Vikan - 30.01.1969, Side 6
f-------------------->1
stovella
3oppis
Uppbvonavélar
Zoppas uppþvottavélin getur bæði staSiS frítt á gólfi (hún er á
hjólum) eSa verið byggð inn í eldhúsinnréttinguna.
Vélin tekur fyrir 6—8 manns meS pottum og getur tekið inn á sig
annað hvort heitt eða kalt vatn.
Zoppas vélarnar eru ítalskar, framleiddar í samvinnu við banda-
rískt heimilisfyrirtæki.
Ársábyrgð. — Verð kr. 32.700. — Greiðsluskilmálar.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF. - AÐALSTRÆTI 18 SÍMI 16995.
V_________________________________________________________________________y
Gólfdúkur — plast, vinyl og línóleum.
Postulíns-veggflísar — stærðir 7V2xl5, 11x11 og 15x15 cm.
Amerískar gólfflísar — Good Year, Marbelló og Kentile.
Þýzkar gólfflísar — DLW.
Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur.
Málningarvörur — fró Hörpu hf., Málning hf. og Slippfél. Rvíkur.
Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi.
Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex.
Silicone — úti — inni.
Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung.
Vinyl veggfóður — br. 55 cm.
Veggfóður — br. 50 cm.
V-_____________________________________________________________________'
KOMIÐ í VEG FYRIR
SPARNAÐ?
Virðulegi Póstur!
Tvö bréf hefur þú birt
nýverið um tóbaksreyking-
ar. Hið fyrra var frá reyk-
ingamanni, sem var bál-
reiður yfir síðustu hækk-
un á tóbaki og taldi, að
verið væri að níðast á
reykingamönnum. Annar
svaraði og taldi fráleitt að
verið væri að níðast á
„þrælum tóbaksins“ eins
og hann komst að orði og
sagði, að þeim væri
skammar nær að hætta að
reykja.
Síðan „kreppan“ skall á
hafa margir reynt að spara
við sig flest það, sem hægt
er að vera án með góðu
móti. Reykingamenn eru
engin undantekning frá
því. Ég veit um fjölmarga
menn, sem eru hættir að
kaupa sígarettur í pökk-
um, en vefja þær sér sjálf-
ir í staðinn. Á þessu spar-
ast talsverður peningur.
Til skamms tíma fékkst
ágætt tóbak til þess að
vefja. Það hét Midland og
var hollenzkt. Ég hef reykt
þetta tóbak alveg síðan
sígaretturnar hækkuðu
síðast og hefur líkað það
ágætlega. En um daginn,
þegar ég ætlaði að kaupa
mér nýtt bréf af þessu
ágæta tóbaki, þá var það
ekki til. Eg spurði, hvort
það mund ekki koma bráð-
lega, en mér var svarað,
að það yrði ekki flutt inn
aftur, fyrr en kannski ein-
hvern tíma í vor! Neydd-
ist ég því til að kaupa mér
aðra tegund, Grunó, en
það er alveg óreykjandi.
Það er ekki verandi í her-
bergi, þar sem menn eru
að svæla það bannsetta
hey. Mér var því nauðug-
ur einn kostur að fara aft-
ur að kaupa mér sígarettu-
pakka á háa verðinu.
Mér finnst þetta déskoti
hart og ég get ekki að því
gert að gruna tóbakseinka-
söluna um græsku í þess-
um efnum. Til hvers er
verið að brýna fyrir mönn-
um sparnað, þegar þeim
er svo ekki leyft að spara,
ef sparnaðurinn bitnar of-
urlítið á ríkiskassanum?
Virðingarfyllst,
Annar reiður
To-Baccus.
Okkur finnst reiði bréf-
ritara réttmæt í fyllsta
máta. Gaman væri að fá
skýringu á því hjá tóbaks-
einkasölunni, hvers vegna
þetta ágæta reyktóbak,
Midland, er ekki lengur
flutt inn, einmitt þegar
fólk var byrjað að kaupa
það í stórum stíl.
SJÓNVARPSSÝKI
Kæri Póstur!
Þú ert eini vettvangur-
inn, þar sem persónuleg
vandamál eru leyst fyrir
fólk. Þess vegna langar
mig til að skrifa þér, að
vísu meira í gamni en al-
vöru. Og þó!
Þannig er mál með
vexti, að við hjónin keypt-
um okkur sjónvarp fyrir
rúmu ári síðan. Eg var
mjög lukkuleg yfir tækinu
okkar til að byrja með.
Við sátum og horfðum á
alla dagskrána hvert ein-
asta kvöld. En eftir á að
gizka þrjá mánuði, var ég
búin að fá nög af sjón-
varpsglápinu. Síðan hef ég
ekki nennt að horfa á
nema einstaka þætti, eins
og Forsytesöguna og slíkt
öndvegisefni.
En það er aðra sögu að
segja af manninum mín-
um. Hann situr enn hvert
einasta kvöld við tækið og
horfir á hvern einasta þátt.
Ef gestir koma í heimsókn,
fæst hann ekki til að
slökkva á tækinu, þótt ég
reyni á fínlegan hátt að fá
hann til þess. Hann er
hreinlega sjónvarpssjúkur.
Við höfum ekkert farið út,
síðan sjónvarpið kom. Áð-
ur fórum við oft í bíó og
leikhús og stundum meira
að segja á dansleiki.
Hvernig get ég læknað
manninn minn af þessum
skelfilega sjúkdómi?
Sýndu nú snilld þína og
gefðu mér gott ráð!
Með beztu kveðju og