Vikan


Vikan - 20.06.1968, Side 21

Vikan - 20.06.1968, Side 21
NJÓSNARINN SEM RÚSSAR NÁÐU UPR ÚR'SJÓNUM m ÞJONAÐU RUSSNESKA Fl .OTANUM-EDA DEY ELLA! Þetta er eitt af rússnesku myndunum. Það er Crabb sem stendur lengst til vinstri, og er þarna um borð í einu af skip- um rússneska Eystrasaltsflotans. Margaret, fyrrverandi eiginkona Crabbs, hefur skoSað myndirn- ar sem komu fró Rússlandi vand- lega, og hún telur aS þær séu af honum. Eftir að Rússarnir rændu brezka frosk- manninum Lionel Crabb, settu þeir hon- um kosti. Hann átti að fá að halda lífi með því skil- yrði að hann notaði kunnáttu sína í þjón- ustu rússneska flotans.... Yfirforingi Lionel „Buster” Crabb, frægasti froskmaður í heimi, féll í gildru 19. apríl 1956, þegar hann kafaði til að rannsaka skrokkinn á rússneska beitiskipinu, sem var í opinberri heim- sókn í Portsmouth. Rússneskur njósnari hafði leikið hlutverk starfsmanns við bandarísku leyniþjónustuna, og beðið Crabb um að rannsaka botn skipsins, og sagði honum um leið að Bretar og Bandaríkja- menn gætu ekki opinberlega beitt sér fyrir þessum rannsóknum. Crabb fór til Portsmouth, en þegar hann synti í áttina til beitiskipsins, var hann gripinn af rússneskum froskmönnum, sem færðu hann um borð í beitiskipið. Þar var hann svæfður og lokaður inni í sjúkraklefa. Þegar beitiskipið var ó heimleið, var send rússnesk helikopterflugvél eftir Crabb og hann færður til Moskvu. Það var dönsk sprengjuþota sem heyrði tilkynninguna: „Fanginn er um borð". I Englandi var gefin út sú tilkynning að Crabb hefði líklega drukknað við reynsluköfun, sjö mílum fyrir norðan Portsmouth. Sunnudaginn 29. apríl 1956 lenti herflugvél ó flugvellinum Vnukovo, fyrir utan Moskvu. Sjö manns stigu út úr flugvélinni, sex þeirra voru í rússneskum einkennisbúningum, en sú sjöundi var í síðum frakka, og þar fyrir neðan sást í nóttfataskólmar. Maðurinn var leiddur beint að stórum, svörtum bíl, og færður til Khimky, sem er miðstöð fréttaþjónustunnar við flotann. Þar tók við honum I. S. Sjabotin, ofursti. í herberginu, þar sem yfirheyrslan fór fram, sendi foringinn, sem var ó vakt, eftir fatnaði handa honum, og meðan hann hafði fataskipti var borinn inn diskur af ilmandi súpu. — Gjörið svo vel að borða þetta, Crabb yfirforingi, sagði ofurstinn ó ensku. — Þér viðurkennið vonandi að þér eruð Crabb yfirforingi í brezka sjóhernum? Þegar fanginn þagði, hélt Rússinn áfram: — Það þýðir ekkert fyrir yður að þybbast við, við vitum allt. . . — Hversvegna spyrjið þið þá? sagði Crabb. 20 VIICAN 24-tbl- Afreksverk Lionels Crabb innan brezka flotans voru fyrir löngu orðin fræg. — Vegna þess að við viljum heyra hvað þér hafið að segja. Ef þér viljið, getið þér fengið að sjá allar upplýsingar um yður. Það eru bæði staðreyndir og mjög athyglisverðar myndir. Crabb svaraði: — Já, ég er Lionel Crabb. En ég er ekki lengur í sjóhernum. Það er langt síðan ég hef unnið froskmannsstörf fyrir flotann. — Það er ekki rétt, sagði Sjabotin ofursti. — Þér óttuð að athuga skrokkinn ó „Ordzjonikidze", eftir skipun fró ameríska flotanum. Og svo er það annað; ef brezka flotamólaráðuneytið hefir ekki vitað um njósnir yðar við beitiskipið, hvernig gátu þeir þá gefið út tilkynningu um það að þér hefðuð drukknað við neðansjóvartilraunir í Stokes Bay. Ofurstinn sýndi Crabb afrit af símskeyti fró Reuter-fréttastofunni í London, þess efnis. Frosk- maðurinn sat hljóður um stund, svo sagði hann. — Ég hefi aðeins sagt sannleikann. Og ég hefi heldur ekki neina sönnun fyrir því að þetta skeyti sé ekki falsað. Sjabotin endaði þetta samtal með þvi að yfir- lýsa að hann hefði vald til að skjóta Crabb, eða að láta hann rotna í fangelsisklefa. Svo var far- ið með fangann til Lefortovo fangelsisins, þar sem hann varð að ganga í gegnum miskunnar- lausar yfirheyrslur í einangrunarklefa, heilaþvott, hegningu fyrir óhlýðni og hótanir um pyndingar. Það var þennan sama sunnudag að danskur þotustjóri só helikopter lenda ó þilfari beitiskips- ins „Ordzjonikidze", lyfta sér aftur til flugs, eftir að hafa tekið tvo menn um borð í vélina. Sama dag hafði brezka flotamólaróðuneytið til- kynnt að Crabb yfirforingi hefði líklega drukknað. ÞÉR FÁIÐ TÆKIFÆRI TIL AÐ GERAST RÚSSNESKUR FROSKMAÐUR 4. maí sendi rússneska sendiróðið í London bréf til Utanríkisráðuneytisins, og bað um skýr- ingu ó þv( að brezkur froskmaður hefði verið að sveima í kringum rússnesku beitiskipin ( höfninni í Portsmouth. í svarbréfi Bretanna var sagt m.a. að frosk- maðurinn hefði „gert þetta algerlega ó eigin spýtur og að stjórn Hennar Hótignar harmaði mjög þennan atburð". Svo víkur sögunni til Moskvu. Þar hafði Aleksej Mjaskov tekið við yfirheyrslunum yfir Crabb, og fimmtudaginn 22. ma! lét hann flytja fangann frá Lefortovo-fangelsinu til Kimky. •— Jæja, Crabb; setjum nú svo að froskmenn okkar hefðu ekki nóð yður ( höfninni ( Ports- mouth, og að þér væruð þar ennþó. Ef flota- stjórnin bæði yður um að rannsaka rússnesk skip aftur, mynduð þér þó hika við að gera það? — Það held ég ekki, svaraði Crabb hreinskiln- islega. — En ég myndi reyna að fara varlegar. — Þér sjóið þó ekki eftir því sem þér hafið gert? — Ég sé aðeins eftir því að ég skildi láta taka mig. — Þér skiljið þó að með því að segja þetta jótið þér á yður njósnir. Viljið þér bjarga l(fi yðar með þv( að gefa okkur upplýsingar um flota bandamanna? — Nei, ég er ekki landráðamaður. Mjaskov ofursti hélt áfram og spurði nokkurra venjulegra spurninga. Svo þagði hann góða stund áður en hann kom með lokatillöguna. — Það að þér hafið mikla reynslu sem frosk- maður, getur komið sér vel fyrir okkur. í stað þess að stefna yður fyrir rétt sem njósnara, þó bjóðum við yður stöðu sem froskmaður við rúss- neska flotann. Þér fóið regluleg laun, sem svara til þess að þér hefðuð þúsund pund ó ári. Hvað segið þér við því? Crabb var alltof undrandi til að svara strax. Hann sat um stund og hugsaði mólið. Svo spurði hann: — Ef ég svara jótandi, verð ég þó að njósna um brezka flotann. Mjaskov yppti öxlum, óþolinmóður: — Sjóið þér nú til, Crabb, sagði hann. — Ég er að gera yður mögulegt að vinna fyrir yður ( yðar eigin starfi, og svo byrjið þér ó því að setja skilyrði! Svo hélt hann áfram: — Nú skulum við athuga hvernig mólið stend- ur, Crabb. Brezku yfirvöldin állta að þér séuð lótinn. Til þess að gera þau vissari ( sinni sök, getum við látið þá finna lík, réttara sagt, l(k, sem þeir halda að séuð þér. Og þá verður hinn lótni Crabb yfirforingi jarðaður ( Englandi, en só sem er á lífi getur unnið við flota okkar, ón þess að nokkurn gruni hver hann er. Hann stóð upp, gekk að dyrunum og opnaði. Tveir verðir komu inn og bóru ó milli s(n börur, með plastlaki yfir. Þeir settu börurnar fró sér ó gólfið. — Jahó, skulum athuga hvað þetta er, sagði Mjaskov og lyfti lakinu. Það var lík á börunum. ... — Þessi ætti að geta gengið. Grabb starði ó llkið. — Ég get ekki séð að þetta líkist mér á nokk- urn hótt, sagði hann. — Líkamsstærð og önnur mál passa alveg, og það er það eina sem máli skiptir. Sem frosk- maður hljótið þér að vita, að jafnvel færustu sér- fræðingar geta ekki þekkt Ifk, sem búið er að liggja lengi í sjó, því slður að þeir geti tilgreint dánarorsök. En við ætlum að gera löndum yðar létt fyrir, við lótum allt sem þér höfðuð meðferð- is í síðasta leiðangrinum fylgja Kkinu. Svo skipaði hann varðmönnunum að fara út með líkið. Þegar þeir Crabb voru orðnir einir ( herberginu, hélt hann ófram: — Látið yður ekki detta f hug að þér getið leikið „köttur og mús" lengur, Crabb. Ef þér er- uð svo heimskur að þiggja ekki tilboð mitt, þó komist þér ekki út úr þessu húsi lifandi. Og þó verður það yðar eigið Kk, sem skolast ó land við Bretlandsstrendur. Hverju svarið þér þó? Crabb sat hljóður í nokkrar mtnútur, svo svar- aði hann með lógri raust: — Ég ó ekki annarra kosta völ en að sam- þykkja þetta. Þá var yfirheyrslunum lokið. Crabb var fluttur í bíl fró öryggislögreglunni, til hressingarheim- ilis í Selskoje. Þar sagði yfirmaðurinn, Klim Kras- enko, að í framtíðinni yrði nafn hans Lev Lvovitj Korablov. Mjaskov lét strax senda Ifk Rússans til sér- fræðingadeildar öryggislögreglunnar í Leningrad. Mánudaginn 28. maí, var það lagt í sjó. En það var ekki til að hjólpa Crabb að hann ætlaði að láta brezku yfirvöldin fá sönnun fyrir því að froskmaðurinn hefði látizt við starf sitt. Framhald á bls. 37. 24. tw. VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.