Vikan


Vikan - 20.06.1968, Qupperneq 34

Vikan - 20.06.1968, Qupperneq 34
blik hélt hann að þar væri að- eins ein mannvera — karlmað- urinn, svo sá hann að hún var hinum megin við hann, þrýsti sér svo fast upp að honum að þau voru eins og runnin saman í eitt. Hann heyrði nú til hennar þar sem hún grét hljóðlega. — Maðurinn losaði hægri höndina og strauk henni blíðlega um hár- ið. — Ég hélt þú myndir aldrei koma, sagði Mary. — Þetta var löng bið eftir elskhuganum, sagði Peter við sjálfan sig. — Næstum fjörutíu og átta klukkustundir.... Hann ók Jagúarnum aftur nið- ur í borgina og lagði fyrir utan ráðhúsið. Macklyn lögreglufor- ingi var enn á skrifstofu sinni þar. — Heppinn? spurði hann og leit upp. — Við komum okkur sæmi- lega saman, þegar hún hafði lagt frá sér byssuna, sagði Pet- er og brosti við. — Byssuna? — Eldingunni lýstur ekki tvisvar sinnum niður þar útfrá, sagði Peter. — Ungfrú Landers tekur nú á móti ókunnugum mönnum með tvíhleypu. En þegar hún var tilbúin að ræða við mig fannst mér þetta við- kunnanleg stúlka. — Sagði hún yður nokkuð nýtt? — Nei. En meðal annarra orða, þér vitið væntanlega ekki hver á ford fólksbíl, áirgerð 1961 með Connecticut númeri MH5697? Hann hafði næstum rist hliðina úr bílnum hjá mér í krappri beygju þar útfrá. Há- vaxinn, ljóshærður karlmaður, burstaklipptur með svört gler- augu, Macklyn hló. — Auðvitað veit ég hver á hann, sagði hann. — Howard Delafield, sonur Sams gamla. Hann er vísindamaður í verksmiðjunum. Hann og kon- an hans búa hjá Sam, heima hjá honum. — Konan hans? Macklyn var skemmt. — Glæsilegasta stúlkubarn Banda- ríkjanna, að minnsta kosti utan Hollywood, sagði hann. — Ef þér sæuð þau saman mynduð þér velta því fyrir yður hvernig Howard fór að því að krækja í Söndru — nema þér gættuð að því hvað hann á í bankanum. Á ég að skilja þetta sem kæru á Howard. — O, nei, sagði Peter og yggldi sig. — Það var eins gott. Mig lang- ar ekki að segja að Sam Dela- field eigi héraðsdómara hér, en ég má hafa mínar hugmyndir, er það ekki? — Er hjónabandið hamingju- samt? — Þér þurfið ekki að sjá Söndru einu sinni, til að sann- færast um að sá sem hefur krækt í hana getur prísað sig sælan, það sem eftir er ævinnar.... ! Framhald í næsta blaði. Pála Framhald af bls. 13 Pála starði á búrið. — Frú Elderbridge er nokkuð gömul. — Já, ég veit að hún hlýtur að vera það. En Kincaid er líka gamall api, svo það jafnar sig upp. Þessi smáspölur, sem hún gekk með honum að húsi frú Elder- bridge, varð til þess að íbúar Clairmont höfðu nóg að tala um næsta dag. Pála Fuller hafði verið á útstáelsi um nóttina með geggjuðum trommuleikara og apa í búri .... — Hver gæti trúað slíku um þig? sagði Margaret Fleming, þegar Pála hringdi til hennar, til að þakka henni fyrir síðast. — Asninn þinn! — Nei, hver gæti trúað slíku um mig, hugsaði Pála. Um kvöldið stóð Charles Eld- erbridge fyrir utan dyrnar hjá henni með Kincaid. — Þetta var víst ekki svo góð hugmynd hjá mér, að gefa frænku minni apann, sagði hann og gekk inn, óboðinn. — Sar- ah frænka segir að hann eigi hvergi heima, nema í dýragarði, svo ég hugsaði að þar sem þér voruð svo vingjarnleg í gær- kvöldi ... Hann leit af Pálu á börnin. — Langar ykkur ekki til að hafa apann hjá ykkur? Pála lokaði augunum og taldi upp að tíu. — Það held ég ekki, en Char- les Elderbridge var þegar kom- inn á hækjur sér og var að útskýra fyrir börnunum að Kincaid borðaði ávexti, helzt banana, — og að hann þyrfti blíðu og góða umönnun. Og svo bætti hann við og deplaði aug- imurn: — Og látið svo ekki mömmu ykkar gleyma honum í kjörbúðinni. Svo reis hann á fætur. — Sarah frænka sagði mér þetta. En hvernig fóruð þér að þessu? — Ég meina, létuð þér kartöfl- ur og mjólk ofan á hann í vagn- inum? En annars hefir þetta komið fyxir mig, ég gleymdi einu sinni Kincaid í bílageymslu. Afgreiðslumaðurinn stóð á því fastar en fótunum að ég hefði ekki borgað gjaldið, og ég varð svo reiður að ég ók af stað og gleymdi Kincaid. En ég sakn- aði hans fljótt. — En ég hafði ekki nóga pen- inga með mér og stúlkan við kassann vildi ekki taka ávísun, sagði Pála. — Og rétt í þvi vellti sá stærri um öllu úr aug- lýsingahillunni, — þér vitið svona um það bil tvö þúsimd tyggigúmmípökkum, og um leið þurfti stelpan mín að komast á snyrtiherbergið, þér skiljið. Hann kinkaði kolli. — Ég var með þann litla £ öðrum vagninum og vörurnar í hinum .... Hann bandaði frá sér með hendinni. — Þér þurfið ekki að útskýra þetta fyrir mér, ég skil fullkomlega. Við erum líklega af sama sauðahúsi .... — Nei, svei því! Það erum við ekki. Ég er alls ekki svona. Hann hló: — Hvernig þá, hvað meinið þér með svona? — Já, Pála fann hvernig hún roðnaði. — Ég meina að ég er ekki sú manngerð sem legg það í vana minn að týna börnunum mínum. — Varlega nú! Hann hélt vísi- fingri á lofti, eins og til við- vörunar. — Hvernig getið þér sagt fyrir um það? Heilinn er fullur af allskonar skúmaskot- um og við erum öll meira og minna geðklofar. Ef ég væri í yðar sporum myndi ég binda hann við mig með löngu bandi. Hann leit á Jeffrey, sem sat í barnastólnum og hjalaði glað- lega. — Þetta er fínn strákur, það væri leiðinlegt að týna honum alveg. — Já, en ég sagði að þetta hefði verið . Charles Elderbridge virtist ekki heyra það sem hún var að segja, hann talaði við börnin: — Heyrið þið, þykir ykkur ekki góð pizza? — Nei, það held ég ekki, sagði Pála. Og svo skeði það að íbúar Clairmount urðu vitni að því að Pála Fuller, börnin hennar og apinn, óku eitthvað út í busk- ann, með þessum geggjaða Eld- erbridge. — Já, fólk er alveg steinhissa yfir hegðun þinni, sagði Vin- cent kvöldið eftir, þegar hann sat við matborðið hjá Pálu. Hún var ekki smámunasöm kona í eðli sínu, en þegar það snerti Vincent fannst henni nauðsyn- legt að vega og meta kosti hans og lesti. Að vísu féll hann mjög vel inn í heimili hennar og lífsvenj- ur, — eiginlega eins og eitt af húsgögnunum. Hann var heið- arlegur, sparsamur og reglusam- ur, og hún gat vel ímyndað sér hann í ábyrgðarstöðum. Hann var líka snillingur í því að skera fyrh jólagæsina og það var ör- yggi í því að hafa hann með sér á foreldrafundi. En þegar hún hugsaði um Charles Elderbridge, þá hugsaði hún að hann myndi heldur temja gæsina og ganga með hana í bandi, heldur en að éta hana. Einmitt þegar hún var í þess- um þönkum, kom Kincaid fljúg- andi gegnum eldhúsdyrnar, nældi sér í kartöflu af diski og ’ stökk upp í ljósakrónuna. Þetta tók aðeins sekúndur. Pálu brá svo við, að hún sagði alveg hugsunarlaust: — Kincaid, ertu frá þér, þú verður rekinn frá borðinu ef þú hagar þér ekki vel. Húsmæður * Óhrelnindi og blettir, svo sem fitublettir, eggja- blettir og blóSblettir, hverla á augabragði, ef notað er HENK-O-MAT í forþvottinn eða til aS leggja í hleyti. Síðan er þvegiS á venju- legan hátt úr DIXAN. HENK-O-MAT, ÚRVALSVARA FRÁ 34 VDCAN ^4-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.