Vikan


Vikan - 30.01.1969, Page 7

Vikan - 30.01.1969, Page 7
þökk fyrir framhaldssög- una um Forsyte-ættina. Lína. Bjóddu móður þinni og öllum Ieiðinlegnm frænk- um og nágrönnum, sem ekki hafa sjónvarp, að koma sem oftast til ykkar og horfa á dagskrána. Ætli lionum fari þá ekki að þykja nóg um þennan ei- lífa gestagang og ráp kvöld eftir kvöld? Ef það dugar ekki skaltu hæla öllum þeim karlmönnum, sem birtast á skerminum, ef þess er nokkur kostur. Segðu, að þessi eða hinn sé sjarmerandi og sexý og þú gætir vel liugsað þér. . . . Þú skalt „daðra“ við allar helztu karl-sjón- varpsstjörnurnar okkar (auðvitað bara í orði). Ef honum er ekki alveg sama um þig, þá ætti þetta ráð að gagna eitthvað að minnsta kosti. KVENNAGULUÐ OG BYLTINGARFORINGINN Kæri Póstur! Beztu þakkir fyrir grein- ina um Omar Shariff, sem birtist nýlega í Vikunni. Ég er einlægur aðdáandi hans og fer að sjá hverja einustu mynd sem sýnd er hér á landi með honum. Ég sá síðast Zhivago lækni og fannst Omar alveg dásam- legur. Nú las ég í Vikunni hjá ykkur í dag, að hann væri búinn að leika í nýrri mynd, sem fjallar um harmleikinn í Mayerling. Er það nýjasta myndin hans, eða hefur hann leik- ið í einhverri mynd síðan? Ég vona, að þú birtir sem oftast fréttir, greinar og myndir um Omar Shar- iff. S.V.G. Það er nýjast af Omari Shariff að frétta, að hann er um þessar mundir að Ieika í mynd, sem verið er að taka og íjallar um ævi byltingarforingjans fræga, Che Guevara. Auðvitað leikur Omar sjálfan höfuð- paurinn, en hvernig kvennagullinu hæfir hlut- verkið skal ósagt látið, l’yrr en myndin kemur. Kæra Vika! Ég hef fylgzt með grein- unum um Marokkó af miklum áhuga og ánægju, og nú langar mig að vita, hvernig auðveldast er að komast þangað. Þarf uppá- skrift á vegabréf, og sé svo, hvert á maður að snúa sér til að fá hana? Þarf bólusetningarvottorð? Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Magnús S. Auðveldast er að kom- ast þangað með því að taka íslenzka flugvél — við iórum með þotunni Gull- faxa — til Kaupmanna- hafnar eða Lundúna og þaðan áfram til Casablanca með SABENA. Hér heima hefur Flugfélag íslands með liöndum fyrirgreiðslu fyrir SABENA. Áritun á vegabréf þarf ekki, né heldur bólusetningarvott- orð. Góða ferð. BRAÐSNJALLT ARAMOTA- SKAUP Kæri Póstur! Mig langar til að koma á framfæri ofurlítilli athuga- semd í sambandi við ára- mótadagskrá sjónvarpsins, sem var alveg prýðileg í alla staði. Bezt var Ára- mótaskaupið í umsjá Flosa Ólafssonar og Ólafs Gauks. Hér var tvímælalaust um að ræða bezta skopþátt, sem fram hefur komið hér á landi í langan tíma. Það var talsverður broddur í skaupinu hjá Flosa að þessu sinni, og ef til vill gerði það gæfumuninn. En nú kem ég að aðalefninu: Verður Áramótaskaupið ekki endurtekið? Ég veit um marga, sem misstu af því — af eðlilegum orsök- um. Með þökk fyrir birting- una. H. J. Við erum sammála hréf- ritara um það, að Ára- mótaskaupið sé líklega eitthvert bezta innlenda skemmtiefni, sem komiö hefur fram í langan tíma. Við skulum vona, að það verði endurtekið sem fyrst. HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR NÚ ER AUÐVELT AÐ ENDURNÝJA ELDHÚSIÐ HINGAD TIL hafa slíkar endurbætur kostað mikið rask, sem margar hús- mæður vilja hlífa sér við. Nú er allt breytt. Við tökum gömlu innréttinguna niður og setjum upp nýja og nýtízkulega, inn- flutta innréttingu — allt ó tveim dögum. Við breytum ekki heimilinu í trésmíðaverkstæði á meðan og þér undrizt, hvað eldhúsið gerbreytirst, hvað íbúðin breytist og hvað störfin verða ánægjulegri. Allar okkar innréttingar eru úr harðplasti í miklu litaúrvali og þér getið fengið eldavél, uppþvottavél og isskáp frá sama framleiðanda. Verðið er mjög hagstætt. HÚS OG SKIP Ármúli 5 - Símar: 84415-84416 V___________________________________/

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.