komið hingað í tíu ár. En það er grátt hús, sem stendur við götuhorn og tvö stór tré fyrir framan. — Þannig eru flest húsin hér í Clairmont, sagði Pála. — Æ, æ .... Hann var áhyggjufullur á svipinn, en svo réttið hann fram liöndina. — Fyrirgefið, ég heiti Charles Elderbridge, og .... — Sarah Elderbridge býr liér utar í götunni, sagði Pála og þóttist ekki sjá útrétta hönd hans. — Það er frænka mín, Sarah Elderbridge. Hann fór að týna upp dótið. — Fyrirgefið að ég hefi ónáðað yður. Ef þér hjálpið mér með Kincaid, þá get ég komist með allt hitt. Framhald á bls. 34 24. tw. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.