Vikan


Vikan - 30.01.1969, Blaðsíða 9

Vikan - 30.01.1969, Blaðsíða 9
EITURLYFJA- NEYTENDUR Kæra Vika: Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu síðan. Mér fannst ég vera í Reykjavík (ég bý í kaup- túni úti á landi) með syst- ur minni (sem er 15 ára) og vinkonu hennar. Við vorum þrjár á gangi um borgina. Þá komum við að húsi nokkru. Það var ljótt steinhús. Allt í einu varð ég vör við, að systir min og vinkona hennar voru horfnar. Ég hélt, að þær hefðu farið inn í húsið og fór þess vegna sjálf inn. Þegar ég er komin inn lokast hurðin á eftir mér og við mér blasir ógeðsleg- ur gangur. Ég ætlaði að flýta mér strax út aftur, en þá kom maður til mín, heldur skuggalegur ásýnd- um. Það var auðséð, að þetta var eiturlyfjaneyt- andi. Hann segir við mig: Sá sem er eitt sinn kom- inn hingað inn, mun aldrei komast út aftur. Ég varð hrædd og hljóp framhjá honum. Þá birtist mér Japani með alls kon- ar lýð í kringum sig. Þessi iýður var allur að reykja og éta eiturlyf. Margir voru gulir í framan og óhugn- anlegir. Ég hleyp áfram í örvæntingu minni, en í sama bili kallar svertingi á eftir mér: Við skulum drepa þessa. Skelfingin þyrmir yfir mig og ég æpi af öllum lífs og sálar kröftum. Þá kom til mín maður, sem var gjörólíkur öllum hinum, og þykist vera að kyssa mig. Þegar hinir sáu þetta hættu þeir við áætlun sína. Næst fannst mér ég hafa gengið ganginn í hring og var aftur komin að dyr- unum. Þær opnuðust og ég fór út í fylgd með þessum manni. Þá sé ég stelpurnar fyrir utan. Þær ruddust inn. Ég reyndi að varna þeim veginn og koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að þær færu inn, en allt kom fyrir ekki. Skömmu seinna sá ég þær standa fyrir innan. Þær voru þá báðar orðnar gul- ar í framan og voru með eiturlyf. Þær hlógu að mér og sögðu, að þeim liði ynd- islega og þær vildu aldrei koma út aftur. Að svo búnu settist ég inn í bíl og sá þá konu út um afturgluggann, gamla konu, sem er dálítið ill- gjörn (Ég þekki hana vel). Svo vaknaði ég, og ég er viss um að ég gleymi þess- um draumi aldrei. Hann stendur svo í mér. Deitla. Að dreyma að maður sé eiturlyfjaneytandi er fyrir svikum og prettum. Jafn- vel veikindum eða öðrum ófarnaði. Líklega er það systir þín og vinkona henn- ar, sem verða fyrir ein- hverjum óþægindum, því að þú sleppur úr þessu skuggalega liúsi naumlega og við illan leik. Annars er þessi draumur einna lík- astur martröð, og þess vegna ekki ráðlegt að taka of mikið mark á honum. Við mundum segja, að þessi draumur væri fyrir einhverjum erfiðleikum systur þinnar, en líklcga eru þeir ekki stórvægilegir. KARLMANNS- GRÁTUR OG SJÁLFVIRK ÞVOTTAVÉL Kæra Vika: Mig langar til að fá ráðningu á draumi, er mig dreymdi fyrir nokkru. Mér fannst ég vera að rífast við mann, sem ég er búin að vera með lengi og það end- aði með því, að hann fór að gráta og varð ég hissa á því. Mér fannst vera komin þarna tvö börn, sem ég á og vorum við öll á náttfötunum eða fáklædd. Mér fannst okkur líða mjög vel. (Ég er fráskilin). Framhald á bls. 50. BÆTIR ÚR SOLARLEYSí SKAMMDEGISINS. KAIIPIB OSRAM VEGNA GÆÐANNA. — Þér SDariO með áskrift IIIKAN Skipholtl 33 - síml 353SO L----------- 5. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.