Vikan - 30.01.1969, Page 10
Blunda nú
bændur?
Ofurlítiö rabb um sölu- og fræöslumiðstöö danska búnaðarsambandsins í Kaupmannahöfn og
skort hérlendis á hliöstæöri starfsemi. Texti: Sigurður Hreiöar
Það var nánast tilviljun og
ekki mér að þakka, að ég rakst
í haust á fyrirtækið Ekkodan-
mark í Kaupmannahöfn. Eg hef
tvívegis komið til þeirrar borg-
ar síðan Ekkodanmark reis og
hélt í bæði skiptin til í nándinni,
en það var ekki fyrr en innfædd-
ur Dani bauð mér þangað til
snæðings í þriðju heimsókninni,
að ég vissi hvers kyns var.
Þegar ljósið reis upp fyrir mér,
datt mér þegar í stað í hug
Bændahöllin okkar hér í Reykja-
vík, sú sem stendur við Haga-
torg, og síðan hefur samanburð-
tu á Ekkodanmark og Bænda-
höllinni verið huga mínum mjög
áleitinn. Ekki vegna þess, að í
Ekkodanmark sé hótel, amerískt
bókasafn eða aðsetur eins helzta
flugfélags landsins, eins og í okk-
ar Bændahöll, heldur af því að
Ekkodanmark er bœndahöll eins
og við þurrbýlingarnir helzt
hugsum okkur að hún ætti að
vera.
Þessi Kaupmannahafnarmið-
stöð dönsku landbúnaðarsamtak-
anna var opnuð árið 1965. Hún
liggur mjög vel við miðborg-
inni, stendur við Axeltorv og
Hammerichsgade beint á móti
afgreiðslu SAS, á að gizka fimm
mínútna gang eða minna frá
Ráðhústorginu. Og það er ekki
einasta, að húsakynnin þar séu
sérlega viðkunnanleg, heldur er
fólkið, sem þarna starfar, vin-
gjarnlegt og kumpánlegt án þess
að vera uppáþrengjandi.
Á litlum seðli, sem ég tók með
mér úr þessu húsi, stendur hvers
konar starfsemi er rekin á staðn-
um. Þar segir:
Restaurant Ekko, sæti fyrir 112
gesti, verð eins og í íínustu veit-
ingahúsum Kaupmannahafnar.
Matarbar FOLDEN með 38
sætum. Hóflegt verð.
Glóðarsteíkurverzlun fyrir út-
seldan mat, sömuleiðis mat til-
búinn til matreiðslu og danskar
kökur.
E-Delikatessen, matvöruverzl-
un með beztu danskar landbún-
aðarvörur. Frosið og niðursoðið.
Salur til sýnikennslu og kvik-
myndasýninga með 64 sætum, til
að kenna danska matargerð og
veita ráðleggingar. Sýnikennsla
fer fram á dönsku og erlendum
tungumálum.
Upplýsingaskrifstofa og mat-
fræðilegt bókasafn með mat-
reiðslubókum og uppskriftum á
dönsku og öðrum tungumálum.
Aðaltilgangur matarmiðstöðv-
10 VIKAN 5 tbl