Vikan


Vikan - 30.01.1969, Síða 19

Vikan - 30.01.1969, Síða 19
 Það er eklci nema liálft ár síðan 18 ára gömul stúlka að nafni Mary Hop- kins gekk á milli borða í tómstunda- klúbbi námuverkamanna í þorpinu Pon- tardavve í Wales, söng þjóðvísur og lék undir á gítarinn sinn. Nú er nafn hennar í efsta sæti á vinsældalistum dægurlaga um heim allan. Fyrsta platan hennar, Those were the days, sem fyrirtæki Bítlanna, Apple Re- cords, gaf út, fór úr 23. í efsta sæti á að- eins fjórum vikum. Það ýtti til hliðar lagi sjálfra Bítlanna, Hey Jude. Sömu sögu var að segja í Frakklandi, Vestur-Þýzkalandi, Bandaríkjunum, ír- landi og Norðurlöndunum. Nú er svo komið, að táningarnir sitja um Mary Hopkins hvar sem hún fer og biðja hana um eiginhandaráritun, og henni berst daglega mikill fjöldi bréfa frá aðdáend- um sínum. Einn roskinn aðdáandi skrif- aði henni og sagði, að hún væri „falleg- asta stúlkan á öllum Bretlandseyjum“. Og' George Harrison segir með föðurlegu stolti: „Mary hefur til að bera alla þá kosti, sem dægurlagasöngkona þarf að hafa. Hún er fríð sýnum og hefur fall- ega rödd. Hún syngur blátt áfram og eðlilega og án nokkurrar áreynslu. Við höfum ekkert á móti því, að hún skvldi velta okkur lir fyrsta sæti vinsældalist- ans, þvert á móti vorum við himinlif- andi yfir því.“ Leið Mary Hopkins til frægðar og frama lá meðal annars um tvo þekkt- ustu. sjónvarpsþætti veraldar: Opport- unity Knocks í brezka sjónvarpinu, en í þeim þætti koma eingöngu fram nýir og áður óþekktir skemmtikraftar, og hinn fræga þátt Ed Sullivans í Banda- ríkjunum. Frægðin og allur hamagang- urinn sem henni fylgir virðist engin áhrif hafa haft á Mary. Hún segir: „Það er ekki hægt að búast við að öll- um líki vel við mann, eða er það?“ Mary Hopkins er með sítt, ljóst hár og skær og blá augu. Henni hefur verið líkt við myndskreytingu við barnaævin- týri. Og sagan um frægð hennar er líka í rauninni ný saga um Oskubusku. Hún minnist þess, er lnin fjögurra ára gömul söng í kirkjukórnum heima í þorpinu Pontardawe. „Eg hef alltaf haft gaman af að syngja,“ segir hún. „Mamma sat við pí- anóið og’ svo sungum við öll, oftast sálma. Slíkt er mjög algengt í Wales.“ Fyrir tveimur árum lærði hún upp á eigin spýtur að leika á gítar. Hún lék bæði í kirkjunni og skólanum. Og' eklci leið á löngu, þar til hún tók að syngja á laugardagskvöldum í tómstundaklúbb 5 tbl- VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.