Vikan


Vikan - 20.06.1968, Side 45

Vikan - 20.06.1968, Side 45
Dýrmætasti . . . . Framhald af bls. 5. arinnar. Þess vegna mun brátt auðið að stytta vinnudaginn að mun, og þá gefast indæl tæki- færi að fegra og bæta lífið á jörðunni, sigrast á sjúkdómum og ellihrörnun og jafnvel að bjóða dauðanum byrginn. Mun ekki slíkt dásamlegt tilhlökkun- arefni, þegar mönnunum lærist að lifa í sátt og friði á jörðunni og vinna saman að hugsjónum og fyrirætlunum í stað þess að berjast eins og dýrin í frumskóg- inum? En getum við hneykslazt á þeim, meðan maðurinn einn drepur sina tegund af grimmri kunnáttu eins og jafn ógeðugar skepnur og maurar og rottur? Tvennt er fegurst tilhugsun- arefni — að sérhvert nýfætt barn fái notið hæfileika sinna og að ekkert gamalmenni gleymist samfélaginu á elliárum. Milli þessa er svo starfsaldurinn, sæmd og skylda mannsins að lifa þannig á jörðunni, að honum leyfist að trúa á guð og eilífð- ina. Vandi framtíðarinnar verður ekki brauðstritið. Tæknin mun tryggja komandi kynslóðum ör- ugga afkomu, þegar enginn ger- ist þræll vinnunnar, en allir fá notið gæfu og unaðar starfsins. Þá fleygir vísindunum fram, kunnáttunni, skipulaginu, sam- hjálpinni. Hitt er tvísýnna, að skynjun mannsins og tilfinning þroskist á sama hátt. Þess er þó von, og þá mun renna mikill dagur. Nýstúdentinn 17. júní er tákn þess og fulltrúi, að íslendingar vilji láta þvílíkan draum rætast. Einstaklingi getur skjátlazt í þeirri leit og sókn, en kynslóð- inni ekki nema land okkar og þjóð sæti trylltri reiði æðri máttarvalda. Hún kemur ekki til. Vissu þess sér maður spegl- ast í brosandi augum æskunnar, sem kveður menntaskólann sinn á þjóðhátíðardaginn og gengur fagnandi út í lífið og leyndar- dóminn. Gott er að vita þann auð — gullið í lófa framtíðar- innar. Helgi Sœmundsson. Loftleiðir bjóða nú viðskiptavinum sínum meira sætarými, ríku- legri veitingar í mat og drykk en áður, og aukinn hraða með hinum vinsælu Rolls Royce flugvélum í ferðum milli íslands og Norður- landa. Brottfarartíminn frá íslandi er þægilegur, kl. 9.30, og síðasti dval- ardagurinn í Kaupmannahöfn, Gautaborg eða Ósló fulinýtist áður en haldið er aftur heim til íslands. Svo segir í Limrum Þorsteins Valdimarssonar: „Vor öld verður kymtrcS aS endingu þeir auglýsa þetta' ekki af hendingu. ReyniS LoftleiSafluglak, þá er ferS aSeins hugtak, þvi þaS fcllur samati viS lendingu." BiliS hefir verið breikkað milli sæt- anna. Það eykur þægindin. Nú fljúgum við á þrem klukkustundum milli Keflavikur og Skandinavíu. — og svo er gott að láta sig dreyma stundarkorn áður en flugið er lækkað. 24. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.