Vikan


Vikan - 20.06.1968, Qupperneq 16

Vikan - 20.06.1968, Qupperneq 16
UM LEIÐ OG HÚN KOM UPP ÚR VATNINU VAR RÁÐIST Á HANA AFTAN FRÁ. YFIR HÖFUÐ HENN- AR VAR VARPAÐ KLÆÐI, SEM SÍÐAR REYNDIST VERA HENNAR EIGIÐ PILS. \ TEIKNING BALTASAR Hér hefst ný og mjög spennandi framhaldssaga, sem gerist í Banda- ríkjunum. Aðalpersónan Peter Styles, varð fyrir áfalli fyrir tveim- ur árum, sem hafði það í för með sér, að hann er ekki samur síðan, gengur við gervifót í sifelldri leit að tveimur hlæjandi ill- ræðismönnum. Svo les hann um glæp, framinn af tveimur, hlæjandi mönnum, og hann fer á stúfana. Fyrr en varir er hann kominn inn í miðja, hraða atburðarás þar sem flest kemur á óvænt. Fylgist með frá byrjun — þetta er æsispennandi saga. Vegurinn gegnum skóginn tók enda, áður en húsið var sjáan- legt. Úti við þjóðveginn var póst- kassi og á honum stóð M. Land- er. Hér var lítið rjóður og hand- málað skilti benti á stíg, sem hvarf inn í greniskóginn. Bíla- stæði M. Landers stóð á skiltinu. Lítill, svartur, opinn Thriumph sportbíll stóð hjá merkinu. Maðurinn í hvíta Jagúarnum lagði bílnum, drap á vélinni og stakk lyklinum í vasann. Hann var í meðallagi hár, dökkur yfir- litum og grannur með ákveðna andlitsdrætti og fölblá augu, Hann sté út úr bílnum. Hann hikaði aðeins og síðan skellti hann hurðinni aftur. Hann lagði hægt af stað eftir gangstígnum heim að húsinu. Hann haltraði svo lítið að það var varla greini- legt. Meðan hann var enn að velta því fyrir sér hvort það væri enn langt að húsinu birtist það allt í einu. Þetta var einnar hæð- ar nýtízkulegt hús. Annars veg- ar var útsýn til skógarins, en hins vegar sást í hæðir Connecti- cut. Fyrir framan aðaldyrnar var lítil steinlögð garðverönd og báð- um megin við hana vel hirt blómabeð. Maðurinn hafði ekki gengið nema svo sem einn eða tvo metra inn eftir gangstígnum, þegar framdyrnar voru rifnar upp á gátt og stúlka með skær- rautt hár, klædd í fölgrænar síð- buxur og gula blússu kom hlaup- andi á móti honum á fullri ferð. Hún var komin hálfa leið til móts við hann, áður en hún gerði sér grein fyrir að hann var ekki sá, sem hún hafði átt von á. Hún sneri við og hljóp aftur inn í húsið með sama hraða. Hún lok- aði ekki á eftir sér. Næstum þegar í stað kom hún aftur í Ijós og otaði á undan sér tví- hleyptri byssu. — Hver eruð þér? Hvað vil ið þér? hrópaði hún. — Eruð þér Mary Landers? spurði maðurinn. — Já. — Þér þekkið mig ekki, sv aði maðurinn. — Nafn mit Peter Styles. — Eg veit hver þér eruð, es, svaraði Mary Landers. eruð blaðamaður. — Ekki beinlínis, svaraði er Styles, — Eg starfa við News- wiev, en ég er ekki hér sem blaðamaður. — Þér gerið ónæði, svarað stúlkan. — Viljið þér gera sv vel að snúa við, ganga aftur ni ur að bílnum og aka burt. — Eg þarfnast hjálpar, s aði Peter Styles. — Hvernig getið þér mér? Enginn getur hjálpað — Þér misskiljið mig, sagðist ekki óska að hjálpa heldur að ég þarfnaðist hj — Þér viljið fá eitthvað skrifa um, svaraði hún b lega. — Þér ætlið að gera úr mér fyrir fólkið tímarit yðar. Eg skipa 16 VIKAN 24 tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.