Vikan


Vikan - 20.06.1968, Qupperneq 23

Vikan - 20.06.1968, Qupperneq 23
ingja er, bótt þú .sért ekki gömul, en ég skal alltaf vera nærri þér, þegar þú þarft á því að halda. Og meðan hún strauk um barnskollinn var henni hugsað til þeirra tryggu tengsla sem alltaf voru á milli þeirra, þessara einkennilegu tengsla sem hvorug þeirra hafði reynzt fær um að skilgreina til nokk- urrar hlitar. — Honorine, ástin mín, ég ætla að segja þér nokkuð. Þú hefur alltaf verið það barna minna, sem ég hef unnað mest, jafnvel meira en hinum börnunum. Því miður lítur út fyrir að Þú sért Það barna minna, sem kenndir mér að vera almennileg móðir. Ég ætlaði ekki að viðurkenna þetta, ég læt þig vita Það engu að síður, því þegar þú fæddist fékkst þú engar gjafir eða heillaóskir. Hún talaði mjög lágt og þýtt. Honorine skildi ebki hvað hún var að i segja, en gat sér til um hugarfarið, af þvi hvernig móðir hennar beitti röddinni. Skuggi hafði fallið á hamingju Angelique og fleiri skuggar voru til sem enn höfðu ekki verið þurrkaðir út — synir þeirra, sem hann hafði sakað hana um að hafa ekki hugsað nægilega um og lauslætið, þótt alvarlegasta áfallið i þessu tilliti hafði ekki verið hennar sök. Einhverntímann yrði hún að herða upp hugann og segja honum að hún hafi aldrei veríð ástmær konungsins. Hún yrði líka að segja honurn hversvegna liún hefði gilda ástæðu til að elska ekki föður Honorine og hún yrði að tala um Florimond. Það var skylda þeirra sem foreldra hans og reyna að finna drenginn, sem hafði flúið rfá Plessis, giftu- samlega i tæka tið til að komast hjá blóðbaðinu. Hún yrði að safna í sig kjarki til að tala um þessar hræðilegu stundir. Og ef hann minntist á Cantor? Það var sárt! Hvernig gat hann, Joffrey, sem alltaf vissi hvað hann var að gera, komizt hjá þvi að vita, þegar hann réðist á konunglega flotann, að hans eigin sonur væri um borð á einni af gal- eiðunum ? Það hafði verið í eina skiptið sem hann hafði farið með ófriði á móti konungi Frakklands, hvilík ógæfa — en var það aðeins tilviljun, hvað annað gæti hafa legið á balt við það? Og aftur fylltist hún af sömu kennd og áður, þegar hún minntist Rochats, þá kennd að hún væri í þann veginn að uppgötva eitthvað sem hefði átt að liggja henni í augum uppi fyrir löngu. Hún leit upp á himininn og allt i einu varð hún gagntekin af írum- stæðum ótta. Smám saman hafði himinninn lýstst og birtan varð fjólu- blá, siðan rauð, en því næst tók við óþægilega skær appelsínugulur bjarmi, þessi bjarmi var mismunandi sterkur og virtist koma úr öllum áttum himinsins i einu. Ósjálfrátt leit Angelique jafnvel hærra. Griðarstór appelsinugul kúla opnaðist eins og sveppur yfir höfði hennar; hún fann næstum óþægi- lega hitabylgju stafa frá þessari kúlu og beygði sig. Honorine benti: — Mamma, sjáðu sólin! Anígelique rak upp hlátur: — Þetta er bara sólin! Og þó hafði þessi hræðslukennd ekki verið svo hlægileg, þvi sólin hafði verið vægast sagt einkennileg. Hún var rauðleit á litinn núna og var ennþá að því er virtist stærri en hún átti að vera, þótt hún væri hátt á himni og umhverfis hana voru fjöldi mismunandi litra hringja, sem voru eins og perlugljáandi og gagnsæir, og stóðu upp á endann, hver fyrir aftan annan. Ylurinn af sólinni var í æpandi ósamræmi við skyndilega gjóluna sem lék um þær. Eftir að hafa haldið að allir eldar himnanna væru að koma yfir höfuð hennar, fannst henni nú að hún væri að breytast í ís. Hún vafði skikkjunni sinni um Honorine og sagði: ■—• Við skulum flýta okkur inn, en hún hreyfði sig ekki þvi það sem nú blasti við augum hennar var svo stórfenglegt að hún gat ekki hreyft sig úr stað. Marglit þokan var nú að hverfa. Angelique fannst hún hafa fyrir augum sér smargaðsgrænt skrímsli sem var að taka á sig -mynd og teygja frá sér stóra fálmara í allar áttir, fálmara sem enduðu í skær- bleikum klóm. Siðan allt í einu var þokan horfin. Síðasta blæjan hafði fallið, fokið burtu fyrir ískaldri vindgjólunni. Hreint loftið virtist titra. Sóiin var nú fölari, en ennþá var þessi margliti geislabaugur um hana og himinninn tók á sig öll hugsanleg blá litbrigði, en það sem Angelique hafði áður sýnzt vera smargaðsgrænt skrímsli, reyndist vera landslag með skógi vöxnum hæðum, þar sem trén uxu frá tindum niður í dali, en ströndin var brydduð með bleikum eða rauðum sandj. Litur skógarins bjó yfir einhverjum Ijóma, sem sást jafnvel langt að og Ijómandi skærir litir sáust milli trjánna. Hún sá þarna svartfuru og túrkisblá, risastór grenitré með laufskrúð eins og sólhlífar og hér og þar glitti í hina rauðgullnu liti haustsins. Haust nú þegar! Og þau höfðu aldrei séð sumarið. Allt umhverfis þau á flóanum og langt út á haf lágu laufgaðar eyjar með bleikum sandbryddingum í kring í lav- andarbláum sjónum og hvöss rifin voru eins og hákarlahópur, sem vernduðu þessa fögru strandlengju gegn ágjörnum mönnum. Það var næstum ótrúlegt að hugsa sér, að þeim hafði lánazt að renna sér inn á milli þessara eyja, sem skipið lá nú öruggt og vaggaði rólega á öldunum. Eftir þessa þokudaga var ljómi litanna yfirþyrmandi, Þetta var lik- ara draumi en veruleika og Angelique var svo heilluð að hún heyrði ekki þegar skipsbáturinn kom til baka. Joffrey de Peyrac kom aftan að henni, virti hana fyrir sér og sá undrunar og aðdáunarsvipinn. Sannarlega var þetta aðalskona, þvi hún gerði sér sýnilega mun minni grein fyrir áköfum kuldanum og því villta í far' landslagsins en þessari ójarðnesku fegurð. Þegar hún kom auga á hann hneigði hann sig djúpt. — Þú baðst um eyjar, Madame. Hér hefurðu þær. •— Hvað heitir þessi staður? sagði hún. — Gouldsboro. ÞRIÐJI HLUTI LAND REGNBOGANS 37. KAFLI — Erum við komin til Ameríku? spurði einn af Carrére drengjunum. — Ég veit það sannast að segja ekki, en það held ég, svaraði Martial. — Þetta litur alls ekki eins út og séra Rochefort lýsti því. — Þetta er miklu fallegra. Börnin voru þau einu sem töluðu en afgangurinn af farþegunum hafði safnazt saman uppi á þilfari í djúpri þögn, — Erum við að fara í land? — Já. — Loksins. Allir horfðu til skógar. að var erfitt að segja nákvæmlega til um hve langt i burtu hann var, vegna þokuslæðingsins sem þykknaði aðra stundina en þynntist þá næstu. Angelique komst að því síðar að Það var sjaldgæft að greina allan sjóndeildarhringinn í einu og hún hafði verið ótrúlega heppin að þannig skyldi standa á, þegar hún sá þennan nýja stað i fyrsta sinni. Oftast sást ekki nema lítill hluti í senn, þokan hjúp- aði alltaf einhvern hluta til að vékja áhyggjur eða forvitni. En engu að siður var nægilega bjart nú til að Þau gætu séð til lands og flotann af eintrjáningunum, rauðum, brúnum og hvítum, sem stefndu frá strönd til skips. Hvað snerti opið haf höfðu þau ekki mikla hug- mynd um það nema af niðnum i öldunum sem brotnuðu á rifinu og Þyrl- aðist inn um þröngt sundið sem þau höfðu fikrað sig i gegnum. Það var I þessa átt sem Manigault, Berne og félagar þeirra litu, þegar þeim var hleypt upp úr lestinni. Þeir sáu brimið berjast við rifið, öldurnar risa hátt og æðandi eins og forsögulegt skrímsli, eins konar tákn um hve útilokað var að þeir slyppu nokkru sinni úr svo vel vörðum stað. Engu að síður gengu þeir fram, ákveðnum skrefum. Angelique sá að þeir vissu ekki enn hversvegna hlekkirnir höfðu verið leystir af þeim og þeir leiddir upp á Þiljur. Angelique lengdi hefnd sína með Því að halda þeim i þessari taugaspennu. Þeir hljóta að hafa álitið undirbún- ing þessara tveggja þöglu sjómanna, sem komu niður til að leysa þá, undirbúning aftökunnar, því þeim hafði verið færð rakáhöld, hrein nærföt og fötin sem þeir höfðu verið í alla ferðina; þau voru æði slitin, en höfðu nú verið þvegin og pressuð. Þegar þeir komu upp á þiljur voru þeir næstum eins og þegar Ange- lique kynntist þeim fyrst. Hún sá sér til gleði að Þeir voru ekki í hlekkj- um, eins og eiginmaður hennar hafði hótað. Hún fann til ákafs þakk- lætis í hans garð, þvl hún vissi hversvegna hann hlífði þeim við Þeirri auðmýkingu í augum barna þeirra, hann gerði það til að þóknast henni. Hún litaðist um eftir honum. Hann var enn i rauðu skikkjunni, sem hann hafði verið í daginn áður. Rauðar og svartar fjaðrir í hatti hans blöktu fyrir golunni, í miðjum hópi iðandi fjaðra sem nú komu I ljós á allar síður. Þvi Indíánarnir voru að klöngrast inn yfir borðstokkinn þöglir og fimir eins og apar. Þeir virtust vera allsstaðar og nærvera þeirra, þessara tjáningarlausu manna með möndlulaga augun, jók á hina almennu spennu. — Einu sinni sá ég rauðskinna á Pont Neuf, rifjaði Angelique upp fyrir sjálfri sér, gamall sjómaður var að sýna hann eins og eitthvert furðuverk. Þá datt mér sízt I hug að ég myndi dag nokkurn lenda i nýja heiminu.m og vera mitt á rneðal þeirra, jafnvel eiga allt mitt undir þeim. Allt í einu gripu Indíánarnir yngstu börnin og fóru með þau. í fyrstu vissu mæðurnar ekki hvaðan á þær stóð veðrið, síðan ráku þær upp öskur. — 1 guðana bænum verið hægar. konur góðar, kallaði Monsieur d'Urville með glaðlegum hlátri um leið og hann klöngraðist ofan i skipsbátinn. - Þið eruð of mörg til Þess að við getum farið öll i okkar bátum. Móhikanarnir, vinir okkar, fara með börnin i land í eintrján- ingunum. Það er ekkert til að espa sig yfir. Þeir eru ekki villimenn! Kátinan í fasi hans og franska röddin róaði þær. Hann virti andlit kvennanna lengi fyrir sér. — Það eru nokkur árans falleg andlit í þessum hópi. bætti hann við. — Það er víst. kominn timi til að ég vari þig við að láta æsingu ná tökum á þér, vinur minn, sagði Joffrey de Peyrac. — Gleymdu því ekki að bú ert kvæntur dóttur hins mikla Sachems okkar og þú verður að vera henni trúr. ef þú vilt komast hjá þvi að ör verði fimlega skotið gegnum þitt istöðulausa hjarta. Monsieur d'Urville gretti sig, hrópaði síðan að nú væri tími til kom- inn fvrir alla að fara í bátana og hann væri reiðubúinn, þegar hinar huguðustu kvennanna vildu stökkva niður. Hann skyldi grípa þær í fang sér. Einhvernveginn henpnaðist honum að hressa upp á hópinn. Allir gerðu sér Ijóst að ferðinni var lokið og hver og einn hafði með sér það iit.ia knvti, sem fvlgt hafði þeim alla leið frá La Rochelle. Angelique var boðið að fá sér sæti i skipsbátnum. Þar voru auk hennar herfangarnir. séra Beaucaire. Abigail. Madame Manigault. og dætur hennar. Madame Mercelot og Bertille, Madame Carrére og elztu börnin hennar. .Toffrey de Pevrac stökk ofan í bátinn síðastur allra og tók sér stöðu 5 stafni og bauð prestinum að koma til sín þangað. Þrír aðrir bátar mannaðir sjómönnum fluttu það sem eftir var af farþeg- unum. Þegar þau yfigáfu Gouldsboro hafði enginn kjark til þess að líta um övl og horfa á skipið vagga á öldunum með brotna framsigluna, allir störðu til strandar. Bátarnir lögðu af stað og eftir þeim floti af eintrjáningum Indíán- anna og frá þeim barst ómurinn af söng í hljóðfalli við öldurnar. Þetta söngl Tndíánanna undirstrikaði hátíðarkenndina sem greip bau öll, þvl eftir langa daga í storminum og taugaþenslu á opnu reginhafi, var fyrir- heitna landið að breiða úr sér fyrir framan augu þeirra. Þegar nær dró sáu bau sundurleita hjörð fólks standa á lítilli föl- bleikri sandströnd Rauðir klettar. sumir næstum skarlatsrauðir gnæfðu yfir ströndinni og upp eft.ir brekkunni, sem annars var vaxin risastór- um grenitrjám, hvítu, fíngerðu birki og laufskrúðugum eikum. Mannverurnar. sam stóðu undir þessum risavöxnu trjám voru lik- astar maurum til nð sjá. Það var næstum hægt að láta sér detta I hug að hessar verur hefðu skriðið undan i'ótum trjánna. En þegar fólkið i' háfunum sá betur upngötvaði það brattan stig. sem lá upp að rjóðri á flatlendi. sem vissi út að sjónum. uppi í miðri brekku. Þar höfðu nokkrir Indiánakofar verið reistir. Síðan hélt stígurinn áfram, upp á hf’hæðína og bar var einskonar virki. byggt, eingöngu úr bjálkum. Þar var lanet og hátt gerði gert úr heilum trjám. sem umhverfði hærri hvggingu með tveimur ferköntuðum turnum. Og fólkið sá fjögur göt í gerðið og i gegnum þau glitti i fallbyssukjafta. Þrátt fvrir þessi merki um líf virtist allur staðurinn villtur og ósegj- anleea falleeur. ólíkt öllu öðru sem þau höfðu séð. Það var öðru fremur l’tirnir sem færðu honum bennan óraunveruleika blæ. því þeir glitruðu skærir. en þó þvðir og hokuslæðingurinn undirstrikaði þá. Og allt var svo s.tórt on mikið í sniðum; allt risavaxið. næstum of brúgandi og gagntakandi. Framhald á bls. 44. Í4. tbi. VTKAN 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.