Vikan


Vikan - 20.06.1968, Side 14

Vikan - 20.06.1968, Side 14
Blaidaðí M.A. kvartettinn Tónlistarlíf var með miklum blóma í Menntaskólanum á Akureyri á liðnum vetri. Tveir söngflokkar í skólanum létu talsvert til sín taka, ekki aðeins á skólaskemmtunum held- ur og í bæjarlífinu. Annars vegar var blandaður kór, 22 M. A. félagar, sem söng undir stjórn Sigurðar Demetz Franzsonar, m. a. lög úr vinsælum, erlendum söngleikjum og hins vegar Blandaði M. A. kvartettinn, sem myndin er af. Ingimar Eydal æfði kvart- ettinn og þessa mynd tókum við af hópnum nyrðra í vetur. Þau heita, frá vinstri talið: Þórhallur Bragason, Jón Aðalsteinn Baldvinsson, Valgerður Jóna Gunnarsdóttir og Sig- rún Harðardóttir. Bakatil er svo Ingimar Eydal. - Menntaskólanemar á Akureyri eiga góðan hauk í horni þar sem Ingimar er. Auk þess sem hann hefur æft kvartettinn og annazt undirleik fyrir hann og 22 M. A. félaga, hefur hann tíðum vísiterað á heimavist- inni og kynnt jazzmúsik með skemmtilegum frásögnum og tóndæmum. Um það leyti sem hljómplata Sigrúnar Harðardóttur kom á markaðinn, var Sigrún önn- um kafin við próflestur, en hún tók próf upp úr fjórða bekk máladeildar. Sigrún hyggst lesa fimmta bekk utan skóla í sumar og setjast í sjötta bekk á hausti komanda. f sumar mun Sigrún syngja með hljómsveitinni Orion, sennilega í Sigtúni. Margir munu kann- ast við Orion, m. a, fyrir sérstaklega vandaðan sjónvarpsþátt, sem fluttur var í vetur. Óhætt er að slá því föstu, að þar verður góð músik, þar sem Orion og Sigrún Harðar- dóttir koma saman. Þessa mynd af Sigrúnu tókum við norður á Akureyri í vetur, og með henni á myndinni er Þorvaldur Halldórsson, en Sigrún og Þorvaldur eru mestu mátar. ANDRÉS INDRIÐASON Gaukar oala ðt oo suðnr Sextett Ólafs Gauks, sem lék sem kunn- ugt er í Lídó í vetur leið við miklar vin- sældir, ætlar nú að leggja land undir fót og skemmta í sumar á ýmsum stöðum um Land allt. Svavar Gests verður með í ferðinni sem farar- stjóri, skipuleggjari og stjórnandi skemmtananna, sem efnt verður til. — Skemmtanirnar verða hinar fjölbreyttustu: Hljómsveitin mun flytja lög úr sínum vin- sælu sjónvarpsþátt- um og verða þau sett á svið í viðeigandi búningum. Þá verða og leikþættir og spurningakeppni með svipuðu sniði og Svavar hefur haft með höndum í þátt- um sínum „Út og suður“. Ekki er að efa, að marga mun fýsa að sjá Svavar í eigin persónu, en hann er löngu lands- kunnur fyrir kímni sína og þá hæfileika að koma öllum í gott skap. Þá mun þeim, sem ekki fá notið sjón- varpsins og leika forvitni á að sjá og heyra Sextett Ólafs Gauks, sem gert hefur fram- úrskarandi vandaða sjónvarpsþætti á mjög nýstárlegan og skemmtilegan hátt. í hljómsveit Ólafs eru valinkunnir hljómlistarmenn — auk Ólafs eru Rúnar Gunnarsson, Karl Möller, Andrés Ing- ólfsson og Páll Val- geirsson. Og svo auð- vitað Svanhildur Jakobsdóttir. Ráð- Framhald á bls. 39 iumar Svanhildur.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.